Frjáls verslun - 01.07.1943, Qupperneq 39
rabba saman, elska kærusturnar sínar og drekka
sig hálfa — stundum fulla.
Þjóðlegasta íþróttin þeirra er bjargsigið, sem
færustu bjargmennirnir sýna á hverri einustu þjóð-
hátíð. Það er líka íþrótt, sem segir sex, en getur
komið aðkomnum áhorfanda til að loka augunum
og sundla af fífldirfsku þessara manna. Það út af
fyrir sig, að mennirnir ganga óbundnir og svo að
segja með hendurnar í vösunum upp þver-
hníptan bjargvegginn, kemur manni til að góna
af undrun og gapa af skelfingu. Og litlu seinna
koma þessir sömu menn svífandi í loftinu niður
bjargið — að vísu í böndum — en þó getur manni
ekki annað en blöskrað sú ofurdirfska og sú undra-
leikni að þora þarna niður og komast þangað heill
og óbrotinn. Það er óneitanlega eitthvað stórbrotið
við það, að sjá þá spyrna sér frá berginu með
svo fjaðurmagnaðri og stæltri mýkt, að undrun
sætir, sjá þá kastast með flughraða að því aftur,
og þegar maður býst við þeim öllum brákuðum og
brotnum — jafnvel í einni klessu — spyrna þeir
sér frá berginu á nýjan leik, léttari og stæltari en
nokkru sinni.
Við síra Jes göngum yfir í Kaplagjótu og þaðan
áfram suður að Mormónapolli. Þessi blessaður
pollur, sem á sínum tíma var mikill ágætispollur,
er í brimsorfnum hraunklöppum, þangað sem Ægir
konungur hefur skolað heilum björgum í útsynn-
ingsbrimgangi.Pytturinn sjálfur er hálfur annar til
tveggja metra djúpur og fullur af sjó. I honum
voru menn og konur, börn og gamalmenni skírð til
mormónatrúar eftir síðustu öld.
Þessi mormónatrúarsótt var ekki betri en hver
annar faraldur og ákaflega sóttnæm. Smitaði hún
á báða bóga og heltók menn unnvörpum, sóknar-
prestinum og öðru strang-lúthersku fólki til sárrar
hugraunar, angurs og armæðu. Kom svo langt, að
sóknarpresturinn, síra Brynjólfur á Ofanleiti kærði
útbreiðslustarfsemi mormóna og spunnust út af
þessu heit og langvarandi málaferli.
Annars er mormónatrú ein þau ágætustu trúar-
brögð, sem eg hefi heyrt getið. Maður mátti eiga
tíu, tuttugu eða jafnvel fleiri eiginkonur. Hvílík
gæfa! Og eg skil Vestmanneyingana (þ. e. karl-
fólkið) svo innilega, að þeir skyldu ólmir vilja
taka mormónatrú. Það hefði eg líka gert.
Það var að vísu einn galli á þessu öllu, og hann
var sá, að manni var stungið á bólakaf niður í
þennan bévítis Mormónapoll og haldið þar niðri í
ísköldu vatninu, þangað til sá, er skírður var, kom
auga á heilagan anda. Fólki gekk yfirleitt mis-
jafnlega að koma auga á það fyrirbrigði, en þegar
sú, að einhver hrafninn brunbaði eða mávurinn
gargaði — það gat verið hljóð frá æðra heimi —
blessun heilags anda yfir hinn nýskírða, sem nú
mannskepnurnar voru að dauða komnar af kulda,
bentu þær heldur á fýl eða ritu, heldur en að láta
öndina hrökklast svona að ófyrirsynju úr kroppn-
um. Væri fólkið hinsvegar mjög nærsýnt og sá
ekki neinn fugl, versnaði sagan. Þá var helzta vonin
Einn bezti og fœrasti sigmaður Vestmannaeyinga, Svavar
Þórarinsson, sígur í Fiskhellum.
skreið hugrakkur upp úr pyttskrattanum og sann-
færður um að hann hefði öðlast eilíft líf.
Annars eru mormónsku skírnarpyttirnir tveir til
í Vestmannaeyjum. Er annar þeirra við Ræningja-
tanga, hann heitir Mormónalón og það var aðal-
skírnarstaðurinn.
Ekki er mér kunnugt um hvort Vestmannaey-
ingar eru gripnir af nokkuru trúarbragðabrjálæði
nú á dögum, svo sem títt er í kauptúnum og kaup-
stöðum, þar sem allskonar trúarbragðaflokkar þjóta
upp eins og gorkúlur á haug. En mér þykir það
næsta óeðlilegt hafi þeir farið algerlega varhluta
af því fyrirbrigði.
Af því að eg minntist hér á trú og trúarbrögð,
get eg ekki stillt mig um að minnast eins kenni-
manns Vestmannaeyinga, sem var þar klerkur rétt
fyrir aldamótin 1800. Hann hét Högni Stefánsson
og mér finnst í ýmsu, að hann hafi verið nokkurs-
konar arftaki Jóns biskups Vídalín, enda þótt síra
Högni hafi aldrei biskup orðið. Báðir áttu þeir
sammerkt í því að þruma reiði sína og vandlætingu
úr prédikunarstól og ekki sveifst Högni þess, frem-
ur en Jón, að hýða sóknarbörn sín með reiðilestri
FRJÁLS VERZLUN
39