Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Síða 19

Frjáls verslun - 01.08.1940, Síða 19
rauði þráðurinn, sem gengur gegnum undir- búningsárin og manndómsstarf hans, og hún er það síðasta, sem maður heyrir til hans, þeg- ar hann dregur sig út úr störfum. Grundvöll- urinn undir því, sem þarf að afkasta, er sam- starf ekki aðeins margra, heldur flestra eða allra. Því er það, að Þorlákur, meðan hann er á Bretlandi, býr sér til nokkurskonar skjaldar- merki, sem hann setur á bréfhaus sinn; í því er handleggur með reiddan hamar og orðtak- ið: ,,Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“. Þegar meðan Þorlákur var í Sunderland, var hann af alhuga við takmark sitt. Hann ritar Jóni Sigurðssyni 5. maí 1862, og talar þar um að væntanlegum landssjóði, er fjái'hagur Islands og Danmerkur verði aðskilinn, muni verða nauðsynlegt að afla tekna með því að leggja jtoll á áfengi, tóbak, kaffi, sykur og fleiri „ónauðsynja- yörur“. I sama bréfi segir hann: „Eg ætla að spyrja yður að, frændi góður, hvernig yður lítist á, að ég út- vega ungum löndum mínum, sem hafa löngun að fara á sjó, ef ég get, pláz hér í Englandi, t. d. í einum af skip- um húsbænda minna, sem fara til India eða Afríku. Þeir eru þá bundnir til að læra sjómennsku alla í 4 ár, og fá f 36 í laun, en skipseigendur klæða þá og fæða. Þetta lýst mér mikið vel á, ef ég get komið því í gang“. Það er kunnugt, enda sést það á bréfi Þorláks til Jóns Sigurðssonar 12. júlí 1862, að á því ári hafi hann verið búinn að semja við Asgeir á Þingeyrum Einars- son, að skip kæmi þá á Húnaflóa til fjárkaupa. Það er naumast líklegt að Þorlákur hafi sjálfur staðið að þess- um fjárkaupum, heldur muni einhverjir brezkir við- skiptamenn hafa staðið þar á bak við, ef til vill McGaan & Co., sem urðu húsbændur hans um þetta leyti. Var búið að leigja skip til ferðarinnai', en þá tókst svo slysa- lega, að það fórst, og var fjárkaupunum að því sinni lokið. Það varð þó úr, að þeim Ásgeiri og Þorláki kom saman um að fitja upp á nýjum fjárkaupum, og öll ár- in, meðan Þorlákur er á Bretlandi, er hann sofinn og vakinn að styðja að því, að Bretar kaupi hér fé og hross, og varð mikið ágengt í þeim efnum. Sjálfur fór hann að minnsta kosti 1866 og 1867 til íslands til slíkra kaupa í umboði firmans Inglis & Co., og það er einvörðungu honum að þakka, að þessi viðskipti um langt skeið urðu föst og drjúg tekjugrein fyrir íslenzka bændur. Svo urðu þessi viðskipti mikil á dögum þeirra Richard Sli- mons og Coghills, að frá því um 1874 til fram undir 1890 skipti útflutt fé tugum þúsunda, og varð eitt ár um 60.000. Þessi viðskipti má fyrst og fremst þakka at- beina Þorláks. Þó undarlegt sé var þessu af ýmsum tekið tómlega hér ó landi, og það sízt af hinum lökustu mönnum. T. d. var eitt sinn í Þjóðólfi kvartað undan þessu, og raddir heyi'ðust jafnvel um það, að fénaður landsmanna mundi ganga til þurrðar vegna fjárkaupanna; Þorlákur svar- ar þessu í bréfi til Jóns Sigurðssonar, að það verði að ætla landsmönnum að hafa vit á því, að selja ekki meira en fjárstofninn þoli. Um þessar mundir virðist Þorlákur hafa verið far- inn úr þjónustu Peacock Brothers og hafa verið nokkra hríð hjá firmanu John McGaan & Co. í Glasgow. Árið FRJÁLS VERZLUN 1867 sýnist John nokkur Pile, úr skipamiðlarafirmanu Pile & Co. í London, hafa verið með miklar bollalegg- ingar um að stofna til fjárkaupa á íslandi. Var hann að reyna að safna 10—12 efnuðum mönnum i félag til þess, og stóð til að kaupa um 10.000 fjár. Þessi maður hefii' verið kunnugur Jóni Sigurðssyni og Þorláki eða Þorláki einum, því hann stóð í bréfaskiptum um þetta við Þorlák meðan hann var í Glasgow, enda er Þorlákur árið eftir kominn til London og i þjónustu Pile & Co. Þar var Þorlákur, unz hann yfirgaf Bretland, en hvað varð af fjárkaupum þessum verður ekki séð. Um þetta bil segir Þorlákur í bréfi til Jóns Sigurðssonar, að sér þætti gott að geta stutt að fjársölunni „og lóta enska peninga streyma inn í landið“. Árið 1868 ei' að ýmsu leyti merkilegt í æfi Þorláks. Hann hefir sifellt verið að reyna að fá húsbændur sína til þess að spreyta sig á einhverjum viðskiptum á Is- landi; virðist honum hafa orðið nokkuð ágengt í því efni, og má þar af róða, að þeir hafi metið hann mikils. Þó stóð svo ó, að samningar um póstferðirnar milli C. P. A. Koeh og stjórnarinnar voru útrunnar, og var Koch ekki sem þægastur um skilyrði fyrir þvi að halda áfram póstferðunum. Fékk Þorlákur því húsbónda sinn, sem réð yfir miklum skipakosti, til að gera tilboð í ferðirnar. Þó að skilyrði Piles væri mun betri en tilboð Kochs, var Dönum samt ekki um þetta; þeir drógu málið á langinn og settu loks slík skilyrði, að ekki var unnt að ganga að þeim. Lentu póstferðirnar síðan hjá Sameinaða Gufu- skipafélaginu 1870, og hafði það þær langa hrið eftir það, en Koch hafði verið einn aðalstofnandi þess. Hafði um nokkurt skeið, meðan ó þessu stappi stóð, litið svo út, sem póstferðirnar myndu leggjast niður, og hafði Þor- lókur fengið húsbónda sinn til þess, ef svo skyldi fara, að halda uppi gufuskipaferðum fyrir eigin reikning. Sarna ár hafði Þorláki tekizt að fá húsbónda sinn til þess að gera tilraun, sem þá hefir þótt nýstárleg, en það var að senda skip í skemmtiferð til íslands. Að ein- hverju leyti mun þessi fyrirætlun hafa staðið í sam- bandi við hrossakaup, og er óljóst, hvort Pile & Co. hefir ætlað að kaupa hrossin sjálft og selja þau firmanu Ro- bertson & Co. í Grangemouth, umboðsmönnum íslenzku póstskipanna, eða hvort þetta firma hefir ætlað að kaupa þau. En sama skipið átti að flytja hrossin og skemmtiferðafólkið. Var prentuðum auglýsingum dreyft um helztu Lundúnaklúbbana, og auglýsingar birtust um nokkurt skeið í 7 helztu blöðum á Bretlandi. Var svo til ætlazt, að farþegarnir yrðu um 25 talsins, og var þeirri tölu náð. Meðal þeirra, er falazt höfðu eftir fari var Camillo Cavour greifi, hinn nafntogaði ítalski stjórn- málamaður. Af ferðinni varð þó ekki, og mun það hafa valdið, að eitthvert babb hefir komið í bátinn með hrossakaupin. Þorlákur er þó ekki af baki dottinn, og í bréfi til Jóns Sigui'ðssonar 29. júlí 1868 lýsir hann því, að hann muni næsta ár reyna að fá Pile til þess að gera út skemmtileiðangui' til Islands með 50—60 farþega, og koma upp stórum auglýsingum á járnbrautarstöðvum og hótelum. Af því varð þó ekki, en áhugi Þorláks fyrir að auka ferðir erlendra manna til Islands kom mjög greinilega í ljós síðar. Það voru mörg járnin, sem Þorlákur hafði í eldinum þetta ár, Bretar höfðu þegar snennna á öldinni haft Frh. á bls. 29. 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.