Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 16
KARL ÍSFELD:
Undir erlendum himttum.
MEÐ GRÆNU GIMSTEINABROSI
Yfir blámistraða fjallsbrún í suðausturátt gægist
ofurlítil rcind af haustbleikri morgunsól, sem varpar
dularfullu huldubliki yfir grænuhvola Afríku, sem
stíga dans í undarlegri álfheimadýrð tíbrár og hill-
inga — í svefnglýjuðum augum langferðamannsins,
sem stendur á þilfari skipsins, lítt sofinn, og star-
ir eftirvæntingaraugum á land hinna furðulegu æv-
intýra. Þetta huldublik álfheimanna seiðir fram í
hugann minningar um ævintýralegar frásagnir, lesnar
í æsku, um leyndardómsfulla fenskóga, þar sem solt-
in ljón, ýlfrandi sjakalar og blóðþyrst tígrisdýr reika
í húmi næturinnar, eiturspúandi höggormar leynast í
lággróðrinum, en hátt uppi í krónum trjánna hoppa
litskrúðugir, vængjafimir söngfuglar grein af grein
með unaðslegu, þýðu kvaki. I þessari furðuálfu áttu
einnig, samkvæmt heimild ævintýranna, að leynast
dýrmætir fjársjóðir, hvítasilfur og rauðagull, og
gimsteinar, hrúgur af grænum gimsteinum, sem brostu
við manni, þegar sólin skein á þá, brostu köldu, grænu
gimsteinabrosi.
Skipið er að leggja upp að hafnargarðinum í Oran,
borg vestarlega í Algier á norðurströnd Afríku. Við
erum á leið til vöggu hinnar fornu, sígildu menning-
ar Grikklands, og hér verður ekki staðið við nema
fáeinar klukkustundir, því crindið er ekki annað en
að skila til heimkynna sinna þremur laumufarþegum,
Arabastrákum, sem höfðu læðzt um borð. þegar ski|)ið
kom hér síðast og falið sig í lestinni.
Á leiðinni höfðum við fsngið færi á að kynnast
þessum piltum og komizt að raun um, að þeir höfðu
tileinkað sér rækilega kenningar kóransins, að minnsta
kosti þær, sem gátu orðið þeim að gagni í lífsbarátt-
unni, ef barátlu skyldi kalla, svo sem þessar: „Allt
kemur í tæka tíð til þess, sem hefur þrek til að bíða,“
og „seinlæti er frá guði en óðagot frá andskotanum,“
því alla leiðina frá Skólavörðustíg 9 í Reykjavík til
hafnargarðsins í Oran í Algier, hafði ekki sézt lífs-
mark með þeim, nema þegar þeir geispuðu. Þeir virt-
ust vera iðjuleysingjar af sannfæringu og letin hug-
sjón þeirra. Og þótt þeir væru allra manna huglaus-
astir, fyltust þeir nærri því ofurmannlegu hugrekki, ef
þeim var ætlað verk að vinna, og hreyfðu sig ekki
hvað sem á gekk, jafnvel þóll þeim væri hótað höfuð-
þvotti, og var þeim þó mjög ilia við allt hreinlæli.
Þarna var mikið á sig lagt fyrir hugsjónina.
Skijiið er lagzt við hafnargarðinn. Klukkan er tiu
að morgni. Við fáum tilkynningu um, að lagt verði
aftur út á hinar bláu bárur Miðjarðarhafsins klukkan
þrjú eftir liádegi, svo nú verður að nota tímann vel
lil að skoða borgina og umhverfið, anda að sér stað-
blænum með öllum skilningarvitum, ef mann kynni
að langa 'til að anda honum frá sér aftur einhverntíma
seinna í fáeinum línum í blaði eða bók. Niður að
skipshliðinni eru komnir nokkrir mangarar með varn-
ing sinn, sem þeir reyna að ]>ranga inn á farþegana
með fleðulátum og fagurgala. En við látum þá ekki
tefja okkur heldur flýtum okkur í land, á fund af-
greiðslumanns skipsins, sem hefur lofað að útvega
okkur öruggan bílstjóra, til að fara með okkur á þá
staði, sem markverðastir eru í nágrenni borgarinnar.
Borgina sjálfa ætlum við að skoða, á eftir. leið.'agn-
arlaust.
Við bílstjóra í Oran er vissara að semja fyrirfram
um borgunina. Og þegar búið er að semja um greiðslu
fyrir tveggja líma akstur, er lagt af stað. Fyrir vestan
borgina gnæfir hátt fjall, og á efstu gnípu fjallsins er
fræg kapella og nunnuklaustur, sem heitir Santa Cruz.
I miðri fjallshlíðinni er öldurhús, sem heitir Belved-
ere og þangað er ekið eftir sniðskornum vegi upp
blíðina, áð þar og drukkinn bjór úti á garðflötinni,
því að vegurinn til heilagleikans cr á fótinn, menn
mæðast í brekkum og gerast þorstlátir á þeirri leið.
Af garðflötinni er hin fegursta útsýn yfir Oran-
borg, suður fyrir Senikalvatn og út á síblátt Miðjarð-
arhafið. Við sitjum lengi sem bergnumin yfir feg-
urðinni, sem blasir við augum frá garðflötinni í Belv-
edere. Við fætur okkar liggur Oran, ævintýraborgin,
einhver mesta gimsteinasmyglborg í Afríku. íbúar
128
FRJÁLS VERZLUN