Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1950, Síða 13

Frjáls verslun - 01.08.1950, Síða 13
ur. Ef til vill væri eðlilegast að fylgja opinberum starfsmönnum algjörlega, hvað snertir kaup og kjör, en væntanlega verður ákvörðun í þessum efnum tekin mjög fljótlega. Þá er það ekki síður nauðsynlegt að sameina öll verzlunarmannafélög (launþegafélög) á landinu undir eitt merki, og ætti V. R. að hafa for- ystu í því. Slíkt verzlunarmannasamband gæti orðið sterkur aðili í þessum málum. Stjórn- og launakjara- nefnd V. R. eru sér þess fyllilega meðvitandi, að fram úr þessum málum verður að ráða fljótt og vel, og mun ekkert látið ósparað til að svo megi takast. Að lokum vil ég svo þakka meðnefndarmönnum mín- um, þeim Björgúlfi Sigurðssyni, Njáli Símonarsyni, Bjarna Halldórssyni, Einari Elíassyni, Ólafi Stefáns- syni og Daníel Gíslasyni ágætt samstarf, en þó sérstak- lega flyt ég formanni félagsins, Guðjóni Einarssyni og varaformanni þess, Sveinbirni Árnasyni, mínar beztu þakkir fyrir þau störf, sem þeir unnu í sambandi við þessi mál. Samningur um launakjör verzlunarfólks milli Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis og launasamninganefndar Verzlun- arráðs íslands, fyrir hönd sérgreinafélaga kaupsýslu- manna, annarsvegar og Verzlunarmannafélags Reykja- víkur hinsvegar. um breytingu á samningi frá 3. marz 1948. 1. gr. Allir launþegar, er heyra undir A-lið 1. og 2. flokk og B-lið 1. flokks, skulu fá greidda 15% kau])- uppbót á grunnkaup það, sem ákveðið var með samn- ingi áðurgreindra aðila þ. 3. marz 1948 með áorðinni breytingu sbr. 5. gr. laga um gengisskráningu, launa- breytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o. fl. frá 18. marz 1950, en þeir, sem heyra undir alla aðra flokka, skulu fá 17% kaupuppbót. Kaupuppbótin greiðist frá 1. júlí að telja, og skal greiða kaupgjalds- vísitölu á liana sem annað kaup. 2. gr. Samningur þessi gengur í gildi, þegar rík- isstjórnin hefur látið birta þá hækkun á álagningu, sem lofað hefur verið. 3. gr. I stað tveggja fyrstu málsgreina 13. gr. samningsins (aftur að orðunum: Með þessum . ..) komi: Samningur þessi gildir til 1. janúar 1951, en fram- lengist sjálfkrafa verði honum ekki sagt upp af öðr- um hvorum samningsaðila. Uppsagnarfrestur skal vera einn mánuður. Reykjavík, 10. ágúst 1950. F. h. stjórnar Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Sigfús Sigurhjartarson, H. Sigtryggsson, Þorl. Ottesen. (sign.) (sign.) (sign.) Bókadálkur TVÆR ÞJÓÐLÍFSBÆKUR eftir Oscar Clausen. — Ið- unnarútgáfan. Skyggnir íslendingar. Þessi bók geymir aragrúa af sögnum um fyrirbæri, er skyggnir menn hafa haft frá að segja á síðustu öldum. Sögumenn eru um 50 skyggnisgæddir menn og konur, flest hið nafnkennd- asta af slíku fólki, og er að mörgu leyti ágætt að hafa frásögum þessum safnað saman í eitt rit. Þær eru margar merkilegar og sjálfsagt engin ástæða að ef- ast um sannleiksgildi þeirra. Ævikjör og aldarfar. Þarna rilar Oscar Clausen fjórtán þætti um menn og málefni og tekst vel upp, eins og hans var von og vísa. Allir eru þættirnir fróð- legir og skemmtilegir aflestrar, lýsa flestir „ævikjörum og aldarfari“ á síðustu öld eða byrjun þessarar. Má þar einkum nefna ritgerð um Emil Nielsen, fyrsta fram- kvæmdastjóra Eimskipafélagsins, tvær greinar um Jón Sigurðsson, eina um Stefán Gunnlaugsson bæjar- fógeta og syni hans og tvær um síldveiðar á Faxaflóa og Breiðafirði á árum áður. Oscar Clausen er búinn að vinna þarft verk með fræðimennsku sinni, og er óskandi að honum gefist enn tóm til að sinna þessum hugðarefnum sínum, því maðurinn er orðinn hafsjór af gömlum fróðleik. Hann hefur hið bezta lag á að skrifa alþýðleg fræði við al- þýðuhæfi og nær þannig lífrænni tilgangi en margur lærdómsmaðurinn, sem keyrir viðfangsefni sín í viðj- ar freðinna röksemda og beingaddaðs stílsmáta. Osc- ar Clausen er svo mátulega hátíðlegur í frásögn og orðfari, þótt einstöku setning sé kannski ofurlítið „dönskuskotin“. Báðar ofangreindar bækur eru alls góðs maklegar. Ytri frágangur er einnig ákjósanlegur. F. h. Launasamninganefndar Helgi Bergsson, (sign.) S. Kristjánsson. (sign.) Verzlunarráðs íslands. Hjörtur Jónsson. (sign.) Karl Þorsteins. (sign). F. h. Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Þórir Hall. Njáll Símonarson. Björgúlfur Sigurðss.. (sign.) (sign.) (sign.) Ólafur Stefánsson, Daníel Gíslason, Bjarni Halldórss. (sign.) (sign.) (sign.) Einar Elíasson. (sign.) FRJÁLS verzlun 117

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.