Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.08.1940, Qupperneq 21
Ekki er enn kominn tími til þess að gera upp reikn- ingana eftir sumarið, en eftir öllu að dæma virðist hag- urinn út á við vera stórkostlega mikið batnandi og vinn- an í landinu er mikil. í þessu hefti er grein, sem hvet- ur til þess að nota nokkuð af þeim gjaldeyri, sem nú fæst, til þess að safna vetrarforða af nauðsynjavörum og upphefja skömmtun þessara vara, svo hver geti birgt sig upp sem það vill og getur. Menn ættu að lesa þessa grein með athygli, því hún sýnir glögglega að haftafarganið er nú komið langt út í öfgar og veldur stórtjóni, ef svo verður framhaldið sem á undan er gengið. # í þessu hefti skrifar próf. Guðbrandur Jónsson um Þorlák Ó. Johnson kaupmann. Eins og áður hefir verið drepið á í greinum varðandi verzlun okkar fyrir alda- mótin var Þorlákur einhver gagnmenntaðasti og hug- kvæmasti kaupsýslumaður sinnar tíðar og má að ýmsu leyti teljast frumkvöðull hinna nýrri verzlunarhátta, sem þá fluttust hingað til lands með íslenzkum frama- mönnum, er haft höfðu tækifæri til að kynnast erlend- um viðskiptum. Einn kom með þessa nýjung og annar með hina og þeir, sem fyrir voru, lærðu þær síðan. Er öll þessi þi'óun hin merkilegasta og sýnii' það hve ís- lenzkir kaupsýslumenn voru fljótir að hagnýta sér er- lenda reynslu, þegar verzlunin loks fékk skilyrði til þess að ná fjölbreytni og komst á hendur innlendra manna. Grundvallarskilyrðið fyrir því að verzlun íslendinga óx og færði björg í bú og varð á skömmum tíma alinn- lend var, að viðskiptin voru frjáls. * Verzlunarmenn í Reykjavik héldu ekki að þessu sinni hátíðlegan hinn almenna frídag sinn, vegna þess að ekki þótti rétt að safna miklum mannfjölda saman á þeim hættutímum, sem nú standa yfir. I stað þess fóru verzlunarmenn í smáhópum út úr bænum eða voru heima innan um víggirðingarnar í bænum. Þrátt fyrir ill veðurskilyrði mun fleira fólk hafa leitað burt úr Reykjavík í sumar en dæmi eru til áður, og eru það einkum konur og börn, er farið hafa til langdvalar í sveitina. Hefir valdið þar miklu um hræðslan við loft- árásir, sem einkum um skeið var mikil meðal almenn- ings. Var það ekki óeðlilegt, því Reykjavík er nú víg- girtur bær og það svo að engu er likara en að umsát sé þegar hafin. * Verið er nú að leggja siðustu hönd á að ganga frá hinum nýju húsakynnum V. R. í Vonarstræti 4 og vei'ð- ui' væntanlega skýrt nánar frá því í næsta hefti. Ut af öllu, sem viðkemur útsendingu blaðsins, bei' FRJÁLS VERZLUN „FRJÁLS VERZLU N“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. — Formaður: Friðþjófur 0. Johnson. Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf Björnsson, Björn Ólafsson, Pétur Ólafsson, Pétur O. Johnson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. — Skrifstofa: Vonarstræti 4, 2. hæð. — Áskriftargjald: 5 krónur á ári, 12 hefti. — Lausasala: 0,50 aura heftið. — Prentsmiðja: ísafoldarprentsmiðja h.f. að snúa sér til skrifstofunnar í Vonarstræti 4, sími 5293. Gerið aðvart þar, ef þér ekki fáið ritið með skilum. * I ýmsum blöðum bæjarins hafa undanfarið verið nokkrar umræður um hag Reykjavíkur og ráð til að bæta hann. Virðist svo sem gert sé ráð fyrir að hægt sé að koma Reykjavík á réttan kjöl án þess að breytt sé um stefnu í búskaparlagi hina opinbera yfirleitt. En þetta er misskilningui'. Reykjavík er stór þáttur þjóðar- heildarinnar og fjölda margar aðgerðir þings og stjórn- ar, sem stefna til eyðslu og útgjalda eða leggja höft á framtak manna, miðast fyrst og fremst við Reykja- vík, en gegn þessu getur bæjarstjórnin ekki staðið. Það er því vonlaust að hugsa sér að koma nýskipun á mál- efni Reykjavíkur nema það haldist í hendur, að hið opinbera slaki til á kröfum sínum og höftum og geri ráðstafanir til eflingar atvinnuveganna í öllum byggð- um landsins. Þetta er mynd af hinu góða skipi „Frekjan“, sem nú er komin í Slippinn til viðgerðar eftir sitt langa volk. Ferð Gisla Jónssonar og félaga hans hefir verið mjög umtöluð og mikið um hana skrifað og að maklegleikum. Þetta var einskonar nýtízku víkingaferð og ekki óhættu- legri en í fyrri daga, því þá voru þó ekki tundurduflin. 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.