Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.07.1943, Qupperneq 25
I>essi my/td er úr bók Mackenzies og á aö sýna hvernig íslendingar litu út í byrjun seinustu aldar. þetta var ekki til mikillar prýði á hinum röku, hrörnandi veggjum. Húsið virtist líta svo út, sem það mundi ekki verða mjög mikið langlíf- ara en hinn gamli húsbóndi. Næsta herbergi, sem við komum inn í, var svefnherbergi gest- gjafa okkar, sem var mjög þægilegt og vel hitað frá ofni í einu horninu. Eftir stutt samtal um daginn og veginn fór gamli maðurinn að tala um heilsu sína og var mjög feginn er það kom á daginn að við gátum veitt honum bæði ráðleggingar og meðöl. (Nokkrum vikum seinna fengum við að vita að hvorttveggja hafði gefist vel). Meðan við biðum eftir matnum tók einn okkar af hendingu upp neftóbaksdós, sem ekki var mjög mikils virði, en dósirnar og tóbakið í þeim virtist falla húsbóndanum mjög vel í geð og gáfum við honum þá hvorttveggj a. Hann var ákaflega þakklátur og dró óðara upp úr vasa sínum einkennilegt tóbaksílát, silf- urbúið, en það var innlend vinna. Okkur þótti öllum dót þetta mjög fallegt en alt í einu stóð gamli maðurinn upp, gekk inn í annað her- bergi og kom með silfurdósir, miklu dýrmætari. Tók hann hinar dósirnar af manninum,- sem fékk þær, en rétti honum þessar og bað hann eiga. Var honum slík alvara að ómögulegt var að FRJÁLS VERZLUN neita þessari gjöf, þótt hún væri ólík þeirri, sem hann þáði. Síðan komumst við að því, að faðir hans hafði átt silfurdósirnar, og voru stafir hans á þeim. Okkur fannst mjög mikið tii um þá einlægu kurteisi, sem fólst í gjöfinni og því hvernig gefið var. Þegar tími var til kominn, var okkur sagt, að matur væri tilbúinn. Það gerði lagleg, ung stúlka, sem var klædd í íslenzkan búning. I herbergi því, sem við komum fyrst inn í, var nú dúkað borð og vínflaska við hvern disk. Það setti að okkur dálítinn ótta, er við sáum flösk- urnar, því okkur datt í hug að við mundum ef til vill verða þvingaðir til drykkju, að dönsk- um sið. Fyrst fengum við sagósúpu og var hún vel veitt. Því næst var á borð borin steik og tókum við vel til matar okkar. Við höfðum drukkið nokkur glös af víni, þegar einkenni- lega gerður silfurbikar var settur á borðið. Hús- þóndi fyllti bikarinn á barma og setti lokið yfir. Rétti hann siðan ilátið þeim, sem næstur honum sat með þeim ummælum að honum bæri að taka lokið af og sjá hvort ekki væri vel fullt, en síðan lyfti hann bikarnum og bauð okkur velkomna. Hann bað okkur afsaka að Fvamh. á síðu 27. 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.