Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 27

Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 27
Samningarnir við atvinnurekendur Hér fer á eftir samningur sá, sem Verzlun- armannafélag Reykjavíkur hefir gert við at- vinnurekendur um greiðslu verðlagsuppbótar á starfslaun. Eins og sést á undirskriftunum, þá hafa nú þegar langflestir atvinnurekendur skrifað undir samninginn, en söfnun undir- skrifta stendur enn yfir. Er þess að vænta, að allir atvinnurekendur fáist til að undirrita samninginn, en þegar undirskriftasöfnun er að fullu lokið, munu nöfn allra þeirra atvinnu- rekenda, sem eru aðiljar að samningnum, verða birt hér í ritinu, svo og nöfn hinna, sem ekki eru það, ef nokkrir verða. Samningurinn hljóðar svo: SAMNINGUR milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og atvinnurekenda um greiðslu verðlagsuppbót- ar á laun starfsmanna í verzlunum, lyfjabúð- um og á skrifstofum. 1. gr. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur annars vegar og þau félög atvinnurekenda og einstak- ir atvinnurekendur hins vegar, sem skrifa nöfn sín undir samning þennan, koma sér saman um að greidd skuli verðlagsuppbót á laun allra starfsmanna, sem starfa í verzlunum, lyfjabúðum og skrifstofum samningsaðila, eft- ir sömu reglum og ríkið greiðir verðlagsupp- bót á laun embættismanna og starfsmanna í ríkisstofnunum, samkvæmt lögum nr. 77, 7. maí 1940. 2. gr. Starfsmenn í verzlunum, lyfjabúðum og í skrifstofum skulu samkvæmt samningi þess- um teljast allir þeir starfsmenn, sem taka laun fyrir störf við þessar starfsgreinir þeirra at- vinnurekenda, sem eru aðilar að samningi þessum, og ekki fá greidda verðlagsuppbót á laun sín samkvæmt sérstökum lögum eða samningum vegna annara starfsgreina. 3. gr. Greiðsla verðlagsuppbótarinnar eins og um ræðir í 1. gr. samnings þessa skal miðast við FRJÁLS VERZLUN að greidd sé eða greidd hafi verið verðlags- uppbót á launin frá 1. apríl 1940. Gjalddagi þeirrar verðlagsuppbótar, sem vangreidd kann að vera fyrir tímabilið frá 1. apríl 1940 til 1. ágúst 1940, skal vera 31. júlí n.k. 4. gr. Rísi ágreiningur út af samningi þessum, skal hann úrskurðaður af föstum gerðardómi, sem skipaður sé 3 mönnum, og skal einn skipaður af stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, annar af stjórn Verzlunarráðs íslands, en hinn þriðji af fjármálaráðherra ríkisins. Úr- skurður gerðardóms skal vera bindandi fyrir alla aðila. Kostnað við gerðardóminn greiðir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, nema at- vinnurekandi biðji um úrskurð gerðardóms, og skal hann þá sjálfur greiða þennan kostn- að, eftir mati gerðardómsins. 5. gr. Samningi þessum má segja upp með þriggja mánaða fyrirvara með tilkynningu í ábyrgð- arbréfi, en verði úr gildi numin lög nr. 77, 7. maí 1940, þau er um ræðir í 1. gr. samnings þessa, skal samningur þessi falla úr gildi án uppsagnar, frá sama tíma og umrædd lög ganga úr gildi. Reykjavík, 29. júlí 1940. Verzlwnarmannafélag Reykjavíkur: F. O. Johnson. Elís Ó. Guðmundsson. Félag ísl. skókaupmanna: Stefán Gunnarsson. Verzl. Höfn: Dagbj. Sigurðsson. Skipaafgr. J. Zimsen: Erl. Pétursson. Félag matvörukaupmanna: Guðm. Guðjónsson. Félag ísl. stórkaupmanna: Eggert Kristjónsson. Vélsmiðjan Héðinn: Kristinn Guðjónsson. Veiðarfæraverzl. Geysir: Kristinn Markússon. H.f. Eim- skipafélag Islands: Sig. Guðmundsson. L. Andersen. Fé- lag ísl. iðnrekenda: Sigurjón Pétursson. Harald Faaberg. Félag búsálialdalcaupmanna í Reykjavílc: H. Biering. Gunnar Guðjónsson. H.f. Hamar: Ben. Gröndal. Lyf- salafélag íslands: P. L. Mogensen. H.f. Edda: Karl Þor- steins. G. Helgason & Melstcd H/f. Páll Melsted. Máln- ing & Jámvörur: Gunnbjörn Björnsson. Leðurverzl. Jóns Brynjólfssonar: Magnús J. Brynjólfsson. Félag kola- verzlana í Reykjavík: Geir Borg. Lárus G. Lúðvígsson. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda: Kristján Einarsson. Sjóváti'yggingarfélag íslands: Egill Daníelsson. Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar: Björn Pétursson. 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.