Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 35
Þorsteinn Jósepsson Einn dagur í Vestmannaeyjum Vorið 1942 dvaldi ég nokkura daga í Vestmanna- eyjum, meðfram til að kynnast athafnalífi, fólki, sögnum og siðum í þessari sérstæðustu byggð á íslandi. Þetta voru skemmtilegir dagar, að öðru leyti en því, að flesta dagana var veður þungbúið og oft rigning. Frásögn sú, sem hér fer á eftir, eru þankar úr dagbókarblöðum 27. apríl, en þá var eg búinn að vera 5 daga um kyrrt í Eyjum. Kvöldið áður en frásögnin hefst, var síra Jes Gíslason búinn að lofa því að fylgja mér nokkuð um Heimaey og sýna mér ýmsa sögustaði. Síra Jes er gagnfróður um sögu Vestmannaeyja og varð hann mér hin mesta fróð- leikslind, stoð og stytta þá daga, sem ég dvaldi í Eyjum. 27. apríl. Það var hvassviðri, öskugrár himinn og rigning- arútlit í dag. Klukkan 9 kný eg á dyrnar hjá alfræðiorðabók- inni minni um Vestmannaeyjar, síra Jes Gíslasyni, og við gengum út. Síra Jes verður hálfáttræður eftir nokkura daga, en það sést ekki á honum. Hann er eins og ung- lamb og gjarn á að bregða sér á leik, hvort heldur það er andlega eða líkamlega. — Það komst eg að raun um niðri í fjörunni fyrir vestan Slippinn, því þegar þangað kom, brá hann á „skátaskeið" eins og hann kallaði það. Hann tók með öðrum orðum til fótanna, svo hratt, að eg mátti hafa mig allan við til að halda í við hann. Og þetta gerir hann á hverjum morgni eldsnemma. Hann fer niður í fjöru, bregður á „skátaskeið" og hleypur allt hvað af tekur eftir endilangri fjörunni. I fyrstunni fanst mér það næsta broslegt að sjá hálfáttræðan öldung hlaupa eins og fábjána á hverjum morgni. En við það að kynnast séra Jes, kynnast æskuþrótti hans, þrátt fyrir elli, kynnast lífsgleði hans og leikandi fjöri, gjörbreyttist skoð- un mín á þessu athæfi svo, að eg ráðlegg ungum sem gömlum héðan í frá að fara í býti á fætur á FRJÁLS VERZLUN morgnana og bregða sér á „skátaskeið", annaðhvort áður eða um leið og þeir fara til vinnu. Hvort það væri t. d. ekki gaman að sjá alla vegfarendur í Austurstræti á harða hlaupum um níuleytið á morgnana! En nú erum það við síra Jes, sem hlaupum allt hvað fætur toga í sjávarmálinu í Vestmannaeyja- höfn. Það er ekki útlit fyrir annað en öldungurinn ætli að sprengja mig — eg gýt augunum ámátlega í áttina til hans, í þeirri von að eg sjái á honum mæði eða þreytu — en á því er ekkert útlit. Og hamingjan er rfiér hliðholl, nú sem oftar, því að í sömu andrá sem eg ætlaði að biðja Jes að hætta þessum andskota, eða hann gæti að öðrum kosti hlaupið einn, hlaupum við framhjá steinsteyptum húsgrunni á Eiðinu og þá stóðst síra Jes ekki mátið. Alfræðiorðabókin mín tók til starfa. Síra Jes hætti „skátaskeiðinu" og tók að skýra mér frá sögu þessa eyðilega húsgrunns, sem búinn var að standa auður og yfirgefinn um tugi ára. Það var einhver franskur ræðismaður, sem ætlaði Vestmannaeyjar —> höfnin, bœrinn og eldfjallið Helga- fell, sem gnœfir yfir bœinn meö fallegrí Vesúvíusar- lögun. 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.