Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 43
nema hvað örlítið af mold hafði fallið niður í hana
og auk þess sást snjóhvít rönd í kistubotninum.
En það giskuðu menn á að væri mergur.
Göngu okkar er lokið í dag. Eg var þreyttur eftir
skátaskeiðið og gönguna, en samt var hungurtil-
finningin ennþá yfirsterkari. Eg flýtti mér heim
á Hótel Berg, át tvær „portionir" af mat, en var
þá svo uppþembdur og fullur að ég áræddi ekki út
fyrr en undir kvöld.
Um kvöldið skrapp eg til Þorsteins Johnson’s
bóksala. Þorsteinn var góðmennskan og prúð-
mennskan sjálf, sem vildi allt fyrir mig gera. En
góðmennskan fór að taka ísmeygilega stefnu þegar
hann vildi ólmur fylgja mér upp á Heimaklett.
(Sannleikurinn er nefnilega sá, að eg er lofthrædd-
asti maðurinn í allri veröldinni).
Eg spurði hvort það væri ekki bratt þangað upp.
Bratt! Jú, víst er það bratt. Það voru nokkur hengi-
flug upp að fara, og þau klöngrast maður upp í
stigum — vafalaust lausum stigum, sem riða til
og frá eins og puntstrá í stormi og með aðra
hverja rim brotna, en hina fúna. Þokkaleg til-
hugsun eða hitt þó heldur!
„Og svo förum við út á Yztaklett“ sagði Þor-
steinn, sem vildi sýna mér sem mest af fegurð eyj-
anna.
„Er það ekki hættulegt?"
„Nei, blessaðir verið þér. Það er aðeins á einum
stað, sem þarf ofurlitla aðgæzlu, á svokölluðum
Heljarstíg, en þar förum við bara á planka yfir“.
Nú tók hjartað fyrst fyrir alvöru að hoppa inni
í búknum á mér. Heljarstígur! Það var jú þar, sem
flestir hafa hrapað og beðið bana. Og nú átti eg
að ganga þarna á 20 cm. breiðum planka, stuðnings-
laus með öllu, í 200 m. hæð yfir sjó. Ef eg hrapa
— og eg er viss um að eg hrapa — þá spring eg
fyrst í loftinu (eftir því sem mér hefur verið
sagt), brýt síðan í mér hvert bein og loks hakka
gráðugir hákarlar mig í sig eins og hvern annan
venjulegan rauðmaga eða marhnút.
Nei, upp á Heimaklett væri lítill vegur að draga
mig ef mikið lægi við, en út á Yztaklett aldrei. Og
ef Þorsteinn Johnson eða einhver annar ætlar að
vera svo elskulegur að fylgja mér þangað upp í
fyrramálið eða seinna, þá drekk eg mig heldur
fullan í kvöld, ligg svo í timburmönnum eða ein-
hverjum öðrum hættulegum sjúkdómi í fyrramálið
— og þá er eg löglega forfallaður.
En skyldi eg þá þurfa að vera fullur og timbr-
aður alla þessa tíu daga, sem eg á eftir að vera í
Eyjum?
Viðtal við Hallgr. Benediktsson
Framh. af bls. 3.
Ameríku gegnir hinsvegar talsvert öðru máli.
I byrjun yfirstandandi árs skýrði núverandi
viðskiptamálaráðherra frá því á Alþingi, að
yfir 40 þúsund tonn af vörum biðu flutnings
í Ameríku. Þetta var vissulega mjög alvarlegt
ástand, þegar þess er gætt, að skipakostur sá,
sem við höfum yfir að ráða, var næsta takmark-
aður. Þó hefur rætzt úr þessu vonum framar,
enda þótt mörg firmu hafi þá sögu að segja,
að þau hafi fyrst fengið vörur sínar fluttar,
er þær höfðu beðið flutnings í jafnvel 12 mán-
uði eða meir. Annars má með sanni segja, að
flutningsmálin séu eitt alvarlegasta viðfangs-
efnið fyrir verzlunarstéttina.
6) HvaS haldið þér um innflutningshorfur
á næsta ári?
Um slíkt er erfitt að spá á slíkum tímum,
sem nú ganga yfir. Eftir því, sem ófriðurinn
stendur lengur, má þó gera ráð fyrir, að erfið-
ara verði um útvegun ýmissa vara en verið
hefur til þessa. Hömlur á framleiðslu margvís-
legra vörutegunda færast sífellt í aukana hjá
viðskiptaþjóðum okkar, og eykur slíkt jafnhliða
á erfiðleika okkar. Hins vegar ber þess að gæta,
að fsland framleiðir ýmsar mjög þýðingarmikl-
ar vörur, sem viðskiptaþjóðum okkar kemur
mjög vel að fá, og verður að vænta þess, að það
skapi okkur sterkari aðstöðu til aðdráttar.
Þannig fórust Hallgrími Benediktssyni orð,
og þakkar „Frjáls verzlun" honum fyrir við-
talið.
Ný fyrirtœki o. fl.
Innkaup h.f., Reykjavík. Tilg.: Að reka umboðs
og heildverzlun, miðlunarstörf og ýmiskonar erind-
isrekstur og leiðbeiningarstarfsemi. Einkum er fé-
laginu ætlað að annast útvegun á allskonar nauð-
synjum, áhöldum og tækjum fyrir heimili, skóla,
sjúkrahús, gistihús, veitingastaði og aðrar slíkar
stofnanir. Ennfremur að annast umboðsmennsku
og erindisrekstur fyrir slíkar stofnanir, leiðbein-
ingar um ferðalög og erindisrekstur fyrir ferða-
menn og þ. u. 1. Félagið mun leita' samvinnu við
þá aðila, félög og einstaklinga, sem hér eiga hlut að
máli, og er gert ráð fyrir því, að þeir njóti hlut-
deildar í ágóða, eftir því sem atvik leyfa að dómi
aðalfundar. Hlutafé er kr. 115 þús. Stjórn: Gunnar
Einarsson, Guðjón F. Teitsson og Vilmundur Jóns-
son.
Fram h.f., Vestmannaeyjum, hefur veitt Ágústi
V. Matthíassyni prókúruumboð.
FRJÁLS VERZLUN
43