Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 7
son ætlaði sér fyrir konu og gjörði sér ferð alla leið austan af Síðu vestur á Snæfellsnes til þess að biðja hennar, en hún hafnaði honum og vildi heldur Haf- liða. — Sagt var um Hafliða, að liann væri harðdræg- ur og nízkur, en þó gat komið að honum að vera höfð- inglundaður. Þannig var það þegar marsvínin, 16 hundruð að tölu, rak í Kolgrafafirði árið 1812.1 Haf- liði átti Kolgrafir og sendi þá jafnskjótt í allar nálæg- ar sveitir, svo að menn gætu hagnýtt sér þennan feng og komið til hvalskurðar. Menn þustu að úr öllum áttum og notfærðu sér þetta í ríkum mæli, því hart var í búi hjá mönnum, vegna lítils vöruflutnings í kaupstaðina Jíessi árin. Hafliði tók iika tillit til þeirra vandræða og gaf helm- inginn af hvalnum, þannig að liver maður fékk jafn- mikið ókeypis og hann keypti. — Ríkið eða konungur átti líka land að Kolgrafafirði og hlut í hvalrekanum, en Stefán Scheving umboðsmaður seldi þann hluta allan og gekk hart eftir greiðslu, þrátt fyrir það að Sigurður Guðlaugsson sýslumaður legði til, að hlutur þess opinbera væri seldur með vægu verði, þar sem harðæri var svo mikið. —- Um þau hjónin, Hafliða og Kristínu, segir síra Einar Sæmundsen prestur á Setbergi, í manntalinu 1832, að þau séu „ráðsett gam- almenni, hagsýnust sjálfum sér.“2 Þá voru þau orðin gömul bæði og bjuggu enn í Grundarfirði, Hafliði var þá 75 ára en Kristín 84. — Síðar gáfu þau Arna sýslumanni Thorsteinsen í Krossnesi prófentu sína og fluttu til hans, en það voru mikil efni, bæði lausa- fé og fasteignir, og í Krossnesi dóu þau fjörgömul. Hafliði rak mikia verzlun fyrir aldamótin 1800 og fyrsta áratug 19. aldarinnar og græddi vel á henni m. a. vegna þess, að hann var í verzlunarsambandi við Olf Thorlacius á Bíldudal og síðar við Holger Clausen í Ólafsvík, sem seldi fyrir liann saltfisk hans verkað- an með skipum sínum til Spánar. Þannig fór Brygg- skip 30. ágúst 1798 frá Grundarfirði beint til Barce- lona hlaðið verkuðum fiski, sem það hafði tekið á þremur höfnum, Bíldudal, Ólafsvík og Grundarfirði.3 — Þeir fáu kaupmenn, sem á þeim tímum höfðu bol- magn til þess að sitja að Spánarmarkaðinum, fengu miklu hærra verð en aðrir fyrir fisk sinn og urðu allir efnaðir menn, og þanig var J)að um Hafliða Helgason. Bróðir Hafliða var Helgi borgari í Grundarfirði, en hann var lalsvert yngri 'en Hafliði og lifði hann rúm 20 ár. Hann var hæfileikamaður, en notaðist lítt að vegna óreglu, því að hann drakk mikið og voru þá engir fjármunir fastir í hendi hans. Hann sló um sig með dönsku og sletti óspart útlendum orðum, en ])að þótti fínt í ])á daga. Um það var þessi vísa ort :‘4 1 Espólín: Árbækur XII, 60. 2 Lskjs.: Ministerialbók Setbergs. 3 Plum: Historien o. s. frv., bls. 240. 4 Sbr. Vísnasyrpa Árna Hannessonar fræðimanns. Öll mín „Gage“5 6 í „Sj)andage“° gengur, ,,Emballage“7 fólk vill fá, furðu baga reikna má. Síðustu ár Hafliða í Grundarfirði var Jón Daníel- sen verzlunarjrjónn hjá honum og keypti svo húseignir hans., þegar hann fluttist í Krossnes. Jón var sonur Jóns Daníelssonar, sem bjó í Kirkjufelli og var hrepp- stjóri í Eyrarsveit. — Jón Danielsen var síðan lengi kaupmaður eða borgari í Grundarfirði og varð ríkur maður, en orðlagður fyrir harðdrægni og ýmsan yfir- gang í viðskiptum. Honum lýsir presturinn í fyrr- greindu manntali frá 1832 þannig, að hann sé „kænn, dulur og sérplæginn.“ Það orð lá á, að Jón ætti mikla peninga, en þeir koniu ekki fram að honum látnum og var trú manna, að hann hefði grafið þá í jörð ein- hversstaðar í hlíðinni upp undir Grundarfossi. Um þetta myndaðist sú þjóðsaga, að logar sæjust upp af gulli Jóns gamla þegar rökkva tók. — Stefán sonur Jóns8 * var ekki heima, þegar karl dó, en hann fór nokkru síðar að leita peninganna og hafði með sér gamlan hund, er karlinn hafði átt, en öll leit varð árangurslaus. Nú nnin hlau])in skriða yfir það svæði, þar sem haldið var að féð væri falið. Kona Jóns Dani- elsen var Guðrún, dóttir síra Jóns Hjaltalín á Breiða- bólstað, og var hún sómakona eins og hún átti kyn til. Samtímis Hafliða var Hallur Þorkelsson borgari i Grundarfirði og hafði hann verið í þjónustu Plums kaupmanns í Ólafsvík, siglt með honum og lært eitt- hvað í verzlunarfræði. — Hann er orðinn búsettur í Grundarfirði 1789° og Kristján sonur lians er fædd- ur })ar 1790. Kona hans hét Kristín Hákonardóttir. Verzlun sína rak Hallur í félagi við Bjarna nokkurn Magnússon, er var bróðir Jóns bónda á Melum á Skarðsströnd. Þeir félagar voru orðlagðir drykkju- slarkarar og sóuðu fé, svo að því kom, að þeir urðu fjárþrota og flosnuðu upp úr kaupstaðnum. Fór þá Bjarni að Melum til bróður síns, en Hallur hrökklað- ist inn að Akri í Hvammssveit.10 Hallur var lítill maður og nokkuð þrekinn, en var þrotinn að heilsu Jregar hann hætti verzlun og var það kennt slarki hans. Sá leiði kvilli þjáði hann, að hann gát ekki lialdið þvagi, en hann var oft á ferða- slangri og reið þá langa vegu; hafði hann þá um- búðir og lítinn kop]) í brókum sínum.11 — Oft var hálfgert rugl á Halli, eftir að hann var orðinn veik- ur og fjárhag hans fór að halla, og sagði hann þá einkennilega drauma, sem hann dreymdi. Einu sinni 5 Tekjur. 6 EySsla. 7 Umbúðir. 3 Stefán Daníelsson breppstjóri á Grund. ® Sbr. Jökla í Lskjs. 10 Lbs. 911 4tó. 11 S. st. FRJÁLSVERZLUN 143

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.