Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Síða 10

Frjáls verslun - 01.07.1941, Síða 10
Starfsmannahold í verzlunum Sovét-Rússlands Eins og menn vita, er verzlun Rússa þjóð- nýtt eins og iðnaðurinn. Blöðin í landinu minnast sjaldan á stöðu afgreiðslufólksins í verzlununum og verja ekki miklu rúmi til þess, en við og við er þó hægt að lesa í rúss- neskum ritum um það, hvernig verzlunin er skipulögð. Fyrir nokkru síðan, nánar tiltekið 14. janúar 1941, birti ,,Pravda“, sem er aðal- málgagn Sovétstjórnarinnar, grein, sem er vel þess verð, að hún sé lesin með athygli. 1 þess- ari grein er nefnilega skrifað um starfsfólk vérzlananna í sambandi við sjálft fyrirkomu- lag rússneskra verzlana og stjórn þeirra. I greininni er gefið glöggt yfirlit yfir ár- angur rannsóknar, sem var látin fara fram á starfsfólki í eigi færri en 800 matvöruverzl- unum í Moskva, Leningrad, Kief, Baku og öðrum stórborgum í Sovétríkjunum. — Sam- kvæmt frásögn ,,Pravda“ leiddi rannsóknin í ljós, að allsstaðar er ,,gnótt verzlunarmanna og engin skynsamleg notkun á vinnuafli." Er bent á það sérstaklega, að í mörgum verzl- unum sé afgreiðslufólkið ekki nema einn þriðji hluti starfsmannanna, en hinsvegar hafði fjöldi starfsmanna við stjórn verzlananna og aðstoðarmanna í lægra flokki aukizt ískyggi- lega. Það sést af eftirfarandi dæmi: í matvöru- verzlun nr. 251 í Moskva voru aðeins níu af- greiðslumenn, en við sömu verzlun var for- í Sovjet-verzlun. stjóri, fjórir varaforstjórar, bókhaldari, einn aðstoðarmaður hans, og loks tíu aðstoðar- menn og konur við ýms óæðri störf. Það er ekki hægt annað að segja, en að tölurnar tali hvað stjórn fyrirtækisins viðkemur. I öðrum verzlunum þessa sama matvörusöluhrings vann fjöldi afgreiðslumanna 50%, í sumum 56,8% og í enn öðrum 41%. Að meðaltali eru 10 starfsmenn við stjórn verzlananna fyrir hverja 9 afgreiðslumenn, en í sumum hverfum borgarinnar er þó hægt að finna verzlun, þar sem aðeins starfa fjórir við stjórn fyrir jafn- marga afgreiðslumenn, þ. e. níu. Ekki er hægt að segja annað, en að þetta séu allmiklir gallar. En rannsóknin leiddi líka í ljós, að á fjölda starfsmanna í líkum störf- um, er óeðlilega mikill munur hjá verzlunum, sem hafa jafnmikla umsetningu. Til dæmis eru 29 starfsmenn í verzlun nr. 55, en 40 í verzlun nr. 53. Umsetningin er jafnmikil hjá báðum. I verzlun nr. 514 í Baku voru alls 22 starfsmenn, þar af 7 afgreiðslumenn, en í verzlun nr. 40 í sömu borg eru 15 starfsmenn, þar af 7 afgreiðslumenn. Umsetning þessara verzlana er næstum því hin sama, nefnilega 420,000 og 405,000 rúblur í hvorri um sig. f matvöruverzlununum nr. 8 og 12 í Moskva er umsetningin í hvorri verzlun um 1,1 milljón rúblur. f báðum þessum verzlunum er unnið með flokkaskiptingu, en í verzlun nr. 8 eru 42 starfsmenn, og í verzlun nr. 12, hvorki meira né minna en 56 manns. Það verður að teljast mjög misráðið, að smáverzlanir skuli nálgast stórverzlanir hvao snertir starfsmannafjölda við stjórn þeirra. Það eru stofnaðar margar deildir með for- stjórum, deildarstjórum, bókhöldurum o. s. frv. Sem dæmi þessa má nefna, að í 14 verz- unum í Leningrad voru fjöldi deildarstjóra og varamanna þeirra, einum fjórða hluta alls starfsmannafjöldans. Móti 206 afgreiðslu- mönnum í þessum verzlunum, koma 114 st j órnarmeðlimir. Að meðaltali voru ekki alveg tveir af- greiðslumenn fyrir hvern skrifstofumann í þessum matvöruverzlanahring. í matvöru- Frh. á hls. 25. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.