Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 17
meginstarf hans var stofnun og rekstur Kveld- úlfs, með umfangsmikilli útgerð, verksmiðju- í'ekstri og fiskverzlun víða um lönd. Tóku synir hans síðan við stjórn þessara fyrirtækja. Hugur Thor Jensen mun einnig allsnemma hafa hneigst að landbúnaði og hann velt því fyrir sér, hvert búskaparlag mundi hér hent- ast. Hann keypti Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og Melshús á Seltjarnarnesi, en stórbúskap hóf hann fyrir alvöru, er hann keypti Korpúlfs- staði í Mosfellssveit. Gerði hann þar stórbýli úr lítilli jörð og rak þar mikinn búskap í mörg ár. — Thor Jensen hefur verið fremur fáskiftinn um þau efni, sem ekki tóku beinlínis til verka- hrings hans og áhugaefna í atvinnumálum. En hann mun hafa fylgst vel með opinberum mál- um og haft á þeim ákveðnar skoðanir og ein- dregnar. Hann er einnig, að sögn, allvíðlesinn maður, t. d. vel að sér í fornum íslenzkum sögum og hefur haft áhuga á sumum nýjung- um í heimspeki. Thor Jensen er nú maður hniginn að aldri, nýlega orðinn áttræður, fæddur 3. desember 1863. Seinustu árin hefur hann að mestu sest í helgan stein og búið búi sínu á Lágafelli. Kona hans er Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir frá Hraunhöfn hjá Búðum, búsýslukona og merkiskona. Þau hafa eignast tólf börn. Thor Jensen hefur við ýms tækifæri sýnt örlæti sitt og vinarhug til ýmissa fyrirtækja og stofnana og verið stórgjöfull. Hann hefur gefið um 65 þús. kr. til annara fyrirtækja um líkt leyti og hann hefur gefið Verzlunarmannafélaginu hinn rausnarlega námssjóð. Saga Thor Jensen verður annars ekki rakin hér. Það er hvorutveggj a, að mig brestur per- sónulega þekkingu á henni og svo hitt, að sá þáttur hennar, sem út á við snýr, er miklu um- fangsmeiri en svo, að hann verði rakinn hér, því að þar koma jafnframt til álita ýmsir meginþættir í starfssögu þjóðarinnar á seinustu áratugum. En „Frjáls verzlun" hefur viljað minnast hans sem heiðursfélaga Verzlunarmannafélags- ins með þakklæti' fyrir góðan hug til félagsins og' fyrir stórhug hans, í þeirri von, að hinn nýi námssjóður hans eigi eftir að verða mörgum verzlunarmanni til styrktar og ánægju og menntun verzlunarstéttarinnar til eflingar. Vilhj. Þ. Gíslason. Alþingishátíðarbékin Á árunum 1874 til 1930 héldu Islendingar enga þjóðhátíð. Aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911 varð ekki þjóðhátíð í venjulegri merkingu þess orðs, en hefði vafalaust orðið það, ef skuggi hatrammra deilna um landsmálin og þá ekki sízt sambandsmálið, hefði ekki hvíit yfir landinu. Islendingar voru ekki í hátíðaskapi 1908 og ár- in þar næstu á eftir. Það gegndi öðru máli 1930. Kreppan var ekki enn skollin á og góðæri höfðu verið um nokkurn tíma. Þótt deilur risu þá all- hátt í landinu, eins og oft endranær, voru þær ekki þess valdandi, að þjóðin gæti ekki samein- ast um að halda afmæli Alþingis hátíðlegt, enda varð sú raunin á, að hún varð hinn mesti mann- fagnaður, sem verið hefur á þessu landi. H.f. Leiftur hefur unnið mjög gott verk með því að gefa út hina glæsilegu bók dr. Magnúsar Jónssonar um hátíðina. I bókinni er safnað sam- an öllu því helzta, sem hátíðina varðar, og rnynd- irnar eru bæði margar og ágætar. Það fer ekki hjá því, að hjá mörgum, sem á hátíðini voru og bókina lesa, rifjast upp g'óðar endurminningar, og ef til vill vaknar þá margt upp aftur, sem hefur hálfgleymst á þeim 13 árum, sem liðin eru. Á Alþingishátíðinni sýndu Islendingar göf- ugum fulltrúum stórra þjóða og smárra helgi- dóm sinn á Þingvöllum og birtu fyrir þeim sögu liðins tíma og þær vonir, sem tengdar eru við framtíðina. Hátíðin hefur vafalaust haft sína þýðingu, jafnt út á við og inn á við. Hún var glæsileg og þjóðinni til sóma. Bók dr. Magnúsar er kærkominn gestui'. Hún er ein af þeirn bókum, sem öllum mun þykja vænt um að eignast. Ný fyrirtœki o. fl. Söluturninn í Beykjavík. Ólafur Sveinsson er orð- inn einkaeigandi þeirrar verzlunar eftir lát föður síns, Sveins Gunnarssonar. Ó. V. Jóhannesson & Co, Reykjavík. Þorv. Þor- steinsson hefur fengið prókúruumboð fyrir það firma. Verzlunin Svalbarði, Reykjavík. Kristján P. Andrjesson hefur selt Gesti Guðmundssyni verzlun þessa. Nýja blómabúðin, Reykjavík, er rekin með ótak- markaðri ábyrgð af Hendrik Berndsen og Stefáni Thorarensen. Daníel Ólafsson, s. f., hefur hætt störfum. Verzlunin Stígandi, Reykjavík, er rekin af Jó- hannesi Bjarnasyni, með ótakmarkaðri ábyrgð. FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.