Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.07.1941, Qupperneq 19
Rússar og norrænir menn urðu að fara vopnlausir inn í Konstantínópel og í fylgd með leiðsögumönnum. legra afnota. í staðinn keyptu kaup- mennirnir að norðan allskonar dýrar vefnaðarvörur, vopn og skartgripi. Mikið af skartgripum þeim, sem tal- að er um í fornritum vorum, svo og vopn munu hafa komið frá Mikla- garði. Ekki voru kaupmennirnir að norðan vinsælir í Miklagarði. Þeir urðu að hafast við utan við borgar- múrana og máttu aðeins fara um eitt af hliðum borgarinnar, vopnlausir urðu þeir að vera og máttu ekki fara fleiri en 50 saman. Ekki máttu þeir hafa vetursetu við Bosporus. Er fram á aldir leið lentu Mikla- garðskaupmenn í deilum við ítali. Árið 1204 réðist „krossfara“-her á Miklagarð að undirlagi Feneyja- manna og tóku þeir boi’gina. Það voru fyrst og fremst viðskptahags- munir, sem lágu að baki þessarar HlutfalliS milli stærstu verzlunarflot- anna um 1650. Hollendingar áttu 16000 kaupskip, Englendingar U000, Frakkland 600. krossferðar. Eftir töku ítala tók borginni að hnigna nokkuð, en um mörg ár var hún þó enn öflug verzl- unarborg. Fleiri leiðir lágu til hinna auðugu Austurlanda en um Konstantínópel. Á hinum seinni miðöldum var mjög fjölfarinn lestavegur kaupmanna um FRJÁLS VERZLUN Bagdad til bæjanna á Palestínuströnd eða í Egyptalandi. Til Bagdad komu úlfaldalestir um Iran klyfjaðar hin- um dýra varningi frá hinum fjar- lægu og auðugu Austurlöndum. Skip fluttu svo vörurnar til Evrópu frá hafnarbæjunum við Miðjarðarhafið. En um 14—1500 hófst hin mesta óáran af styrjöldum á því svæðinu, sem verzlunarleiðirnar lágu um. Mongólar og Tyrkir börðust og svo lauk að Tyrkir tóku Miklagarð. Eft- ir hinar langvinnu styrjaldir og inn- rásir hálfvilltra þjóða var komið svo mikið ólag á vöruflutninga frá Ind- landi, að austrænar vörur urðu óhæfilega dýrar. Evrópumenn tóku því að athuga hvort ekki væri mögu- legt að finna nýjar viðskiptaleiðir til Austurlanda og þá einkum til Ind- lands og hófst nú hið glæsilega tíma- bil sögunnar, sem kennt er við landa- fundina miklu. En landafundirnir höfðu víðtæk- ari áhrif en -þau, að ný lönd voru fundin. Það komu einnig nýjar vör- ur á markaðinn. Nú varð gnægð af Antwerpen, hin mikla hafnarborg að fornu og nýju. gulli og silfri og orsakaði það gagn- gerða breytingu á verzlunarsviðinu. Fyrrum bannaði kirkjan samkvæmt Móselögum að taka vexti af lánuðu fé, en siðabótarmenn leyfðu það. Þótt undai’legt megi virðast var Gyð- ingum fyrst leyft að taka vexti af lánuðu fé, og var það ástæðan til þess að þeir komust yfir afarmikil auðæfi á miðöldum. Hins vegar var Gyðingum víða bannað að eiga jarð- eignir eða reka iðnað eða annan at- vinnurekstur en verzlun. Þeir voru þvi beinlínis neyddir til að fást við verzlun. Eins og nærri má geta voru vextir Gyðinganna ekki lágir. Til dæmis var árið 1360 leyft í Frakk- landi að taka 80% ársvexti. I lok miðalda voru þetta orðnir alg'engir vextir. Á Norðurlöndum lækkuðu vextir á siðaskiptatímanum niður i 5% og bar það vott um að nýr tími var runninn upp í fjárhagsmálum þessara landa. I fyrstu auðguðust Portúgalsmenn mest á verzluninni við Indland eftir hinum nýfundnu sjóleiðum. Frá 80% vextir voru ekki óalgengir á miðöldum. Lissabon gengu skip, er ríkið átti, til nýlendunnar Goa á Indlandi og fékk hið opinbera 30% toll af vörum þeim, er fluttar voru heim. Að öðru leyti var öllum Poi'túgalsmönnum heimilt að taka þátt í verzluninni. Talið var að ágóði af verzluninni hefði að meðaltali numið um 400%, enda vildu allir, sem vettlingi gátu „ valdið, taka þátt í verzlunarsigling- um og hrakaði mjög öðrum atvinnu- vegum landsins. Nýlendan Goa var miðstöð Portúgalsmanna á Indlandi. Auk þess áttu þeir Mólúkka-eyjar og fengu þaðan dýrar kryddvörur. En Portúg'alsmenn höfðu þá að- ferð að flytja vörurnar aðeins til Lissabon og aðrir áttu síðan að sækja þær þangað. Þetta var hin mesta villa og varð til þess að Hol- lendingar og Englendingar komu sér upp flota og náðu að lokum yfirráð- um yfir verzluninni i sínar hendur. Hollendingar urðu fyrstir til að leggja þær brautir, sem verzlunin fór síðan eftir um langan aldur, og á velgengni þessa timabils hefir þjóð- arbúskapur landsins byggzt allt til hinna síðustu tíma. í Hollandi og' Belgíu í’éðu Habsborgarar ríkjum og frá 1516 var hinn sami konungur þar og á Spáni. Borgin Antwerpen hafði forystuna. „Heimurinn er sem fing- urgull, en Antwerpen er steinninn í þeim hring“, sagði máltækið. Á kaup- höll borgarinnar hittust daglega 5000 kaupmenn og í höfninni gátu legið um 2500 skip og ekki var óalgengt að 500 skip færu á einum degi um ósa Schelde. Mestar voru samgöngur við Lissabon, en þangað voru sóttar hinar indversku vörur. Hollendingar dreifðu þeim síðan um Evrópu. Einn- ig voru sóttar ullarvörur til London og var unnið úr henni í verksmiðjum Flandern og Brabant, en þaðan komu frægustu dúkar þessa tíma. 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.