Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 8
mig upp hr. alþm. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, og tilkynnti mér að hann hefði með höndum 50 þúsund kr. fjárupphæð frá föður sínum Thor Jensen, sem væri gjöf frá honum til V. E. Óskaði Ólafur Thors jafn- framt að mega hafa persónulegt samtal við formann V. R. þennan sama dag kl. 1,45 e. h. og mundi hann þá um leið afhenda honum áð- urnefnda f járupphæð. Fór ég síðan á fund Ólafs á tilteknum tíma og tók á móti gjöf þesari 50 þús. kr., ásamt skjali dagsettu 17. sept. þ. á., er á var ritað tildrögin að þessari veglegu gjöf ög í hvaða skyni hún væri gefin V. E. (Skjal þetta er birt á næstu síðu í eftirmynd). Að loknu samtali mínu við hr. Ólaf Thors, bað eg hann að skila innilegri kveðju til gef- endans, föður hans Thor Jensen, með alúðar þakklæti fyrir hina höfðinglegu gjöf hans. — Óskaði eg þess jafnframt að stjórn V. E. mætti við fyrsta tækifæri, fá leyfi til að heimsækja föður hans að heimili hans, þegar bezt stæði á fyrir honum. Lofaði Ólafur að bera þessa ósk mína fram við föður sinn. Næsta dag, sem var sunnudagurinn 26. sept. boðaði eg til stjórnarfundar kl. 3 síðd., þar sem eg skírði stjórninni frá gjöf þessari og las upp bréf það er fylgdi gjöfinni. Afhenti eg síðan gjaldkera félagsins Stefáni G. Björnssyni, áð- ur nefndar 50 þús. krónur til varðveislu. Stakk eg síðan upp á að skipuð yrði 5 manna nefnd, er semja skyldi skipulagsskrá fyrir fyrirhugað- ann sjóð -og velja honum nafn. — í nefndina voru svo skipaðir: Hjörtur Hansson, Stefán G. Björnsson, Hall- Guttormsson, Hallgrímur Benediktsson, stór- kaupm., og Einar Ásmundsson, hrm. Var ákveðið að minnast ekki á gjöf þessa út á við að svo komnu máli, fyrr en búið væri að ganga frá skipulagsskránni og að því loknu skýra fyrst frá gjöf þessari, á sem ítarlegastan hátt í næsta blaði af „Frjáls verzlun". Því miður hefur blað þetta ekki náð því að koma út fyrir þennan aðalfund eins og þó var til ætlast. Boðaði ég svo síðan áður nefnda nefnd á fund, þar sem samþykkt var að fela Einari Ásmundssyni, hrm. að semja uppkast að skipulagsskránni. Þá er Einar Ásmundsson hafði lokið við samning uppkastsins, var nefndin á ný kólluð saman og endanlega gengið frá skipulags- skránni. Varð það að samkomulagi innan nefnd- arinar, að sjóður þessi skyldi bera nafnið „Námssjóður Thors Jensen". 8 Eftir að nefndin hafði gengið frá skipulags- skránni, þótti henni sjálfsagt að hún yrði borin undir Ölaf Thors, son gefandans, til yfirlesturs og athugunar. Samkv. yfirlýsingu Ólafs, þá hafði hann ekkert við skipulagsskrána að at- huga, og sagði að hún væri að öllu leyti í sam- ræmi við óskir gefandans. Á stjórnarfundi þriðjudaginn þann 2. nóv., voru eftirtaldir 3 stjórnarmeðlimir kosnir í sjóðstjórnina: Hjörtur Hansson, Stefán G. Björnsson og Adolf Björnsson. Gefandi sjóðsins hafði fyrir sína hönd til- nefnt í nefndina son sinn Hauk Thors, fram- kv.stj., sem er og samkv. skipulagsskránni for- maður nefndarinnar. — Verzlunarráð íslands tilnefndi Hallgrím Benediktsson, stórkaupm. Varamenn í sjóðstjórnina hafa aðalmenn hvor fyrir sig tilnefnt, og eru þeir þessir: Hjörtur Hansson tilnefndi Egil Guttormsson, Stefán G. Björnsson tilnefndi Þórarinn Björns- son, Adolf Björnsson tilnefndi Óskar A. Gísla- son, Hallgrímur Benediktsson tilnefndi Svein M. Sveinsson, og Haukur Thors hefur tilnefnt Jóhann Hafstein, lögfr. Sjóðstjórnin hefur enn ekki komið saman, en hún mun gera það á næstunni og þá skif ta með sér verkum og taka fyrir aðrar nauðsynlegar ákvarðanir í samræmi við skipulagsskrána. Að lokinni skýrslu sinni, minntist formaður Thors Jensen og rakti í fáum dráttum starfsfer- il hans og athafnalíf, og sagði að lokum: Um leið og eg hefi nú minnst í höfuðdráttum þess stóra viðburðar í félagi voru á liðnu starfsári, í sambandi við hina miklu gjöf er félaginu hlotn- aðist og heiðursfélaga vors Thors Jensen, þá leyfi eg mér, fyrir hönd félagsins, að árna þess- um stórmerka öldungi, Thor Jensen og konu hans, allra heilla á ófarinni æfibraut og bið fundarmenn að rísa úr sætum sínum í þakk- lætis- og virðingarskyni við Thor Jensen, sem nú fyllir áttunda tug æfi sinnar næstkom- andi 3. desember og hylla hann með ferföldu íslenzku húrrahrópi. Eindregið með lýðveldismálinu. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundin- um: — „Aðalfundur Verzlunarmannafélags Eeykja- víkur, haldinn 30. nóv. 1934, lýsir eindregið fylgi sínu við stofnun lýðveldis á Islandi, eigi síðar en 1. júní 1944". FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.