Frjáls verslun - 01.08.1940, Síða 23
Skömmfunin er orðin
Hve mikla tilhneigingu, sem menn hafa ann-
ars til þess að hefta verzlun og viðskipti, þá
munu allir viðurkenna, að það er neyðarúr-
ræði, að þurfa að skammta almenningi mat-
væli.
Ástæðurnar til þess að slíkri skömmtun er
beitt eru aðallega þessar:
í fyrsta lagi er skömmtun víða beitt í stríðs-
byrjun, svo þær ódýru vörubirgðir, sem í land-
inu eru, skiptist jafnt milli landsmanna. í öðru
lagi verður að skammta, ef hætta er á vöru-
þurð vegna þess að aðflutningar kunni að
teppast, og í þriðja lagi getur þurft að grípa
til skömmtunar, ef gjaldeyrir þjóðarinnar er
af svo skornum skammti, að hann hrekkur
ekki fyrir brýnustu nauðsynjum hennar.
Þegar því rætt er um nauðsyn skömmtunar-
innar, er rétt að líta á þessi atriði og athuga
hvort eitthvert þeirra réttlætir það að skömt-
uninni sé haldið lengur.
Þegar stríðið skall á var skömmtun eðlileg
og réttmæt, svo þeir, sem betur væru efnum
búnir, gætu ekki byrgt sig upp áður en varan
hækkaði, en hinir efnaminni yrðu svo að kaupa
fyr hinar dýru vörur eða vera án þeirra.
Nú er þessi ástæða eðlilega úr sögunni.
Er þá hætta á að aðflutningar teppist til
landsins? Eins og nú er eru aðflutningar hing-
að á skömmtunarvörum algerlega óhindraðir.
Gnægð af skömmtunarvörum eru fáanlegar
erlendis og nægur skipastóll til þess að flytja
þær.
Það er því augljóst að ekki þarf að skamta,
af þessari ástæðu.
Þá er hagur landsins út á við og spurningin
um hvort hann sé svo bágborinn, að þess vegna
sé ekki unnt að hætta skömmtuninni. Því má
hiklaust svara neitandi. Hagurinn út á við
hefir ekki árum saman verið jafn góður og
nú. Þetta er á allra vitorði, þótt skýrslur liggi
ekki fyrir um það.
Hvers vegna er þá verið að skammta? Ef til
vill er það af því að allur sé varinn góður og
er rétt að athuga það nánar. Því eins og
skömmtun getur verið góð og gagnleg, getur
hún einnig Verið með öllu ástæðulaus og ekki
aðeins ástæðulaus, heldur beinlínis stórhættu-
leg og skaðleg.
FRJÁLS VERZLUN
í stríðsbyrjun stórhækkuðu allar skömmt-
unarvörur í Ameríku, en þar var þá einasti
markaðurinn, sem var okkur opinn. En eftir
því sem þeim löndum hefir fækkað, sem Ame-
ríkumenn háfa viðskipti við, sökum hernáms
og hafnbanns á meginlandi Evrópu og víðar,
eftir því hefir vöruverð þar fallið og það svo,
að nú er verð í Ameríku á hveiti, haframjöli,
rúgmjöli og sykri ekki mun hærra en það var
stundum fyrir stríð, eða með öðrum orðum,
eins lágt og hugsanlegt er að það geti orðið á
stríðstímum. Og allar þessar vörur, að sykri
undanskildum, getum við greitt í þeirri mynt,
sem við eigum allmikið af og seljum mest af
okkar afurðum í — sterlingspundum.
Það ber að hafa það hugfast, að þótt að-
flutningar til landsins séu nú óhindraðir, þá er
enginn kominn til með að segja, að svo verði
áfram. Vöruverð getur líka hækkað vegna
breyttra aðstæðna. Sá tími getur hæglega
komið, að betra væri að eiga hér birgðir af
góðum og ódýrum matvörum en hálf innifros-
in sterlingspund erlendis.
En hver vill eða getur keypt, þegar ekki má
selja?
Það athugist líka að nú eru flestar vöru-
skemmur fullar af öðrum vörum, „vegna hins
breytta ástands“ í landinu. Bretar hafa fyllt
þær af sínum varningi. Og enda þótt nóg vöru-
geymslupláss væri til, þá er sú álagning, sem
leyfð er, miðuð við fljóta sölu, en þolir ekki
mikið vaxtatap, pakkhúsleigu og brunatrygg-
ingu, að maður nú ekki tali um þá áhættu, sem
loftvarnarnefnd reiknar með.
Hér ber því allt að sama brunni. Það sem
nú á að gera er að kaupa til landsins sem mest-
ar birgðir nauðsynjavara, meðan verðlag er
viðráðanle.gt og aðflutningar ekki teppast, og
afnema skömmtunina, svo almenningur geti
birgt sig upp til vetrarins.
Einhverjum kynni að detta í hug, að ekki
væri rétt að birgja sig upp nú, því verðið, þó
lágt sé, gæti enn lækkað, ef styrjöldin hætti.
En þessu er ekki þannig varið. Ef stríðið hætti
mundi markaðsverð stórhækka þegar í stað.
Eftir stríðið 1914—1918 var það þannig, að
verðlag stórhækkaði og var þó aðeins Þýzka-
land einangrað þá af hafnbanni. Nú er mest-
23