Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.07.1943, Qupperneq 2
Viðtal við Hallgrím Benediktsson: Viðskiptin á árinu 1943 „Frjáls verzlun" hefur átt viðtal við Hallgrím Benediktsson, formann Verzlunarráðs íslands, um ýmis atriði varðandi verzlunina á yfir- standandi ári og fer viðtalið hér á eftir: 1) Hvað getið þér sagt um afkomu og gang verzlunarinnar við útlönd á árinu 19 U3? Það er ennþá ógerlegt að segja með nokkurri vissu, hver verður hin endanlega niðurstaða af heildarviðskiptum þjóðarinnar við útlönd árið 1943. Fullnaðarskýrslur um verðmæti útflutn- ings og innflutnings liggja enn ekki fyrir. Þó eru nú þegar það miklar upplýsingar fyrir hendi, að gera verður ráð fyrir að verzlunar- jöfnuðurinn verði óhagstæður, enda nam verð- mæti útflutningsins til nóvemberloka kr. 213.583.000, en verðmæti innflutningsins kr. 226.322.000. Með öðrum orðum: verzlunarjöfn- uðurinn var það, sem af er árinu, óhagstæður um kr. 12.739.000. Þessar tölur sýna þó ekki rétta mynd af heildarútkomunni, því að á árinu hafa innstæður bankanna aukizt um talsvert á annað hundrað miljónir króna, og námu þær samtals kr. 436,4 milj. í lok nóvember. 2) Hvað segið þér um innflutningsverzlun- ina sérstaklega? Því verður ekki neitað, að vaxandi erfið- leika hefur gætt á því að útvega margskonar vörur, sem til landsins þarf að flytja. Þó hefur engan veginn verið hægt að tala um almennan vöruskort, enda þótt vöntun á einstökum vöru- tegundum hafi gert vart við sig um lengri eða skemmri tíma. Um vöruflokkaskiptingu innflutningsins í einstökum atriðum er það að segja, að hún hefur tekið allmiklum breytingum eins og eftirfar- andi tölur bera með sér. Þær sýna innflutning- inn jan.-okt. 1943 og til samanburðar innflutn- ing ársins 1942 í heild. 2 1942 allt árið. 1943 jan.—okt. Tonn Milj. kr. Tonn Milj.kr. Kornvara 21000 11.9 24.800 10.3 Sykur 5300 4.6 4.712 4.7 Kaffi og kryddvörur 666 2.4 1.477 4.2 Ávextir 1772 3.4 1.210 3.5 Grænmeti 1672 2.8 1.581 1.7 Vefnaðarv., tilb. föt o.fl. 2050 41.0 1.249 29.4 Skófatnaður 308 5.4 176 4.0 Byggingarefni 56408 29.8 44.000 29.4 Eldsneyti 176298 27.0 139.960 22.0 Vélar og áhöld 3037 21.7 3.000 25.0 Vagnar og flutn.tæki 2543 12.4 931 6.6 Áburður 3751 2.6 25 0.008 Fóðurvörur (ótaldar annarstaðar 2144 0.9 2.329 1.4 Um innflutninginn frá einstökum löndum er það að segja, að innkaupin hafa færzt í aukn- um mæli frá Bretlandi til Ameríku, og má nú segja, að innflutningur komi nú nálega allur frá þrem löndum, eða eins og hér segir: 1942 allt árið. 1943 jan.—okt. Bandaríkjunum .......... 96.1 milj. 130.3 milj. Bretlandi .............. 121.1 — 50.7 — Kanada ................. 20.0 — 17.7 — 3) Hvað er hægt að segja um þróun verðlags- ins á innfluttum vörum og almennt? Að sjálfsögðu hafa orðið margvíslegar breyt- ingar á verði hinna ýmsu innfluttu vara, og má yfirleitt segja, að þær hafi flestar stefnt til hækkunar. Um þróun verðlagsins innanlands er óþarft að ræða svo mjög. sem þau mál hafa verið á dagskrá undanfarna mánuði og raunar allt árið. Þó má minna á það, að í desember 1942 var vísitalan komin upp í 272 stig og hafði þá um nokkurt skeið farið mjög ört vaxandi, sérstaklega vísitala ýmissá innlendra FRJÁLS YERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.