Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Qupperneq 3

Frjáls verslun - 01.10.1950, Qupperneq 3
STJÓRN OG GRUNDVALLARHUGMYND. Öll Marshall-ríkin eru þátttakendur í Greiðslubanda- laginu. Stjórn þess er í höndum 7 íulltrúa, sem til- nefndir eru af Marshall-stofnuninni í París til eins árs í senn. Alþjóðabankinn í Basel (Bank for Inter- national Settlement) armast í umboði O.E.E.C. fram- kvæmd greiðsluviðskiptanna samkvæmt fyrirmælum stjórnarnefndar E.P.U. Grundvallarhugmynd E.P.U. er sú, að fyrir tilverkn- að þessarar stofnunar verði það mögulegt, að sá gjald- eyrir, sem hvert þátttökuríkjanna fær greitt frá öðru, hvort heldur er fyrir vörur eða þjónustu, verði yfir- færður til hvers annars þátttökuríkis, sem vera skal, eftir því sem þörf krefur til jöfnunar á greiðsluhalla við hlutaðeigandi land. Samkvæmt þessu á greiðslu- afstaðan gagnvart einstökum þátttökuríkjum héðan í frá að skipta minna máli en afstaðan gagnvart Greiðslubandalaginu, skuld eða inneign hjá því, að vera aðalatriðið. Með öðrum orðum, greiðslujöfnuður- inn gagnvart öllum þátttökuríkjunum í heild, en ekki hverju einstöku þeirra, verður það, sem máli skiptir. Þetta verður framkvæmt með þeim hætti, að hvert þátttökuríkjanna opnar reikning hjá Greiðslubanda- laginu, Alþjóðabankanum í Basel. Síðan tilkynir þjóð- banki hvers þátttökuríkis Alþjóðabankanum mánaðar- lega inneign eða skuld þjóðbanka allra annarra þátt- tökuríkja á reikningi hjá sér. Alþjóðabankinn gerir síðan upp greiðsluaðstöðu hvers.lands gagnvart hinum þátttökuríkjunum og ber hana saman við aðstöðuna 1. júlí 1950, en þá er E.P.U. talið hefja starfsemi sína. LÁNARDROTTNAR OG SKULDUNAUTAR. Af framansögðu leiðir, að samanlagðir greiðsluaf- gangar og greiðsluhallar allra þáttlökuríkjanna munu verða jafnháir. Hins vegar munu hin ýmsu þátttöku- ríki ýmist hafa greiðsluafgang eða greiðsluhalla gagn- vart E.P.U. Til jöfnunar þesssu mun hvert ríkjanna fá ákveðinn kvóta í E.P.U. Innan marka hans munu skuldunautarnir fá lán frá E.P.U.-stofnuninni og lán- ardrottnar veita henni lán. Kvóti hvers ríkis er ákveð- inn 15% af heildartekjum og gjöldum þess í sam- skiptum við önnur þátttökuríki á árinu 1949. Sam- kvæmt því mun kvóti tslands vera áætlaður um 15 milljón dollara. Aðaltilgangur kvóta þessara er sá, að nota á þá til þess að halda gjaldeyrisaðstöðu hvers lands, skuld eða inneign hjá hinum þátttökuríkjunum, óbreyttri frá því sem hún var við starfsbyrjun E.P.U. 1. júlí 1950. Um notkun kvótanna eru þær reglur, að hvert ríkj- anna á rétt á láni frá E.P.U. allt að 60% af kvóta sín- um, og hverju þeirra ber jafnframt að veita E.P.U. lán að jafnháum hundraðshluta kvótans, eftir því hvort það verður skuldunautur eða lánardrottinn hinna þátttökuríkjanna á samningstímabilinu. Ef greiðsluhalli einhvers lands nemur allt að 20% af kvóta þess, er hallinn jafnaður eingöngu með láni frá E.P.U. Verði hallinn hlutfallslega meiri, er hann jafnaður með láni frá E.P.U. og jafnframt að hluta með gull- eða dollaragreiðslum frá skuldunautum. Gull- og dollaragreiðslurnar verða hlutfallslegd. hærri, eftir því sem hallinn nemur stærri hluta af kvótan- um og lánið frá E.P.U. þannig hlutfallslega lægra. Lánardrottnar fá 2% ársvexti af innstæðufé sínu hjá E.P.U. og skuldunautar greiða 2% vexti til stofn- unarinnar fyrir fyrstu 12 mánuðina, en 21/j>%, ef lánin eru til lengri tíma. Hvað snertir lánardrottna eða þá, sem hafa hag- stæðan greiðslujöfnuð, skal sú regla viðhöfð, að þeim ber að iána E.P.U. allt að 60% af kvótum sínum og fá 40% greidd í gulli. Ef greiðsluafgangur þeirra er 20% eða þar undir, skulu þau veita E.P.U. hann all- an að láni, en sé hann meiri, lána þau helming hans, en fá helminginn greiddan í gulli. Af þessum ástæðum eru líkur fyrir því, að gullgreiðslur E.P.U. til lánar- drottnanna verði meiri en gullgreiðslur skuldunaut- anna til E.P.U. Fé til þess að greiða þenna mismun fær E.P.U. frá Marshall-stofnuninni í París. MARSHALLFÉ OG GREIÐSLUBANDALAGIÐ. Það var frá upphafi ljóst, að E.P.U. myndi þurfa nokkurt fé til reksturs fram yfir það, sem lánardrottn- arnir létu því í té. Því var í fjárveitingu Bandaríkj- anna til Marshall-aðstoðarinnar árið 1950/1951 (reikn- ingsár O.E.E.C.) gert ráð fyrir, að E.P.U. fengi til ráðstöfunar allt að 600 milljónum dollara. Hugmynd- in er, að fé þessu verði varið í þrennum tilgangi. í fyrsta lagi til þess að jafna fyrrnefndan mismun, sem kann að verða á gullgreiðslum skuldunauta til E.P.U. og gullgreiðslum stofnunarinnar til lánardrottnanna. í öðru lagi til þess að mynda sérstakan varasjóð, sem grípa má til, ef eitthvert land lendir í greiðsluörðug- leikum, sem ekki voru fyrirsjáanlegir, þegar E.P.U. tók til starfa. 1 þriðja lagi skal verja þriðjungi fjár- ins til þess að láta þau lönd, sem við mestan gjaldeyr- isskortinn búa, fá byrjunarinneign hjá E.P.U. Slíka bráðabirgðaaðstoð fá aðeins þau lönd, sem vegna sér- stakra atvika munu fyrirsjáanlega hafa greiðsluhalla við hin þátttökuríkin. Þau lönd, sem þannig er ástatt fyrir, eru Austurríki, Grikkland, Holland og Island. Byrjunarinnstæða íslands hjá E.P.U. mun áætluð 4 milljónir dollara eða um 65 milljónir króna. Þessa FRJÁLSVERZLUN 139

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.