Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Side 11

Frjáls verslun - 01.10.1950, Side 11
A myndum þessum sést hvcrnig fyllt Cr n smyrslaöskjur og sknlpa (túbur). injög snjöll á kaupsýslusviðinu og studdi mann sinsi með ráðum og dáð í brautryðjendastarfi hans. Veikindi Boots stöfuðu af ofjijökun. Þegar Iianu minntist á Jiau mörgum árum seinna, viðurkcnndi hann, að hann hefði eyðilagt heilsu sína með of mik- illi viímu. „Það var enginn leikur,“ sagði hai’.n. „í þá daga var litla búðin okkar ojiin til níu á kvöldin og til ellefu á laugardagskvöldum. Ég man ennþá vel eftir þrældómnum og tilbreytingarleysinu. líg hafði nóg að gera við afgreiðslustörfin, en dagsverk- inu var ekki lokið þó að búðinni hefði verið lokað, því að ég varð að vinna við skriftir i margar klukku- stundir. Seinna, þegar útibúin voru orðin mörg, varð ég stundum að vinna allar nætur í hálfan mánuð við birgðatalningu. . . . Heilsu minni hrakaði svo mjög, að þegar ég var 36 ára, hefði verið hægt að fá fyrir- tæki mitt keypli fyrir lítið verð.“ En heilsan lagaðist, og hann hélt áfram að opna nýjar búðir í 28 borgum — unz hann réði yfir stærsta lyfjabúðafyrirtæki í heimi. En andstaðan lét aftur á sér bæra, ekki aðeins frá keppinautunum heldur og frá stofnunum, sem starfa eftir úreltum erfðavenjum. Lyfjafræðingafélagið snerist til dæmis gegn honum og neyddi lærða lyfjafræðinga í þjónustu hans til að segja sig úr félaginu. Boot barðist gegn félaginu í heilan mannsaldur, og það var ekki fyrr en árið 1908 að deilan var leyst á viðunandi hátt. Á síðasta tug aldarinnar stofnaði Boot deildir, sem venjulega eru ekki tengdar lyfjaverzlun. í þessum deildum voru seld ritföng, skrautmunir, silfurvörur og listmunir. Nokkru seinna kom Florence Boot fram með þá hugmynd, að fyrirtækið kæmi upp bókasöfn- um, sem lánuðu út bækur. Það virtist auðvitað fráleitt að lyfjabúð lánaði út bækur. En frú Boot var bóksaladóttir og hafði því talsverða Jiekkingu á bóksölu, og af glöggskyggni sinni sá hún að margir af viðskijitavinum manns henn- ar myndu verða rúmlægir og að lestur bóka gæti Jiá orðið þeim til dægrastytlingar. Litlu útlánssafni var því komið fyrir í lyfjabúðinni og þar gat fólk fengið bækur að láni með því að borga 2 j)ence fyrir bindið. Þetta safn var fyrirrennari slíkra útlánssafna, sem síðar urðu algeng. Hinn mikli fjöldi fólks, sem átti erindi í bókasafn Boots, varð að ganga gegnum lyfjadéildina, og þá uppgötvuðu margir, að þá vanhagaði um eitthvað, sem þar fékkst. Þannig var lyfjabúðinni stuðningur í bókasafninu og bókasafninu í lyfjabúðinni. Enn- fremur er bókasafn Boots einstakt í sinni röð að því leyti, að gegn aukagjaldi mega viðskiptavinir þess skipta á bókum í öllum útlánunum, sem eru 400 að tölu. Fram að þessu hafði Boot sigrazt á öllum erfið- leikum, en skömmu eftir aldamótin, þegar hann var miðaldra, veiktist hann af liðagigt. Hann, læknir fá- tæklingsins, sem seldi lyf við öllum kvillum, varð upp frá því örkumla maður, sem alltaf varð að sitja í stól. En þrátt fyrir stirðleikann og hinar miklu FRJÁLSVERZLUN 147

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.