Frjáls verslun - 01.07.1941, Blaðsíða 27
Nýjar vörutegundir
Landbúnaður og iðnaður jarðarinnar eru í
hinum nánustu tengslum. Jarðargróður hefir
frá ómunatíð lagt iðnaðinum til efni þeirra
hluta, sem smíðaðir eru. Landbúnaðurinn hef-
ir lagt ullina til klæðagerðar, leður til skógerð-
ar, timbur til húsa o. s. frv., en nú virðist að
ýmsu leyti vera að renna upp ný öld. Þrátt
fyrir það þótt efnafræðingar hafi fundið upp
sæg af gerfiefnum, sem unnin eru úr málm-
um eða úr loftinu, þá heldur landbúnaðurinn
áfram að vera undirstaða iðnaðarins og með
hinni nýju tækni færist hann inn á nýjar og
nýjar brautir.
Bandaríkjamenn lifa að verulegu leyti á
landbúnaði og þeir hafa framkvæmt víðtæk-
ar rannsóknir á því, hvernig landbúnaðaraf-
urðir verði sem bezt hagnýttar í þágu iðnaðar-
ins. Velgengni í heiminum og atvinna almenn-
ings byggist að þeirra áliti ekki sízt á því að
rétt hlutfall sé á milli framleiðslu landbúnað-
arafurða og nota þeirra í þágu iðnaðarins.
Soya-baunin er ein af nýjustu vörutegundum
á heimsmarkaðinum, en hún hefir opnað land-
búnaðinum í Ameríku nýja möguleika. Upp-
runalega var hún ræktuð í Manchukuo og var
þar notuð til fóðurs. Það er aðeins skammt síð-
an að hún var ræktuð í stórum stíl af hvítum
mönnum. Á síðustu 10 árum hefir framleiðsl-
an í Ameríku aukizt úr 8 millj. skeppa upp í
80 millj. skeppa. Baunin getur þrifist á hinum
ólíkustu stöðum og er því þægilegri til rækt-
unar en ýmsar aðrar svipaðar jurtir. Hún hef-
ir verið ræktuð eftir vísindalegum aðferðum
þ'annig að olíumagn hennar hefir verið aukið.
Nú er soya-baunin orðin dýrasta afurð akur-
yrkjumanna í Bandaríkjunum og framleiðsla
hennar eykst sífellt.
Ennþá er mesta soya-baunaframleiðslan í
Austurlöndum, en þaðan fást 90% af heims-
framleiðslunni, sem er 13 milljónir smálesta.
í verksmiðjunum er olían unnin úr bauninni
FRJÁLS VERZLUN
og er hún notuð til hinna margvíslegustu
þarfa. Auk þess sem soya-baunin er notuð til
ýmislegrar matvælaframleiðslu, svo sem
smjörlíkis og bökunarfeiti, er hún mjög not-
uð í málningu, sápur, linoleum og til olíufafa.
Sérstaklega er hún hentug til bílamálningár.
Þegar olía hefir verið pressuð úr einni smá-
lest af baunum er eftir mikið af mjöli, sem er
ekki síður verðmætt en olían. Soya-mjölið er
notað í pappír, síróp, vatnsliti og fjölda margt
annað. Einnig er mjölið pressað saman þar til
úr því verður hart efni og er það notað í ým-
islegt, svo sem hurðarhúna, hnappa o. s. frv.
Úr soya-bauninni er einnig unnin hin bezta
gerfi-ull, sem til er. Þessari soja-ull má blanda
við bómull eða sauðull, og sumir telja að sá
tími muni koma að ull af kindum verði óþörf,
þegar framleiðsla soya-ullar hefir náð fullum
framförum.
Á síðari árum hefir mikið verið talað um
ýms gerfiefni, sem unnin eru úr mjólk. Efna-
fræðingar um víða veröld hafa lengi spreytt
sig á þessu viðfangsefni og hefir tekizt að hag-
nýta mjólkina til hinna margvíslegustu þarfa. I
Soya-baunin.