Frjáls verslun - 01.10.1950, Side 24
ÚÁ ÍH tít
Fisksalinn lætur ulan um laxbita fyrir konu: „Fal-
legur á litinn, frú, finnst yður það ekki?“
Konan: ,,Já, Jón minn góður. Ég hugsa að hann
roðni svona, af því að hann fyrirverður sig svo fyrir
verðið, sem þér setjið upp.“
Sigursœld vor er ekki í því fólgin, dð vér bíðum
aldrei ósigur, hcldur í því, «ð vér rísum jafnhar'San
upp aftur.— KONFÚSÍUS.
•
Kaupmaður nokkur auglýsti eftir sendli. Svo kom
strákur og spurði um skilmála.
„Hann á að vera kurteis, fljótur í ferðum og vilj-
ugur. Hann má ekki slæpast, blístra eð reykja. Hann
á að kunna góða siði.“
„Ja, svei,“ sagði strákur. „Þú þarft alls ekki strák,
— þú þarft stelpu.“
HÚSGAGNAVERZI IIN
„Frjáls Verzlun“
Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Formaöur: Guðjón Einarsson.
Ritstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símon-
arson.
Ritnefnd: Einar Ásmundsson, form., Birgir
Kjaran, Gísli Ólafsson, Njáll Símonarson og
Gunnar Magnússon.
Skrifstoja: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík.
Sími 5293.
BORGARPRENT
Aldrei hefur neinn verið nœgilegt mikilmenni, til
þess að geta veriS einrœSisherra, og svo er enn þann
dag í dag. — PEARL S. BUCK.
9
Frúin: „Ég keypti tólf appelsínur, en þér hafið
aðeins látið mig fá ellefu.“
Kaupmaðurinn: „Já, sjáið þér til, frú, sú tólfta
var skemmd, svo ég fleygði henni.“
•
Velgengnin breytir mönnum ekki, heldur a-fhjúp-
ar þá. — NECKER.
•
Prestur kom inn í mjólkurbúð og sagði: „Eins vil
ég geta í sambandi við mjólkina, sem ég kaupi hér.“
„Og hvað er það, með leyfi?“ spurði forstöðukon-
an ósköpu mjúk á manninn.
„Ég nota hana til drykkjar en ekki sem skírnar-
vatn,“ svaraði klerkur.
’ •
Þuð er auðveldast a'ð blekkja sjálfan sig. —
LYTTON.
•
Forstjórinn (við konuna sína) : „Hérna kem ég
með eina flösku af fyrsta flokks hármeðali handa
þér.“
Frúin: „Þakka þér fyrir, góði. En viltu ekki heldur
gefa einkaritara þínum hana. Hárið af henni dettur
svo skelfing mikið á jakkann þinn.“
Kuupirðu góðan lilut, þá mundu hvar þú fékkst
hann. — ■ SIGURJÓN PÉTURSSON.
•
Hafliði kaupmaður: „Ég byrjaði lífið sem berfætt-
ur drengur.“
Hróbjartur kaupmaður: „Ég byrjaði nú lífið alls-
nakinn.“
160
FRJÁLS VERZLUN