Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Page 25

Frjáls verslun - 01.08.1940, Page 25
allt meginland Vestur- Evrópu einangrað og þegar markaðir þar opnast aftur hlýtur verð- ið að rjúka upp. En meðal annara orða, hvað kosta skömmt- unarvörurnar í erlendum gjaldeyri? Tökum t. d. sykur, sem greiða þarf í dollur- um. 100 tonn af strásykri kosta nú frítt um borð í New-York um 4,000 dollara eða um 25,000 krónur. Það ,er allt og sumt. En ríkis- sjóður tekur í tolla af þessum 100 tonnum 100% eða aðrar 25,000 krónur, og svo tekur Eimskipafélagið í flutningsgjald um 65% af innkaupsverðinu eða yfir 16,000 krónur. Er- lendi gjaldeyririnn, sem fyrir sykurinn fer, er því ekki nema um þriðjungur af kostnaðar- verði hans. Skömmtunin var eðlileg að ýmsu leyti í stríðsbyrjun, en það er jafn sjálfsagt og nauð- synlegt að upphefja hana nú og lofa almenn- ingi að birgja sig upp. Það á meira að segja að hvetja menn til að birgja sig upp, því það er aðeins sjálfsögð fyrirhyggja. Breytist síð- ar allar aðstæður, þá má lögleiða skömmtun á ný, ef þörf þykir. Ef ríkisstjórnin tr.eystir sér ekki til þess að upphefja skömmtunina af einhverjum óþekkt- um ástæðum, t. d. vegna ,,hins breytta ástands“ í landinu, sem vart er þó hugsanlegt, þá mætti þó úthluta skömmtunarseðlum til 6 eða 8 mánaða í senn. Hér er um að ræða svo stórt hagsmunaatriði fyrir allan almenning, að þess er að vænta að ríkisstjórnin taki það til skjótrar athugunar og úrlausnar hið bráðasta. En öll töf á nauðsynlegum aðgerðum í þessu máli getur leitt til stórtjóns. CASSON: Fy rir sölumerm /^ÓÐUR og dugandi sölustjóri gaf hverjum undir- manna sinna eftirfarandi heilræði: „Ljúktu við skriftirnar — söluskýrsluna og pantan- irnar — strax þegar venjulegu dagsverki er lokið. Gerðu það áður en þú lest kvöldblaðið þitt, áður en þú snæðir kvöldverðinn. Byi'jaðu á að skrifa pantan- irnar og undirbúa næsta dagsverk strax þegar þú kem- ur heim. Þegar því er lokið — öllu dagsverkinu komið sam- vizkusamlega frá — þá skaltu setjast að snæðingi og verja kvöldinu eftir geðþótta þínum“. Þetta er sannarlega gott heilræði. Það finna menn bezt á því að fara eftir því. Störf og starfsmenn. argir menn eru í störfum, sem hæfa þeim líkt og ferstrend spýta kringlóttu gati. Þeir menn verða annaðhvort að „hefla“ sig svo til, að starfið hæfi þeim, eða finna ferhyi-nd gat, sem hæfði þeim. Þetta getur verið manninum að kenna, en þarf ekki að vera það. Ilann er ef til vill of duglegur fyrir starfið, eða hann er ekki nógu duglegur. I hvert skipti sem lötum manni er fengið erfitt verk að vinna, segir hann að verkið hæfi sér ekki. Það sem hann á við, er að hann vilji fá verk, sem þurfi ekkert að hafa fyrir að leysa af hendi. En þegar dug’legur maður finnur, að hann er ekki ,,á réttri hillu“, þá á hann ekki að gefast upp, fyrri en hann hefir gert tilraun til að vinna verkið. Hann á að reyna að vinna störf sin betur en þau hafa áður verið unnin, svo að hann verði hækkaður í tign. Hann á að gera þetta vegna sjálfs sin, því að það dregur úr sjálfsvirðingu manns að gefast upp, ef allt leikur ekki í lyndi. Hann á að halda áfram, þar til hann hefir sigrazt á örðugleikunum. I hverju fyrirtæki er alltaf eitthvað verk, sem hæfir hverjum starfsmanni bezt. Flóttamenn auðga Kanada. að er áætlað, að flóttamenn hafi komið með um 100 milljónir sterlingspunda til Kanada og þetta fé er nú verið að leggja í nýjar iðngreinar. I Ottawa er byrjað að framleiða glervöru með bæ- heimskum aðferðum. Nokkrir Þjóðverjar hafa lagt 150 þús. pund í verk- smiðju, sem á að framleiða sykur úr rófum. Hún er í Winnipeg. Hópur vopnasérfræðing-a, sem voru hjá Skoda, hafa lagt 600 þús. sterlingspund i vopnaverksmiðju í Sorel í Quebec. Bata-skóverksmiðjurnar eru að reisa hóp skóverk- smiðja í Frankfort í Ontario. Svona mætti lengi telja. Fé flóttamannanna streymir inn í Kanada og auðgar það. Það eru góðar fréttir. Jónatan Jóhannesson, verlunarmaður áttræður Jónatan Jóhannesson, verzlunarmaður á Akureyri, varð áttræður þ. 24. ágúst s. 1. — Jónatan er ættaður úr Þingeyjarsýslu, en fluttist snemma til Akureyrar og hefir starfað þar að ýmsu. Var hann m. a. lengi ráðsmaður sjúkrahússins þar og húsvörð- ur Gagnfræðaskólans. Víðþekktastur er Jónatan þó vegna starfs síns við verzlun Carls Höpfner á Akureyri, en þar var hann utanbúðarmaður i 22 ár og þótti með afbrigð- um duglegur og áreiðanlegur maður. Verzlun var lengst af mikil hjá Höpfner, og' leit- uðu einkum margir sveitamenn til Jónatans, margra erinda, og hafði hann þá oft í ýms horn að líta. — Jónatan er vel ern og býr lijá dóttur sinni á Akureyri. — „Frjáls verzlun“ óskar honum til hamingju á þessu merka afmæli. FRJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.