Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 41
í kirkju, ef honum mislíkaði á einhvern hátt við þau. Fræg er áminningarræða hans yfir tveimur sjósóknurum sem klerki fannst að tefldu svo fífl- djarft á sjóinn, að ekki mætti óátalið vera. Eitt sinn er báðir þessir formenn voru viðstaddir guðs- þjónustu hjá presti, notaði hann tækifærið og hellti úr skálum reiði sinnar í prédikunarstólnum. Hann sagði að það væri „djöfulleg öfund, svívirðileg of- dirfska, skaðleg metorðagirnd og skammarlega fíflsleg og straffsverð kappgirni, sem hefði dregið þá á sjóinn“. Hann líkti þeim við „líflausa saka- menn, forflótta þorpara og útstrokna þræla“, og sagði að þeir hefðu framið „líðilegt asnastrik" og „forsmáð framboðna hjálparhönd drottins eins og samvizkulausir níðingar og þrálátir syndaþrælar". Þeir yrðu að „keppast um hluti sína í helvíti og gjalda þar manntal með eilífum kvölum vegna þess að þeir hefðu legið við bölvaða stjóra ágirnd- ar, metnaðar, fíflsku og kappgirni“. Þannig ham- aðist klerkur í ræðu sinni þar til annar formann- anna stóðst ekki mátið lengur og rauk út, en hinn dró hött á höfuð sér og lét hann slúta svo langt niður að enginn fengi séð litvörp andlitsins. Hvaða klerkur þorir nú á dögum að þruma þannig í kirkju? Mundu menn dotta og sofa undir prédikun- inni ef þeir ættu von á slíkum lestri? Það var tími til kominn fyrir okkur síra Jes að halda í áttina heim. Á leiðinni eru Gíslaklettar, svokallaðir, en þar skeði átakanlegur harmleikur á 17. öld, efniviður fyrir rithöfunda og skáld, ekki síður en barneign Ragnheiðar sálugu frá Skál- holti eða óbótamál Jóns heitins á Rein. Við Gíslakletta var í gamla daga grjótbyrgi eitt og í því ræður ung kona niðurlögum bónda síns með aðstoð systur sinnar og stúlkukindur einnar, sem þær fengu í lið með sér. Morðið var framið með þeim hætti, að fyrst helltu kvensniftirnar manninn útúrdrukkinn, börðu hann síðan í höfuðið með grjóti og veltu loks byrginu, í hverju atburður þessi fór fram, yfir hann. Þar fannst hann daginn eftir, hræðilega limlestur. Voru tólf áverkar á höfði hans, annað eyrað nokkuð frá höfðinu aftanverðu rifið, höfuðskelin brotin og mikið af heilanum út- fallið. í fyrstu var illvirki þetta kennt álfum, en nærri ári síðar tóku böndin að berast að þeim systrum og stúlkukind þeirri, sem var í vitorði með þeim. Komust þær allar undan dauðahegningu, þær systur með því að þverneita þátttöku í morðinu — þess í stað voru þær „fast og stórlega húðstrýktar á Al- þingi og útlægar dæmdar — en stúlkutetrið, sem í vitorði var með þeim, gat strokið úr haldi rétt áður en taka átti hana af lífi á Þingvöllum. Hafði hún játað hlutdeild sína í morðinu og var flutt sjúk — sem „kreppt og kararómagi og svo í yfir- liti sem afskræmileg og sóttlera" — til Þingvalla FRJÁLS VERZLUN og þar í haldi höfð, uns aftakan skyldi fram fara. En það var bara „kararómaginn kreppti", sem lék á verðina og strauk. Hún komst vestur undir Jökul og dó þar í hárri elli. Nákvœm eftirmynd af legsteininum yfir síra Jón píslar- vott. Legsteinninn sjálfur er geymdur á Þjóöminjasafn- inu í Keykjavik. Nú eigum við aðeins eftir að skoða einn sögu- staðinn enn í hringrás okkar umhverfis bæinn. Sá sögustaður er Kirkjubær, en þar var prestssetur fyrrum. Frægastur presta þeirra, er þar sátu, var ógæfumaðurinn Jón Þorsteinsson, sem síðar hlaut nafnið píslarvottur. Lét hann líf sitt í Tyrkjaráninu alræmda 1627, og er þó talið að hérlent mann- grey — andlegur labbakútur — hafi ráðið séra Jóni bana. Var það gamall vinnumaður Jóns, er tali sig eiga honum grátt að gjalda, vísaði Tyrkj- um á fylgsni hans í helli í fjöruborðinu og vó hann með eigin hendi. Svo liðu ár, áratugir, aldir, og gröf Jóns píslar- votts gleymdist og týndist. En árið 1924 var bónd- inn á Kirkjubæ að stinga upp kartöflugarð, rak hann skóflu sína í stein og af því að honum hafði verið sagt að grjót væri óhentugt til kart- öfluræktar, ákvað hann að grafa hnullunginn upp og koma honum burt. Er til átti að taka, kom í ljós, að steinninn var gamall bautasteinn með greinilegri grafskrift yfir Jón Þorsteinsson. — Greftrinum var þá haldið áfram og von bráðar fannst líkkista, heilleg eikarkista, með lítið brák- uðu loki. Þegar hún var opnuð, var hún tóm, 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.