Frjáls verslun - 01.07.1941, Page 9
Þessar skoðanir Smiths höfðu mikil áhrif á
stjórnmálamenn, og má telja hann frömuð hinn-
ar frjálslyndu stefnu á sviði utanríkisverzlun-
ar, sem ruddi sér til rúms um og eftir miðja
19. öld. Án verzlunarfrelsisins hefði hin nýja
vélamenning aldrei getað skapað þann grund-
völl efnalegra framfara sem raun varð á.
Hér verður eigi tóm til að rekja kenningar
Smiths nánar í einstökum atriðum. Þær hafa
síðar verið ákaft gagnrýndar, og víst er um
það, að framfarir þær, sem hin nýja tækni og
hin nýja viðskiptastefna skópu, hafa ekki fært
mannkyninu óblandna hamingju. Hin aukna
efnalega velmegun skiptist ójafnt niður, og hefði
það án efa valdið Smith vonbrigðum, því enda
þótt ýmsir hafi talið Smith sem talsmann stór-
iðjuhölda og annarra auðkýfinga, er slíkt þó
eigi rétt, samúð hans var fyrst og fremst með
hinum fátækari stéttum þjóðfélagsin, og hann
bar kjarbætur þeirra fyrst og fremst fyrir
brjósti. Ágreiningur hans og sósíalista t. d. var
ekki um markmið heldur leiðir að takmarki.
Margir síðari áhangendur Smiths hafa líka
tekið dýpra í árina en hann gerði um nauðsyn
þess að athafnafrelsi einstaklingsins væri sem
mest, og hafa ýmsar öfgar í þá átt þannig ver-
ið eignaðar honum ranglega.
En hvað sem því líður ber jafnan að minnast
Smiths sem eins ótrauðasta og áhrifamesta
brautryðjenda verzlunarfrelsisins og þeirra
framfara sem án þess hefðu ekki átt sér stað,
og enn þann dag í dag geta allir þeir sem áhuga
hafa á því að kynna sér rök hinnar frjálslyndu
viðskiptastefnu lært mikið af hinu nær 170 ára
gömlu höfuðriti hans „Wealth of nations“ þar
sem rök þessarar stefnu eru sett fram á svo ó-
venju snjallan og Ijósan hátt.
35 ára verzlunarafmæli
Hinn 15. júlí 1906 byrjaði Halldór Jónasson kaup-
maður að reka verzlun á Siglufirði, og eru því um þess-
ar mundir 35 ár síðan firmað Halldór Jónasson á Siglu-
firði var stofnsett.
Halldór stofnaði verzlun sína um það leyti, er sild-
veiðar hófust frá Siglufirði, og voru það Norðmenn,
sem þann atvinnuveg hófu, eins og' kunnug't er. Náði
Halldór þegar miklum viðskiptum við Norðmenn og
aðra og rak verzlun sína með mildum dugnaði óg'
framsýni. I nokkur ár rak hann einnig brauðgerðarhús
í sambandi við verzlunina, og árið 1922 setti hann á
stofn vefnaðarvörudeild, sem hann rak ásamt nýlendu-
vörudeild sinni.
Lánsverzlun tíðkaðist lengi á Siglufiiði sem víðar
og fékk Halldór hennar vegna mörg áföll, eins og svó
margir fleiri, enda eru allar þær verzlanir, er störfuðu
þegar hann byrjaði, eða byrjuðu um svipað leyti, fyrir
löngu úr sögunni. Var sérstaklega áhættusamt að reka
verzlun á Siglufirði þau ár, er síldveiðar brugðust eða
gengu illa, ehda var sá atvinnuvegur miklu áhættu-
meiri þá en nú. Þeim sem þessar línur ritar er líka
kunnugt um, að árið 1924 tók Halldór saman skrá yfir
þá kaupmenn, er höfðu hætt að verzla eða orðið gjald-
þrota í þau 18 ár, er hann hafði þá verzlað, eða frá
1906—1924, en það voru 32 kaupmenn og fyrirtæki
og þar af 15 g'jaldþrota.
Um Halldór mætti skrifa margt merkilegt, en það
verður ekki gert í þessum fáu línum, enda kunnugt að
hann var maður stórvel gefinn, hagyrtur og vel mennt-
aður, þó sjálfmenntaður væri, maður sem með dugn-
aði og orðheldni skapaði sér álit innanlands sem utan
algerlega með eigin afli og framtaki. Þegar Halldór
lézt árið 1928 tók Hafliði sonur hans við verzluninni
og síðar Kristinn, og hafa þeir rekið hana ásamt konu
Halldórs, frú Kristinu, æ síðan. Vita allir að verzlunin
nýtur hvarvetna hins fyllsta trausts og álits.
Það er von flestra, sem frjáísri verzlun unna, að hið
frjálsa framtak eigi mikla framtíð fyrir höndum, og
sannast hér sem víðar að dugnaður og framsýni fær
miklu áorkað, þótt við ýmsa erfiðleilca og ágengni sé
að etja.
EÞir CASSO N :
„Fjórar skyldur „Ég hefi fjórar skyldur", sagði fram-
mínar“. kvæmdastjóri mjög góðs fyrirtækis.
„þær eru að læra, hugsa, undirbúa
framtíðarstörf og framkvæma þau“
þetta er góð lýsing á störfum duglegs framkvæmda-
stjóra. Hann á að verja næstum öllum tíma sínum
til Þess að vinna skapandi störf. Hann á að láta aðra
að mestu um hin daglegu störf.
Hann á aldrei að liætta að læra. Ilversu iðinn og
ástundunarsamur sem hann er, getur hann aldrei
lært allt.
Hann verður að vita livað er raunverulega að ger-
ast í öllum deildum fyrirtækisins. Ef hann er fyrir
stóru fyrirtæki, á hann að hafa hagfræðing sér við
hlið, sem sendir honum í sífellu upþlýsingar — tölur
og annað — um rekstur og gang fyrirtækisins.
Ef hann er framkvæmdastjóri stórfyrírtækis verð-
ur hann að hafa augun opin. Ilann verður að hafa
góða eftirtektárgáfu. Hann verður að taka eftir hvað
starfsfólk hans er að gera og gefa því Íe'iðbeiningar.
Hánn verður að læra moira en það, sem liann get-
ur lrert af fyrirtæki sínu einu. Hann getur lært af
bókúm, ferðalögum, samtölum og af mönnum, sem
hafá lagt stund á sérgreinar í kaupsýslu.
Hver sá, sem ver mestum tíma síns til að læra,
hugsa, undirbúa framtíðarstörf og framkvæma þáu,
hlýtur að hafa alla kosti til að byggja upp stórfyrir-
tæki.
FRJÁLS VERZLUN
9