Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 29

Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 29
Þorlákur Ö. Johnson. Framhald af bls. 21. augastað á bi'ennisteinsnámunum hér á landi, sérstak- lega norðanlands, en ekki getað feng-ið þær keyptar eða leigðar. Loks tókst I. W. Busby 1858 að fá leigðar brennisteinsnámur i Krýsuvík, en af hverju sem það var, hafði rekstur þeirra ekki tekizt, heldur hafði leigu- málinn flækzt úr liöndum eins félags til annars. Ekki er alveg ljóst, hvernig Þorlákur kemst inn i þetta námu- mál, en af því sem bæði fyrr og siðar segir, er það full greinilegt, að hann hafði mestu trö/latrú á íslenzkum námurekstri. Það eitt er víst, að dr. Jón Hjaltalín land- læknir mun hafa átt einhvern hlut þar að. Nóg er með það, að fyrir milligöngu Þorláks og húsbónda hans er stofnað nýtt námufélag til að reka Krýsuvíkurnámurn- ar. Var Pile einn í hinu nýja félagi, og var svo til ætl- azt, að hann legði til skipakost til útflutningsins. Félag þetta sendi snemma á árinu 1868 dr. nokkurn Perkins til íslands til að rannsaka námurnar, og leizt honum svo vel á þæi', að þegar var ákveðið að senda heim skip með verkfæri og verkamenn, og vildi félagið nú reyna að komast yfir Reykjahliðar- og Þeystareykjanámurnar, og varð þó ekkert úr þei 'ri fyrirætlun, því samtímis fór C. G. Warnford Lock (Brennisteins-Lock) að bera víurnar í r>ámurnar nyrðra, og var Lock, með tilstyrk Þorláks, oft á ferðum um Island og hafði einhvern tíma milli 1870 og 1880 hald á námunum og rak þær um stund. Pile, húsbóndi Þorláks, var og um sama leyti, að und- irlagi hans, með þá fyrirætlun á prjónunum, að hefja mikinn útflntning á laxi frá Islandi, en sú vara var þá auðseld og í háu verði á Bretlandi. Var leitazt fyrir um leigu á ýmsum stórám hér á landi í því skyni, en ekk- ert varð úr þessu, án þess þó að sjáist hvað olli. Jón Sigurðsson hafði ekki síður hug á því en Þor- lákur, að draga íslandsverzlunina úr höndum Dana, og datt honum meðal annars i hug að koma á verzlunar- sambandi milli Noregs og íslands. Skrifaði hann Þorláki um málið, og spurðist fyrir hvort hann treysti sér til þess að gera nokkuð í þvi. Þorlákur þekkti norskan mann i London, Henrik Anderson, er vann hjá skipa- miðlarafirmanu H. C. Smith & Comp., og snei'i Þorlák- ur sér til hans með málefnið, en hann tók því vel, skrifaði Jóni til, bað hann um allar upplýsingar, og lofaði að gera það, sem hann gæti. Hann ritaði norskum f j ármálamanni um málið. Urðu þetta tildrögin til „Norske Samlaget“, sem um nokkui't skeið rak verzlun í Reykjavík og gerði út gufuskipið Jón Sigurðsson. Veitti Sigfús Eymundsson, sem var handgenginn maður þeim Jóni og Þorláki, því forstöðu. Norska samlag'ið lenti fljótlega í beyglum og leitaði þá þráfaldlega til Jóns Sigurðssonar um ráð, en hann aftur til Þorláks. Sérstaklega var gufuskipið Jón Sigurðsson, sem haft var bæði í millilandaferðum og strandferðum, mjög þungur baggi á félaginu. Virðist Jón hafa leitað ráða um þetta hjá Þorláki, sem sendi honum margskonar út- reikninga um afkomu skipaferða, og komst að þeirri niðurstöðu, að feiran væri fólg'in í því, að Jón Sigurðs- son væri of stórt skip að hafa í strandfei'ðum. Mikinn part ársins 1869 var Þorlákur i Reykjavík í FRJÁLS VERZLUN Umboði firmans R. B. Symington & Co. í Liverpool, til þess að tryggja skuldakröfur þeirra á hendur Svein- birni kaupmanni Jacobsen, en ekki hafði Þorlákur mikla ánægju af því starfi, því umbjóðendur hans refjuðust að mestu að greiða kaup hans. Á því ári reyndi Þorlákur samt að fá Fischer kaupmann í Reykjavík til að gangast fyrir því, að Reykjavíkurkaupmenn mynduðu með sér félagsskap til að kaupa gufuskip og hafa í millilanda- förum, og eins gerði hann tilraun til að kynna Englend- ingum íslenzkt saltkjöt. Árið 1870 vii'ðist ekki hafa verið eins viðburðaríkt eins og hin fyrri. Þá hefir Þorlákur að vísu, að beiðni síra Stefán Thorarensens á Kálfatjörn, ritað spönsku firma um milliðalausa saltfiskverzlun og fengið svo góð svör, að hann talar um að fá þá til „að senda skip til Spánar sjálfir". Þá tókst honum einnig að fá húsbónda sinn til þess, að láta skip, sem hann þurfti að senda til Archangelsk við Hvítahaf, koma til Austfjarða á baka- leiðinni, til þess að kaupa þar fé. Á þessu ári lætur Þorlákur taka sýnishorn af surtar- brandi á íslandi, og meðal annars fær hann föður sinn til þess að senda sér sýnishorn frá Brjánslæk. Var ætl- unin sú, að reyna að breyta surtarbrandinum í viðarkol. Var gerð rannsókn þar að lútandi, og kom í ljós að við- arkolin, sem úr surtai'brandinum voru gerð, voru fram- úrskarandi góð. Nú vildu Pile & Co. taka að sér málið og fá einkaleyfi til þessarar vinnslu, og var Þoi'lákur sendur til Islands til þess að umgangast þetta; hafði hann með sér mann til að búa til viðarkolin og allmikið af verkfærum. Var Þorlákur heima á Islandi í 2 mán- uði, og var athugaður surtarbrandur á Brjánslæk og í Stigahlið, og fannst þá jafnframt nokkuð af járnsteini og kopar, sem rannsakað var en reyndist fánýtt. Er Þorlákur var heima á íslandi hafði hann gert samning um námureksturinn við prestinn á Brjánslæk, en prestur gat ekki gert samninga nema fyrir þann tíma, sem hann sæti jörðina; var því enginn árafjöldi tiltekinn, og varð það reksti’inum að falli, að ekki var hægt að tímabinda rekstursleyfið. Þar með má heita, að starfi Þorláks á Englandi hafi verið lokið, því haustið 1873 hvarf hann þaðan til Kaup- mannahafnar. Eins og sést af þessu yfirliti, hefir Þorlákur verið sofinn og vakinn í því þessi ár, að finna markaði fyrir Islenzkar vörur, sem hingað til ekki höfðu gengið kaup- um og sölum erlendis. Meðan Þorlákur var á Bretlandi kynntist hann fjölda rnerkra manna, og notaði þau sambönd sín vel, enda tók hann þátt í brezku félagslífi sem brezkur væri. Leituðu menn þar í landi ráða til hans um margt, er ísland snerti, enda var hann mikils metinn. Má bezt sjá það á því, að ýms lielztu blöð i Bretlandi birtu greinar eftir hann, auðvitað aðallega um íslenzk mál. Eru þær grein- ar margar talsins. Alltaf, þegar ráðizt var á ísland, sem allsekki var sjaldan, var hann þegar til fyrirsvars, og gekk hann sérstaklega vel á móti óhróðri, sem Richard F. Burton, ferðalangur, er siðar ritaði ómerkilega bók um Island, „Ultima Thule“, var að peðra úr sér bæði í ræðu og riti. Líklegt er, að það hafi verið eftir að Þor- lákur kom af Islandi 1872, að honum var boðið að flytja ei'indi i landfræðisfélaginu brezka, „The Royal Geo- 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.