Frjáls verslun - 01.07.1941, Blaðsíða 5
Hafberg var fyrstur deildarstjóri í járnvöru-
deildinni og var það til 1919, en síðan tók nú-
verandi deildarstjóri Jón Guðmundsson vio. I
nýlenduvöruverzluninni var fyrst deildarstjóri
Haraldur Sigurðsson, en síðan Marteinn Stein-
dórsson og var það þar til hann og Sigurgísli
Guðnason keyptu vörubirgðir verzlunarinnar og
stofnsettu nýja verzlun undir nafninu Ný-
lenduvöruverzlunin Jes Zimsen. Var það 1931.
Jes Zimsen var um skeið einn af mestu at-
hafnamönnum þessa bæjar, enda var hann
mjög áhugasamur fyrir öllum framförum,
einkum á sviði sjávarútvegsins. Hann komst í
kynni við þá menn, sem einna fremstir voru í
útgerðarmálum um aldamótin, en það voru
þeir Geir Zoega og Tryggvi Gunnarsson. Jes
gekk í félag með bræðrunum Birni Guðmunds-
syni kaupm. og Þorsteini fiskimatsmanni og
keyptu þeir kútterana Stjærnþ, Palmen og
Swift. Gerðu þeir skip þessi út í nokkur ár og
farnaðist þeim vel. Síðan komu botnvörpuskip-
in til sögunnar, því seglskipin þóttu nú of smá
og afkastalítil. Jes Zimsen varð fljótur til að
koma auga á nytsemi hinna nýju skipa og stofn-
aði hann fiskveiðahlutafélagið ísland ásamt
Birni Guðmundssyni, Hjalta Jónssyni, Þorsteini
Þorsteinssyni og fleiri mönnum. Var það árið
1908. Félag þetta starfaði í 25 ár og gekk því
vel. Var Jes Zimsen formaður þess og fram-
kvæmdastjóri frá byrjun og þar til tveim árum
áður en það hætti. Hann var einnig framkv.-
stjóri H.f. Belgaum í mörg ár.
Jes Zimsen hafði hinn mesta áhuga fyrir því
að hagnýta sjávarafurðirnar sem bezt og gera
þær verðmeiri en áður hafði verið. Einkum lagði
hann áherzlu á lýsisframleiðslu og framleiddi
Lann einnig fyrstur íslenzkt meðalalýsi og var
E. Rokstad í félagi með honum um þá starfsemi.
Hann var einnig framkvæmdamaður um allt sem
laut að rekstri íslenzka flotans, og í því sam-
bandi var hann framarlega í flokki um stofnun
þilskipaábyrgðarfélagsins og samtryggingar
botnvörpuskipaeigenda og fleiri fyrirtækja er
mikla þýðingu hafa fyrir útgerð fiskiskipa hér
á landi.
Þá er það ótalið, að Jes Zimsen var formaður
og framkvæmdastjóri Hins íslenzka steinolíufé-
lags, og síðustu ár æfi sinnar afgreiðslumaður
Sameinaða, að bróður sínum látnum.
ir
Jes Zimsen hafði með höndum svo umfangs-
mikla útgerðarstarfsemi, að hann gat lítið sinnt
verzlun sinni, og Helgi Helgason tók við þeim
störfum. Fyrst, er Zimsen eldri fluttist frá
Ilafnarfirði, hafði hann með sér starfsmenn
sína við verzlunina þar, og má nefna þá Th.
Mathiesen afgreiðslumann og Jón Jónsson skrif-
ara. Voru þeir báðir heimilisfastir í Hafnar-
firði fyrst um sinn og gengu heim til sín um
helgar, því þá voru engin farartæki á þessari
leið.
Eins og nærri má geta hefir starfað hinn
mesti fjöldi fólks við verzlunina síðan hún var
stofnuð, og skal geta þeirra, er starfa þar enn
og sem hafa gjört það um tugi ára, en það eru,
auk Helga Helgasonar, Rósa Þórarinsdóttir, sem
starfað hefir þar frá 1905, Sigurður Þorsteins-
son frá 1913, Jónas Helgason, frá 1913, Jón
Guðmundsson frá 1914 og Ásmundur Árnason
frá 1914. Auk þess má geta Þórarins Jónssonar,
sem starfaði þar frá aldamótum og þar til 1931,
er nýlenduvöruverzlunin hætti, enda var hann
þá orðinn fullra 76 ára.
★
Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það,
að verðlag er nú ekkert sambærilegt við það sem
var fyrir 30—50 árum síðan. Til fróðleiks um
þennan mikla mun má geta þess, að hurðarskrár
kostuðu 70 og 90 aura. Eitt sinn fékk verzlunin
sem sýnishorn vandaða skrá með einskonar
smekklás. Hún þurfti að kosta 5 kr., en enginn
lagði í að kaupa hana vegna verðsins, og eftir
að hún hafði legið í búðinni í 3—4 ár tók Helgi
Helgason hana og setti hana fyrir hús, er hann
Helgi Helgason
Jes Zimsen
Jón Guðmundsson
FRJÁLS VERZLUN
5