Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 31

Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 31
graphical Society", í London um ísland, og mun þaÖ sennilega hafa verið eitthvað í sambandi við þvætting Burtons. Sýndi Þorlákur skuggamyndir með erindinu, og var gerður að hinn bezti rómur, enda var Þorlákur gerður heiðursfélagi félagsins. Pélag þetta er heims- frægt, og er í alfræðiorðabók, sem ég er að handleika, talið merkilegasta landfræðifélag í heimi; þetta var því fátíður heiður. Oft endranær flutti Þorlákur ei'indi um ísland í ýmsum merkum brezkum félögum. Meðan Þorlákur var á Englandi var auðvitað, að hann væri hægri hönd Jóns Sigurðssonar um allt þar í landi. Hann hafði á hendi afgreiðslu Bókmenntafélags- ins, og var afarötull að afla því meðlima. En auðvitað fór mestur tími hans í að afla sér þekkingar, ekki að- eins í verzlunarfræðum, heldur og hverju því, sem manni er gott að vita og kunna. Sem dæmi þess, hvað þekkingaráhugi hans var víðfeðmur, er það, að hann stundaði minnisstælingarnám við Pelmans School í Lond- on, alþekktri stofnun í þeirri grein. Þegar Þorlákur yfirgaf England 1873, var það ekki aðeins prýðilega sérmenntaður maður, heldur hámenntaður maður á al- menna vísu, sem lagði frá landi. Fi-h. ísland í erlendum blöðum frh. af bls. 9. Besta aug- lýsingingin í síðasta blaði. ALLSKONAR AUGLÝSINGA- TEIKNINGAR. YÖRUUMBÚÐIR, YÖRUMIÐAR, BÓKAKÁPUR, BRÉFHAUSAR, YÖRUMERKI. YERZLUNAR- MERKI, SIGLI. AUGLÝSINGASKRIFSTOFA TEIKKAHI: STEPAN JÓNSSOH v -J Myndin hér að neðan birtist í ensku blaði. Undir henni stendur að hún sýni hátíðahöld í Reykjavík í tilefni af komu brezku hermann- anna. Myndin mun vera frá Barnadeginum. Occupation Of Iceíandi Flokkar Míl<ur og kyrrstaða, Framhald af bls. 3. „--------Margir embættismenn eru starf- andi, sem væri hagnaður fyrir þjóðina að drægi sig í hlé á fullum launum frekar en að halda áfram moð-starfinu og fálminu. Hinir duglegu samverkamenn þeirra mundu vinna starf sitt betur án þeirra. Látum oss hreinsa burtu klaufana, dugleysingjana og þröngsýn- ar smásálir. Vort margþætta lýðræði þarfnast athugunar og eftirlits. Vér höfum mennina til að gera það. Látum þá taka við starfinu“. Svona talar einn skarpskygnasti og gáfað- asti blaðamaður Englendinga. — Þetta þolir brezka þjóðin að heyra og vill heyra — á þeim tíma, sem hún berst fyrir lífi sínu. Þegar einn maður gerist hér til að rita á svipuðum grundvelli, þjóta sumir upp með heilagri vand- lætingu og stimpla hann sem tækifærissinnað- an fávita, sem ekki hafi leyfi til að ræða um opinber mál. En þeir sem svo haga sér, geta vel lesið sér til gagns það, sem hér hefir verið þýtt eftir enska blaðamanninn. Orð hans eiga heima víð- ar en í Bretlandi, þau eru stíluð upp á slíka starfsmenn hins opinbera. Lýðræðið á íslandi byggist á því, ,,að hver skynbær og heiðarlegur maður geti látið í ljós skoðanir sínar án þvingunar". ❖ * ❖ FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.