Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 37
að byggja þarna fiskimjölsverksmiðju, en þegar hann var búinn að eyða í hana og vélakaup til henn- ar 500.000 frönkum, stakkst fyrirtækið á höfuðið — svo hrottalega, að það hefur ekki skotið upp kollinum síðan. Grunnurinn einn stendur ennþá sem einskonar bautasteinn yfir hinu ógæfusama, stein- dauða fyrirtæki. Þarna á eiðinu rísa upp klettar, ekki mjög háir, austast í Klifinu. Nefnast þeir Skansaklettar, en undir þeim skeði óvenjulegur harmleikur fyrir nær 100 árum. Þaníg var mál með vexti, að um miðja 19. öld var í Eyjum myllusmiður og kaupmaður sá útlendur, sem Julius Birck hét. Þennan kaupmann ásótti þunglyndi og dag nokkurn sést hann ramba með lítið kvartil í fanginu austur með Kiifinu, í stefnu á Skánsakletta. Hvað í þessu kvarteli var, mun engan hafa rent grun í, því ella myndi för Júlíusar, sem varð sú hans síðasta, með einhverjum ráðum hafa verið hindruð. Af því varð þó ekki og því fór sem fór. Þegar Júlíus sálugi var kominn spöl inn með klettinum, vel í hvarf frá bænum, settist hann klof- vega á kvartelið, kveikti á eldspítu og bar hana logandi að sætinu. Kvartelið var fullt af púðri og á næsta augnabliki kvað við ógurlegur brestur svo björgin nötruðu og fólkið í kaupstaðnum fölnaði upp af hræðslu. Þá var Julius sálugi Birck á leið til himna og reið helreið á púðurkvarteli. Nokkr- ar tætlur urðu samt eftir af honum á jörðunni og fundust þær þegar að var gáð í urðinni fyrir neðan klettana. Hér snerum við síra Jes við og héldum rakleitt inn í Herjólfsdal. Herjólfsdalur dregur nafn af Herjólfi þeim, er fyrstur nam land í Herjólfsdal. Sést bæjarstæði hans enn í dag og vottar þar fyrir rústum. Þjóð- sagnir herma að skriða hafi fallið á bæ Herjólfs Dalfjall. — Myndin er tekin rétt hjá Mormónapolli. PRJÁLS VERZLUN og grafið undir sér allt dautt og lifandi nema dóttur karls, er Vilborg hét. Átti skriðufall þetta að vera einskonar hefnd æðri máttarvalda fyrir það, að Herjólfur vildi engum vatn veita nema við verði — en í Herjólfsdal er nær eina vatnsbólið í Fyrir mynni Herjólfsdals. — Kletturinn t. h. á myndinni heitir Fiskhellar. Þar síga bjargmenn Eyjaskeggja á þjóöhátíðinni. Eyjum. Vilborg Herjólfsdóttir var hinsvegar væn mær og gustukasöm við fátæka, stalst hún oft til að gefa þeim vatn að næturlagi, er faðir hennar var í svefni. Einhverju sinni bar svo við, að Vilborg sat úti, nálægt bænum, að gera sér skó. Korn þá hrafn til hennar, tók annan skóinn og flaug burt með hann. Henni þótti fyrir að missa skó sinn, stóð á fætur og elti krumma. En er hún var komin spöl frá bænum féll skriða ein, undramikil, niður úr fjallinu, yfir bæ Herjólfs og gróf hann með öllu því, sem í honum var. Herjólfsdalur er girtur háum og bröttum hömr- um, nema til suðurs, þar er hann opinn. í dalnum hafa eyjaskeggjar haldið þjóðhátíð í fjóra tugi ára, nær samfleytt. Þessar þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum eru ef til vill einhver sérstæðustu og merkilegustu hátíða- höld, sem tekin hafa verið upp í íslenzku þjóðlífi í seinni tíð. Þangað flytur allur bærinn þá tvo daga, sem hátíðin stendur yfir. Þar dansa sjötugir og áttræðir öldungar, eru meira að segja oft potturinn og pannan í öllu f jörinu, og þar stíga börn og ung- lingar sín fyrstu dansspor. En því fer svo himinfjarri að þetta séu fyrst og fremst danshátíðir. Það er þjóðræknishátíð, íþrótta- hátíð, menningarhátíð. 1 sambandi við hana stunda Eyjaskeggjar sínar þjóðaríþróttir: róður, klifur og bjargsig. Þeir þreyta þar keppni við ýmsa fær- ustu íþróttamenn landsins í frjálsum íþróttum, þeir syngja, leika á hljóðfæri, halda ræður, fara í leiki, 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.