Frjáls verslun - 01.10.1950, Page 17
Sigbjörn Artnann kaup-
maður í Reykjavík andað-
ist 14. ágúst s.l., og hafði
þá kennt sér meinsemdar
um nokkurra ára bil.
Sigbjörn fæddist 12. nóv-
ember 1884 á Vestdalseyri
við Seyðisfjörð, og voru
foreldrar hans Ármann
Bjarnason verzlunarstjóri
frá Viðfirði og kona hans,
Katrín Sigfúsdóttir. Hann
fluttist ungur með foreldr-
um sínum til Stykkishólms, en þar tók faðir hans við
stjórn Tangsverzlunar. Var ætlunin að Sigbjörn gengi
menntaveginn og gekk hann í fyrsta bekk Latínuskólans
í Reykjavík, en að því búnu hælti hann námi. vegna
fremur þröngs fjárhags föður lians. Gerðist hann þá
verzlunarþjónn hjá Thomsensverzlun og var þar nokkra
liríð. Þaðan fór liann til ísafjarðar og vann þar hjá
Jóni Laxdal tónskáldi, sem þá var verzlunarstjóri
vestra. Árið 1907 sigldi Sigbjörn til Þýzkalands og
hugðisl stofna þar viðskiptafirma, er annast skyldi
verzlun milli íslands og Þýzkalands, en sú.fyrirætlun
náði ekki fram að ganga með ærkilegum árangri. Svo
hann vendi sínu kvæði í kross, hélt til Ameríku, sett-
ist að í New York og bjó þar um tíu ára skeið.
Árið 1917 kom Sigbjörn heim aftur og stofnaði þá
heildverzlun með hróður sínum, Ágúsli, en í verðfall-
inu mikla eftir heimsstyrjöldina fyrri biðu þeir stóran
hnekki og urðu að leggja við kipti sín niður. Eftir
þetta sneri Sigbjörn sér að íshúsrekstri og flutti þá
ísfisk í kössum til Englands. Var hann upphafsmaður
að slíkri útflutningsverzlun.
Þegar stofnað var til happdrættis Háskóla Islands
fyrir nær 20 árum, gerðist hann ásaml Stefáni A. Páls-
syni umboðsmaður þess og stundaði það starf æ síðan.
Ymislegt fleira fékkst Sigbjörn Ármann við um dag-
ana. Hann var t. d. ákafur stuðningsmaður laxaklaks
og hverskonar laxveiðimenningar. Lagði hann á sig
gríðar mikla vinnu í þessum tilgangi, án þess að skeyta
um persónulegan hagnað. Þá lét hann mikið til sín
taka })jóðfélagsmálin og var öflugur málsvari persónu-
legs alhafnafrelsis og sjálfstæðis lands og þjóðar.
Hann var fastur fyrir og ákveðinn í hverju því máli.
er átti fylgi hans, og talaði hreint úr pokanum við
hvern, sem í hlut átti. Var einlægnin og festan þannig
eitt höfuðeinkenni Sighjarnar, en jafnframt var liann
tíðast léttur í skapi og hressilegur og mikill vinur
vina sinna. — Sigbjörn var félagi í Verzlunarmanna-
félagi Reykjavíkur um langt árabil, var tíður gestur
á fundum }iess og lét þá oft í Ijós skoðanir sínar á
málefnunum.
Sigbjörn var kvæntur Pálínu Sæmundsdóttur, og
lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum þeirra hjón-
anna.
Helgi Helgason verzlun-
arstióri hjá Zimsensverzlun
í Reykjavík andaðist 4.
september s.l.
Hann var fæddur 27. maí
1876 í Móakoti í Garða-
hreppi, sonur hjónanna
Helga Guðmundssonar
bónda þar og Rannveigar
Magnúsdóttur. Ólst hann
upp hjá Jóni Mathiesen
fiskimatsmanni í Hafnar-
firði allt fram til 18 ára
aldurs, er hann flutti til Reykjavíkur. Hafði hann áð-
ur útskrifast úr Flensborgarskólanum. I Revkjavík
gekk Helgi í þjónustu Zimsensverzlunar, og eftir það
FRJÁLSVERZLUN
153