Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.10.1950, Qupperneq 12
Úr m.yndasafn'L V.R. XXXI. þjáningar, hélt hann áfram að starfa af engu minna kappi en áSur. Áriff 1920 kom rithöfundurinn Cecil Roberts til Nottingham sem ritstjóri „The Nottingham Journal“, en blað þetta studdi Sir Jesse fjárhagslega. Sir Jesse sendi eftir hinum kornunga ritstjóra. Roberts fór heim til hans og átli tal við hann í svefn- herberginu. „Ég hitti hann,“ skrifar hann, „svo þreytt- an, svo fjötraðan í líkama sinn, að hann gat sig hvergi hrært, það var aðeins í augunum, sem hægt var að sjá eldinn og lífsþróttinn, sem inni fyrir brann. . . . “ Þetta sama ár var Sir Jesse gerður að heiðursborg- arg fæðingarbæjar síns og var það þakklætisvottur samborgara hans. í ræðu sem hann hélt við það tæki- færi, lýsti hann sig samþykkan þeirri skoðun Andrews Carnegies, að það væri varhugavert að arfleiða börn sín að miklum auðæfum og óhyggilegt að láta fjár- hagsmenn fá miklar fjárhæðir til ráðstöfunar. Það er betra, sagði hann, að eyða þeim til styrktar góðum málefnum, og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Ef til vill var það mesta gjöf hans, þegar hann gaf Nottinghamborg nýja háskólabygginu. Hornsteinninn var lagður árið 1922 og 1928 opnaði Georg V. dyr hins nýja háskóla með gulllykli. Gefandinn gat ekki tekið þátt í athöfninni, því hann lá rúmfastur. Með- an fólkið beið eftir konungshjónunum, hlýtur það að hafa hugsað til hins örkumla manns, sem gaf borg sinni hluta af auðæfum sínum. Ennfremur lét Boot gera stórt stöðuvatn í einum garði borgarinnar, oj; er það stærsta útisundlaug á Englandi. Alls munu gjafir hans lil Nottinghamborgar hafa numið um 2.000.000 sterlingspunda. Hann var aðlaður árið 1929. En Boot var ekki alltaf jafn örlyndur. Cecil Ro- berts segir sögu, sem er gott dæmi um það. Svo var mál með vexti, að leikhús eitt í Nottingham var í fjár- hagskröggum og þurfti tvö þúsund pund til þess að koma því á réttan kjöl. Roberts fór á fund Boots, til þess að biðja hann um aðstoð. Boot þverneitaði að hjálpa. Hann kvaðst þegar hafa gefið Nottingham allt of mikið fé. Og hann hefði aldrei haft í hyggju að styrkja leikhús. Roberts reyndi að sýna honum fram á, að starfssvið háskóla væri takmarkað og útiskemmtistaðir aðeins nothæfir á sumrin. Hvað um skemmtanir að vetrarlagi? Boot spurði Roberts nokkurra spurninga varðandi leikhúsið. Myndi þessi upphæð nægja? Yrði hún not- uð skynsamlega? Síðan gerði hann boð eftir ritara sínum og skrifaði ávísunina. „Ég kæri mig ekki um neinar þakkir,“ sagði hann. Lyfjaverksmiðjur Boots í Beeston eru sennilega hin- ar stærstu í heimi í þeirri grein. Gólfflötur þeirra er yfir 1,250.000 ferfet og þær vega um 300.000 smálestir. f bygginguna fóru 20 ekrur af gleri, 37.000 smálestir af sementi og 8800 smál. af járni. Þessari risaverk- smiðju er stjórnað af syni Boots. Boot andaðist að heimili sínu á Jersey 13. júní 1931 rúmlega áttræður að aldri. LEIÐRÉTTING. í frásögn um sameiginlegt skrifstofuhald Félags vefnaðarvörukau])manna og matvörukaupmanna í 7.— 8. tbl. misritaðist nafn Gunnars Vagnssonar, viðskipta- fræðings, er veitir skrifstofunni forstöðu, og er hann hér með beðinn velvirðingar á því. 148 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.