Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 23
Lestaferö til Krýsivíkupr. — (llr bók Mackenzies). Þegar herramenn hittust í gamla daga Það var á hundadagatímanum fræga eða um 1810, sem skotskur barón, Mackenzie, Iagði leið sína til íslands með fríðu föruneyti. Barón- inn skrifaði stóra bók um för sína, skrýdda glæsilegum litmyndum, en hann hitti hér marga að máli og heimsótti m. a. Ólaf Stephensen í Viðey. Þeim, sem hafa gaman af að bera gamla tímann saman við þann nýja, þykir ef til vill fróðleikur að frásögn barónsins um heimsóknina til Viðeyjar og fer hún hér á eftir: Við töldum það skyldu okkar að fara í kurt- eisisheimsókn til Ólafs Stephensens leyndarráðs, sem fyrrum var landsstjóri. Okkur var sagt að honum væri ánægja að taka á móti okkur og fórum við síðan heim til hans, þar sem hann býr í eynni Viðey, sem er um það bil 3 mílur frá Reykjavík. Húsið er byggt úr steini og er hrörlegt að sjá að utan. Hinsvegar stendur Iiúsið á fögrum stað milli tveggja grænna hæða og hallar þá niður að sjónum. Vestan við það er snotur kirkja en þar messar presturinn í FRJÁLS VERZLUN Reykjavík þriðju hverja viku. Utan um kirkj- una er lítill garður umgirtur torfgarði. Bak við húsið eru smáhýsi fyrir vinnufólk og lengra frá fjós og fjárhús. Gamli herramaðurinn var klæddur í einkenn- isbúning danskra lífvarðarforingja og tók hann á móti okkur við húsdyrnar með mikilli kurteisi og virtist mjög ánægður yfir gestkomunni. — Hann bauð okkur inn í stórt herbergi, en í því voru gömul húsgögn, nokkrar stungumyndir, mannamyndir og skuggamyndir allmargar, en 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.