Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 11
Sigfús ætlaði verzluninni fyrst í stað lítið húsnæði, en sá stakkur varð brátt of Jíröngur, því að verzlunin dafnaði jafnt og þétt. Um aldamótin var hún búin að leggja undir* sig allt hornið á götuhæð, en á efri hæðinni bjó eigandinn ásamt konu sinni. Inngangurinn var þá ekki uin horn- ið, heldur þar sem nú er gengið inn í hljóðfæraverzl- unina. Á horninu sjálfu var sýningargluggi. Nýr eigandi og hvíarnar fœrðar út. Arið 1908 ákvað Sigfús að hætta starfrækslu hóka- verzlunarinnar. Var hún seld Pctri Halldórssyni, sem þá var við nám í Kaupmannahöfn, og gerðist hann eigandi hennar frá næstu áramótum. Sigfús Eymund son lézt 1911. Hann var flestum harmdauði, því að hann hal'ði verið manna vinsæl- astur. Sigfús hafði alla tíð rnörg járn í eldinum og var um skeið einn hinn athafnamesti borgari höfuðstað arins. Hann var m.a. forgöngumaður þess að fá skip til ferða um Faxafióa. Sigfús átti þátt í stofnur margra fyrirtækja hér í hæ og var mjög félagslyndur maður. Formaður Bóksalafélagsins var hann um langt skeið og einn af stofnendum V.R. 1891. Litlar breytingar urðu fyrst í stað á verzluninni, eftir að Pétur Halldórsson eignaðist hana. Hann byrj- I’ótui' Ilalldúrsson. aði Jjó að gefa sig að bókaútgáfu, en Sigfús Evmunds- son hafði áður staðið að útgáfu nokkurra bóka. Full- an hug mun hann hafa haft á að færa út kvíarnar, en það var erfitt sökum þeís, að hann átti ekki húsið sjálfur. Búlcaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstrœti 18, eftir breytinuuna,

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.