Frjáls verslun - 01.10.1950, Side 21
Smásaga eftir AKSEL SANDEMOSE.
Það er eins og liðið hafi hundrað ár.
Lassi, Jonni og ég, og nokkrir aðrir strákar, sem ég
man ekki lengur nöfnin á, lékum okkur ofan í göml-
um lækjarfarvegi með háum sandbökkum á báðar
hliðar. Sólin vermdi, en við grófum í sandinn og vor-
um í paradís.
Ég hélt mig spölkorn ofar en hinir og streittist við
gröftinn, svo svitinn bogaði. Ég veit ekki til hvers við
grófum þessar holur, en við gerðum það nú samt, og
við vorum í sjöunda himni.
Þá skeði kraftaverkið. Ut úr gryfjubarminum valt
blikkdós, full af peningum. Ég rak upp siguróp, alveg
ósjálfrátt og í hugsunarleysi. Lassi og Jonni voru óðar
komnir á staðinn.
í sannleika sagt er engu líkara en liðið hafi hundr-
að ár frá þeim degi. En ennþá man ég eftir hitaólg-
unni í blóðinu. Ég var búinn að grafa fjársjóð úr
jörðu!
Ég var æfur út í Lassa og Jonna. Ef það hefði verið
Lassi einn, mundi ég hafa löðrungað hann á kjamm-
ann og hlaupið síðan burt með milljónasjóðinn. En
undan Jonna var ekki hægt að sleppa. Hann var fjór-
tán ára; fimm árum eldri en ég.
Við laumuðumst á brott frá hinum slrákunum.
Lassi og Jonni heimtuðu sinn þriðjunginn hvor. Ég
barðist við grátinn. Af hverju eigið þið að fá svona
mikið, j>ar sem ég fann peningana?
— Við verðum þá að tilkynna lögreglunni þetta,
sagði Jonni niðurlútur.
Þetta gerði mig spakari. En ég vildi þó hvað sem
tautaði fá að opna dósina sjálfur og verða fyrstur til
að uppgötva, hvað hún hafði að geyma. Því það var
þó ég, sem fann hana.
— Nei, þá hrifsarðu bara eitthvað frá okkur! æpti
Lassi.
— Við skulum heldur fara til lögreglunnar, hreytti
Jonni út úr sér aftur.
Ég ríghélt dósinni upp að mér og óskaði að þessir
tveir óþokkar féllu dauðir niður á stundinni. Nú skildi
ég til fullnustu alla sjóræningjana, sem sjálfir vildu
halda ránsfengnum óskiplum; karla eins og Kid skip-
stjóra og Morgan . . .
Allt í einu fékk ég örvæntingarfulla hugmvnd: Ha-
ha! Nú narra ég ykkur laglega! Það var ég sjálfur,
sem gróf dósina jiarna, og hún er full af ryðguðum
nöglum!
En í sama bili laust niður annarri hugsun, og ég
stóð eins og negldur við jörðina. Hvílík ógurleg skelf-
ing! Auðvitað voru í dósinni eintómir ryðgaðir nagl-
ar.
Jonni vatt sér alveg að mér með soltnum og undir-
förulum augum. Mér var öllum lokið.
I dósinni voru fjórar krónur níutíu og tveir aurar
í koparpeningum — líklega svo jretta sýndist þeim
mun stærri fjársjóður. Þetta var líka mikil fúlga. Hún
nam hærri upphæð en afrakstur minn af blaðasölu á
heilum mánuði, en þá peninga tók pabbi í sína varð-
veizlu.
Meðan við sátum þarna og töldum milljónirnar,
tók ég eftir því, að neðst í dósinni lá samanbrotinn
]ja])])ír. Peningaseðlar! En því var ekki að heilsa.
Þetta var blóði atað skjal, með áteiknuðum drekahaus-
um, krosslögðum lærleggjum og djöfullegum hótun-
um.
Okkur skildist reyndar, að þetta væri ekki svo
hættulegt, en við gerðum úr jressu leik og mösuðum
hvískrandi um Kid skipstjóra . . . og við gutum horn-
auga hver til annars, eins og sannkölluð fúlmenni, og
hugðum á manndráp, til að ná fjársjóðnum í eigin
hendur.
En að baki j>essu öllu lá önnur nagandi hugsun.
Nei, ekki var j)að hugsunin um veslings drenginn, sem
nú hafði glatað fjársjóði sínum. Börn væru miklu
minna aðlaðandi, ef þau findu alltaf til sársauka, j)eg-
ar aðrir verða fyrir mótlæti. Það var fyrst eftir fjölda
mörg ár, að ég gat gert mér grein fyrir þeirri tak-
markalausu hryggð, sem hlotið hefur að gagntaka
hann, þegar hann komst að raun um að fjársjóðurinn
var á bak og burt. Hver veit nema þessir fátæklegu
koparskildingar væru árangur margra ára erfiðrs og
sparnaðar . . . og svo draumur um fólginn fjársjóð —
Það er talað um að grafa pund sitt í jörðu! Herra
minn trúr; — þarna hefur litli sjóræninginn trúlega
legið í leyni í lækjarfarveginum margan sumardag,
vopnaður trésverði og með fjaðurskrýddan pappírs-
hatt á höfðinu, og haldið vörð um fjársjóðinn. Og svo
FRJÁLSVERZLUN
157