Frjáls verslun - 01.07.1941, Blaðsíða 23
föðurbróðurnum Brodie Duke og George W.
Watts í Baltimore. Duke-fjölskyldan lagði
fram 70,000 dollara og nýja félagið bætti við
tóbaksræktina og hirti eingöngu um að fram-
leiða fullunnið tóbak og kaupa uppskeru
bændanna.
Þótt James Buchanan væri yngstur í fyrir-
tækinu, gafst honum brátt tækifæri til að
sýna, hvað í hann væri spunnið. Hann hafði
komið auga á nýja tóbaksvörutegund: sígarett-
una. Framleiðsla hennar var enn í bernsku
og í Bandaríkjunum seldust einar 200 millj.
á ári.
James tókst brátt að sýna félögum sínum
fram á kosti þessarar vörutegundar, sem hann
ætlaði að gera að vöru fyrir allan heiminn:
Það var því ákveðið að James skyldi ráða, þótt
hann væri yngstur og hinir lúta boði hans.
Hann starfaði af afarmiklu kappi og er á leið
varð sígarettuframleiðslan meira gróðafyrir-
tæki, en þá hafði grunað.
Duke tók upp nýtízku aðferðir til þess að
vekja athygli almennings á vöru sinni. Hann
auglýsti meira en nokkur annar — varði
800,000 dollurum á ári til þeirra hluta. — I
hverju blaði, á hverjum húsvegg, kílómetra-
steini og símastaur gat að líta auglýsingar um
,,Duke of Durham“.
Eftir aðeins eitt ár var byggð ný verksmiðja
í Durham og jafnframt var ákveðið að reisa
verksmiðju í New York. Þangað var Duke
sendur til að sjá um sölu framleiðslunnar.
Hann komst að raun um það, að eftirspurnin
væri svo mikil, að engin leið væri að full-
nægja henni. Þá fyrst sýndi Duke raunveru-
lega hvílíkur dugnaðargarpur hann var. —
Hann hugsaði eingöngu um fyrirtækið og
sinnti engu öðru. Hann sparaði allt við sig,
sem hægt var og af 50,000 dollara launum
sínum lagði hann 49,500 aftur í fyrirtækið,
en lifði á 500 dollurum, minna en verkamenn
hans. Hann fékk það samþykkt, gegn mikilli
mótspyrnu þó, að enginn hluthafi, kvæntur
eða ókvæntur, mætti taka meira en 1000 doll-
ara úr fyrirtækinu á ári. Hann ætlaði fyrir-
tækinu að verða miklu stærra. Þegar á árinu
1885 var ársframleiðslan orðin einn milljarð-
ur sígarettna og voru það um tveir fimmtu
hlutar allrar neyzlunnar í Bandaríkjunum.
James hefir alltaf líkt eftir Rockefeller,
þegar um skipulag fyrii’tækis hans var að
ræða. Um þetta leyti réði Rockefeller yfir um
tíundu hlutum olíuframleiðslunnar í landinu.
Duke unni sér engrar hvíldar. Hann sá pant-
anirnar streyma inn, tækifærið brosa við sér,
en hann gat ekki gripið það. Svo fór ráða-
gerðin að fá á sig ákveðna mynd. Hversvegna
ekki steypa stóru fyrirtækjunum saman? Það
hlaut að auka fjármagn hans og völd og þá
var jafnvel hægt að brjótast inn á Evrópu-
markaðinn. Duke þurfti tvö ár til að fram-
kvæma samsteypu sína og árið 1890 var stofn-
aður tóbakshringurinn ,,The American Tobacco
Company“, sem sameinaði fjögur stærstu tó-
baksfyrirtækin félagi Dukes.
,,Ég vinn að aukinni umsetningu og skyn-
samlegu verzlunarfyrirkomulagi“, segir Duke
um samsteypuna. „Til þess að geta þjónað al-
menningi betur og ódýrar en nokkuð annað
fyrirtæki, þarfnast ég umsetningar. Við ósk-
uðum að auka tóbaksnotkunina og að selja
góðar vörur við sanngjörnu verði. Stefna okk-
ar hefir reynzt rétt. „Ameríska tóbaksverzl-
unin“ stækkaði svo ört, að áður en hún var
leyst upp — með stjórnartilskipun 1911, sem
var liður í baráttu Roosevelts gegn hringun-
um — var árleg umsetning 325 miljarðar doll-
ara. Við réðum 80% af allri tóbaksframleiðslu
heimsins. Vörur annara framleiðenda voru
seldar í öllum verzlunum um allt landið, en
okkar þóttu betri og seldust betur. Ég vildi
líka að við seldum jafnt sígarettur sem reyk-
tóbak. Um þetta leyti voru sígarettur seldar í
landinu fyrir 8 milljónir dollara — 2 milljarð-
ár sígarettna — en reyktóbak fyrir 100 millj.
dollara.
Fyrir litlu tóbaksekrurnar, sem Duke-fjöl-
skyldan byrjaði að rækta á sjöunda tug síð-
ustu aldar, var greitt árið 1890 eigi minna en
7,5 milljónir dollara. En þessar milljónir út-
veguðu amerísku tóbakskaupmönnunum for-
ingja, sem var James Duke. Það var þörf slíks
foringja, því að nú byrjuðu ensku keppinaut-
arnir að sækja á. Þá ákvað Duke, að bezt
væri að leggja sjálfur til orustu.
Hann fór til London 1901 og á fimm dög-
um undirbjó hann árásina og lét senda sér
„skotfæri“ símleiðis, fimm milljónir dollara.
Afskaplegar deilur hófust og vöktu þær al-
þjóðarathygli í marga mánuði. Ensku blöðin
studdu sína eigin framleiðendur og um tíma
birtu öll ensk blöð skopteikningar af „ósvífna
Bandaríkjamanninum“.
Duke segir svo frá, að hann hafi útvegað
sér upplýsingar um tóbaksiðnaðinn brezka og
hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að hann yrði
annaðhvort að kaupa Players- eða Ogden-
verksmiðjurnar. Hann fór fyrst til Players í
FRJÁLS VERZLUN
28