Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Síða 9

Frjáls verslun - 01.10.1950, Síða 9
Það er sjaldgæft, að afrekssaga víðkunns kaup- sýslumanns greini frá slíkri djörfung og líkamlegri þrautseigju sem saga Sir Jesse Boots (síðar Trents lávarðar), stofnanda Boots lyfjabúðanna, sem fædd- ist fyrir réttum hundrað árum. Slík var kaldhæðni örlaganna, að þessi mikli al- hafnamaður sem sjálfur þjáðist af ólæknandi sjúk- dómi síðari helming ævinnar, hóf verzlunarferil sinn með því að selja lyfja,- grös og síðar aBs konar lyf til þess að aðrir gætu sigrast á veikindum sín- um. Jesse Boots fæddist 2. júní 1850 í Notting- ham á Englandi. Hann var einkasonur Johns Boots, landhúnaðar- verkamanns, sem auk þess rak verzlun með lyfjagrös. Hann fór oft með föður sínum í grasa- leit; en hefur áreiðanlega verið ókunnugt um þá grasafræði, sem faðir hans hafði numið. Faðir- inn hafði fyrst í stað lagt stund á grasafræði í tómstundum sín- um, en eftir að hann missti heilsuna og varð að hætta lík- amlegri vinnu, gerði hann hana að aðalstarfi sínu. Tíu ára gamall missti Jesse föður sinn, sem lét ekki annað eftir sig en litla lyfjagrasahúð. Tveim árum seinna hafði dreng- urinn lokið skólagöngu sinni og tók að sér rekstur búðarinnar. Á þessum límum var helzti varningurinn sápa, sódi, kam- illute og senna, auk heimatilbú- inna lyfja úr grösum. Jesse eyddi öllum frítíma sín- um í að lesa lyfjafræði. Þegar búðinni hafði verið lokað á kvöldin og myrkrið var skollið á og gatan auð og .mannlaus lagði hann leið sína í alþýðu- bókasafnið til þess að leita sér að bók, sem gæti auk- ið þekkingu hans í lyfjafræðinni. Hann þroskaðist mjög ört á þessum árum og 27 ára gamall var hann orðinn dugandi lyfjafræðingur. Hann var ekki lengur Jesse litli Boot, sem náði varla upp á búðarborðið og vó kamillete fyrir nokkra aura. Svo var það einn morgun árið 1877 að Jesse opn- aði sína fyrstu lyfjabúð í næstu götu. Hann stóð á gangstéttinni og horfði hreykinn á fyrirtæki sitt, því að í glugganum var skilti, sem síðar átti eftir að sjást í yfir þúsund slíkum verzlunum: ,,J. Boot. Lyfjavörur með niðursettu verði“. Frá þeim degi er Jesse stofn- aði lyfjaverzlun sína, þurfti frú Boot ekki að hlaupa frá eldhúsverkunum til þess að afgreiða viðskiptavin- ina. Sonur hennar annaðist nú sjálfur öll afgreiðslu- störf. Fn velgengni Boots byggðist ekki á dugnaði einum saman. Kaupsýsluhæfi- leikar hans þroskuðust með nokkuð óvenjuleg- um hætti. Hann var í rauninni snjall sálfræð- ingur löngu áður en Freud og Jung urðu þekktir, því að þegar hann fór að íhuga hina takmörkuðu kaupgetu húsmæðranna, komst hann að þeirri niðurstöðu, að þær myndu áreiðanlega verzla þar sem vör- urnar væru ódýrastar. Og ef þær kæmust líka að raun um, að vörurnar væru bæði góðar og ódýrar, myndu þær verða fastir viðskiptavinir upp frá því. Og þannig kom hinn greindi, ungi maður auga á þá staðreynd viðskijitalífsins. að lægra verð þýðir fleiri kaupendur, og þess- ir kaupendur eyða meiru með lága verðinu. Þessi nýstárlega kenning vakli þegar mikla mót- sþyrnu. Starfsbræðrum Boots ofbauð að hann skyldi selja með niðursettu verði og í stórum stíl. Fn hann hirti ekkert um venju- legt verðlag. Fyrir hve lágt verð gat hann fengið vörurnar og hve lágt gat útsöluverðið verið? Svarið við báðum spurn- ingunum var fólgið í magni og fjölda. Barátta hans við verðlagið kom öllu í uppnám. Hérna var brautryðjandi, sem ekki hafði neitt fjármagn að bakhjarli, og gat því aðeins komið fótunum undir sig, að hann gerði góð kaup og í stórum stíl, og notaði hinn litla hagnað sinn til þess að kaupa enn stærri birgðir, er hann gæti selt með enn lægra verði. Viðskiptaheimurinn gerði sér ekki Ijóst, að hann átti hér í höggi við kaupmann, sem var eins konar Napóleon viðskiptalífsins, og sem að lokum hrósaði sigri í hverri borg og hverjum hæ á Bretlandi. í eilt skipti var hann sakaður um að selja Ivf, sem gætu ekki verið ómenguð, en aukin sala fyrirtækja Sir Jcsse Boots. FRJÁLS VERZLUN 145

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.