Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Síða 13

Frjáls verslun - 01.10.1950, Síða 13
Vá fyrir dyrum. — Guðað á glugga. — Nýtt fréttablað: „íslenzkur iðnaður" — Bjarni Sívertsen og Skúli Magnússon. ÓHÆTT ER að fullyrða, að hvergi í víðri veröld mun ríkisvaldið vera jafn máttlaust gagnvart verk- föllum og hér uppi á íslandi. Hér getur ein stétt jtjóð- félagsins stöðvað helztu framleiðslugrein landsmanna svo mánuðum skiptir, eins og átt hefur sér stað í tog- araverkfallinu, án þess að ríkisvaldið geti gripið til gagnráðstafana, enda þótt þjóðarhagur sé í voða. Þessi stöðvun togaraflotans í meira en 4 mánuði kost- ar þjóðina sennilega yfir 100 milljónir króna í er- lendum gjaldeyri, eða með öðrum orðum, við verðum að vera án ýmislegra nauðsynjavara erlendis frá sem nemur þessari gjaldeyrisupphæð. Verkfall þetta bitnar ekki á örfáum mönnum, það bitnar á öllum þjóðfélagsþegnunum og sligar um leið allar aðrar atvinnugreinar landsmanna, jafnt til lands og sjávar. Halda menn, að stórveldi heims myndu láta óátalið ef að aðalatvinnugreinar þeirra, kola- eða stálfram- leiðslan, stöðvuðust vegna verkfalla í 4 mán. eða meira? Enginn efi er á að ríkisvaldið mundi grípa kröftuglega í taumana, og það er einmitt það sem þarf hér uppi á Islandi. Alþingi og ríkisstjórn mega ekki horfa upp á þessa ósvinnu. Hér verður að grípa í taumana með samþykkt löggjafar þegar á alþingi því, er nú situr. Þjóð, feem á allt sitt undir útflutningsframleiðslunni, þolir ekki verkföll til langframa í framleiðslugreinum þjóðfélagsins. Því ber tafarlaust að setja löggjöf í ein- hverri mynd lil lausnar þessum vandamálum. Dimmt er nú í álinn í íslenzku atvinnulífi. Gjnldeyr- isskorturinn er orðinn geigvænlegur. Vöruskiptajöfn- uðurinn er þegar orðinn óhagstæður um 145 millj. króna það sem af er árinu. Gengislækkunarlögin, sem sett voru á síðasta alþingi til þess að koma sjávarútveg landsmanna á réttan kjöl, eru í hættu stödd vegna pólitískra átaka í togaraverkfallinu af hendi stjórn- málaflokks, sem gerir allt til þess að eyðileggja það markmið, sem lögum þessum er ætlað. Iðnaður landsmanna er að stöðvast vegna gjaldeyris- skorts lil hráefnakaupa. Verzlun öll og viðskipti leggst í dróma vegna vöruskorts, og var þó varla baítandi á það eymdarástand, sem ríkti í þeini málum. í kjöl- far Jressa ástands siglir svo atvinnuleysið. Við jvessu ber að sporna tafarlaust, og það er á valdi alj)ingis. • UNDANFARNAR vikur hefur mátt sjá mjög smekk- lega gluggasýningu hjá Skóbúð Reykjavíkur við 4ð- alstræti. Er öllu Jtar mjög haganlega fyrirkomið, Jtótt gluggarýmið sé lítið. Gluggarnir tjaldaðir taui, og skóm smekklega raðað niður í gluggana. og athvgli yegfarenda vakin. Mætti þetta vera hyatning til allra kaupsýslumanna hér í bæ um að vanda betur til verzl- unarglugga sinna, enda þótt fátt sé um vörur í vöru- skortinum. Nú fara jólin brátt í hönd, og er því tími til kominn, að kaupmenn fari að hyggja að gluggum sínum. Minnsta krafan er að verzlunargluggarnir séu hreinir, en á það hefur því miður þótt skorta hér í Reykjavík. Hefur oft áður verið á það bent í óálkum þessum, að kaupmenn Jiyrftu að hugsa meira um sýn- ingarglugga verzlana sinna, Jiví að Jteir eru víða til háborinnar skammar. Einnig hefur verið stungið upp á jrví hér, að Verzlunarráð íslands eða önnur félags- samtök kaupmanna verðlaunuðu beztu sýningaglugg- ana í hverri verzlunargrein fyrir jólin ár hvert. Slík ráðstöfun mundi koma á hollri samke]ipni um liirð- ingu og útlit verzlunarglugga bæjarins. Þótt ekki sé úr mörgu að moða hvað snertir fjöl- breytni í vöruvali, þá er það engin afsökun fyrir sinnu- leysi því, sem ríkt hefur í meðferð verzlunarglugg- anna. Auðvitað kostar það fyrirhöfn og jafnvel nokk- urt fé að hugsa vel um gluggana, en Jrað er fyrirhöfn sem borgar sig alltaf. • FÉLAG íslenzkra iðnrekenda hefur hafið útgáfu nýs fréttarits, er ber nafnið „íslenzkur iðnaður“, og er ætlað að korna út mánaðarlega. Kom fyrsta tölublað Jressa nýja rits út í septemebr s.l. Er rit þetta í alla FRJÁLS VERZLUN 149

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.