Frjáls verslun - 01.10.1950, Page 10
hans kvað róginn niður, því að í stað þess að kaupa
lyiin í smáskomtum, bað fólk um þau í stórum öskj
um og heilum pundum. Andstaðan gegn Boot varð
svo mögnuð, að keppinautarnir iitu á hann sem útlaga
úr stéttinni og nágrannakaupmennirnir lctu sem þeir
sæu hann ekki. Hvernig gátu þeir haft afskipti af lyf-
sala, sem var svo ósvílinn að selja j>undið af Ej>som-
salti á eitt penny?
Enda þótt baráttan héldi áfram — og Boot var
vafalaust oft mjög illa staddur — þá vann hann þó
smám saman á. Þegar hann minntist þessarar haráttu
seinna á ævinni, var hann vanur að segja: „Eg barð-
ist fyrir afkomu minni, og þegar hún var orðin ör-
ugg, barðist ég fyrir auðæfum. Og þegar ég var orð-
inn auðugur, barðist ég við sameinað lið einokunar-
innar.“
Jesse Boot hefur verið lýst svo, að hann hafi verið
„sístarfandi, harðskeyttur og hreinskilinn, ávallt ó-
smeikur og fullur af haráttugleði." Hann var mikill
mannþekkjari, og launaði vel, ef honum leizt á mann-
inn, jafnvel þótt verðleikar gæfu ekki tilefni til þess.
Og hann hafði lag á að ná til sín góðu starfsfólki.
Fyrsti starfsmaður Boots hét Waring, og hann var
jafnframt fyrsti lærði lyfjafræðingurinn, sem réðist
í þjónustu hans. Waring var ungur og áhugasamur
maður og vildi ólmur afgreiða lyfseðla. En fólk kærði
sig ekki um að afgreiða lyfseðla sína í lyfjabúð, sem
seldi lyf með niðurscttu verði. Það gat verið gott að
verzla við Boot þegar um sóda, kamillute og laxerolíu
var að ræða, en þegar móðir sendi barn með lyfseðil,
var hún vön að segja í viðvörunartón: „Farðu til
þessa eða hins, ekki til Boots!“
Jesse Boot, sem var þrár, en ekki heimskur, hafði
jafn mikinn áhuga á lyfseðlunum og aðstoðarmaður
hans, og hann einsetti sér að sigra á þessu sviði sem
öðrum. Allt sitt líf hafði hann spyrnt fast á móti
andstæðingunum, unz þeir létu undan, enda er það
táknrænt, að þegar hann mörgum árum seinna varð
að velja sér skjaldarmerki, þá valdi hann sér mynd
af hástígvéli. Það er því hægt að ímynda sér, að hann
hafi um þetta leyti slegið hnefanum í borðið og sagt
hárri röddu við Waring: „Við verðum að ná í lyf-
seðlana með einhverju móti! Við verðum að fá fólk-
ið til að treysta okkur!“ Og smám saman óx traust
fólks á lyfjum Boots, og að lokum í svo ríkum mæli,
að bæði Boot og Waring lifðu það, að fyrirtækið af-
greiddi fimm milljónir lyfseðla á ári.
Fyrsta lyfjabúð Boots dafnaði svo vel, að áður en
langt um leið varð nauðsynlegt að stofna útibú. Nýjar
búðir voru opnaðar, fyrst í Nottingham, en síðar í
Lincoln og Sheffield.
Nú erum við komin til ársins 1883. Boot var þá
aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall, en réði þá yfir
tíu lyfjabúðum. Það er því hægt að telja hann upp-
hafsmann „keðju“verzlana nútímans. Honum var ljóst,
að ætti fyrirtækið að færa út kvíarnar, var óhjá-
Hluti af verksmiSju Bnots í Beeston í Nottinghamshire.
kvæmilegt að útvega meira fjármagn. Hann sneri
sér til vina sinna og bað þá að leggja fé í fyrirtækið.
Þeir voru tregir í fyrstu, því að þeim þótti vinur
þeirra hafa verið fulldjarfur í viðskiptum sínum. En
þó fór svo, að þeir lögðu fram féð, og J. Boot & Co.
Ltd., var stofnað, og var aðalskrifstofan í Goose Gate
í Nottingham.
Boot varð forstjóri félagsins og hafði aðsetur sitt
á aðalskrifstofunni, en þar störfuðu auk hans tíu skrif-
arar, tveir aðstoðarmenn og einn sendisveinn.
Boot gat verið einkennilega fyrirtektarsamur að
því er snerti einstaka vörutegundir. Enda þótt harm
seldi til dæmis tannduft, neitaði hann að selja tann-
bursta. Hann veitti því líka athygli að fólk, sem keypti
sájru, spurði oft um svamjia. Nú jæja, úr því að fólk
vantaði svampa, þá skyldi það líka fá þá. Hann fyllti
búðargluggana af svömpum af öllum stærðum og
gerðum, svömj)um fyrir kvenandlit og svömpum til
að þurrka af reikningsspjöldum skólabarna, og verðið
var við allra hæfi.
I sambandi við þetta varð Boot til þess að breyla
skoðun almennings á símsksytum. Almenningur hafði
til þessa álitið símskeyti svo dýr, að það vær,' ekki
unnt að nota þau nema til þess að flytja sorgarfrétlir.
En Boot breytti þeim í hið gagnstæða. „Heirnsækið
hina frábæru svampasýningu vora í Goose Gale." Svo
hljóðandi skeyti sendi liann 200 Nottinghamborgurum,
sem álitið var að hefðu efni á að kaupa svampa.
Seint á níunda tug aldarinnar hafði Boot tekizt að
skapa af framtakssemi sinni og dugnaði. Haun var
gæddur þeim hæfileika að geta gert stórfelldsr áætl-
anir. Og enn tók fyrirtækið nýjan fjörkipp. Árið 1886
var Boot staddur í Jersey sér til heilsubótar, og þar
kynntist hann og giftist Flórence, dóttur W'illiams
llowe, bóksala í St. Helier. Frú Boots reyndist manni
sínum hin ágætasta eiginkona, en var þar að auki
146
FRJÁLSVERZLUN