Frjáls verslun - 01.12.1952, Blaðsíða 15
Þannig lelt fyrsta jóla- off nýárskortið út.
unga, en undir myndinni stóð: „Gleðilegt nýtt ár.“
Þetta var nýárskveðja, sem er ekki það sama og jóla-
kveðja.
Þjóðverjar fullyrða á hinn bóginn, að hugmyndina
að jólakortunum megi rekja til handmáluðu bréfanna,
sem þeir áður fyrr sendu til vina og ættingja á messu-
degi þess verndardýrlings, sem þeir áttu samnefnt
við. Japanir þekktu að minnsta kosti hundrað árum
áður samskonar sið, er þeir nefndu „surimono11, en það
var handmáluð teikning, sem þeir sendu ættingjum
og vinum á nýársdag. „Surimono" sýndi venjulegast
viðfelldin atriði úr daglega lífinu. Teikningar þessar
voru raunverulega mikil listaverk.
Jólakortin voru framleidd eftir réttum kaupsýslu-
reglum — og eftir því sem bezt er vitað — voru þau
til sölu víðast hvar í Evrópu í kringum 1860. Þjóð-
verjar réðu yfir mörkuðum fyrir jólakort í flesturn
löndum, ekki vegna þess að kort þeirra væru listrænni
og betur gerð en kort annarra þjóða, heldur eingöngu
vegna hins lága verðlags á þeim. Til þess að verða
ekki undir í samkeppninni urðu aðrar þjóðir því að
lækka laun til listamanna þeirra, er fengust við jóla-
kortagerð. Afleiðingin varð sú, að þeir fáu, góðu
listamenn, sem í upphafi höfðu unnið fyrir jóla-
kortaiðnaðinn, drógu sig í hlé. Hafði það í för með
scr mikla afturför í listrænum gæðum kortanna. Mörg
þeirra jólakorta, sem á þessum árum voru ]>rentuð í
Þýzkalandi — en þau voru víðast hvar stæld að
meira eða minna leyti — voru síður en svo sérkenni-
leg fyrir þann tilgang, sem þeim var ætlað, þ. e. að
flytja manna á milli kveðju, er væri bergmál þess,
sem ómaði í eyru hirðingjanna á jólanóttina í Betle-
hem. Jólakortin voru mjög afkáraleg í útliti og prýdd
ótilhlýðilegum myndum, t.d. hárgreiðu, rakhníf,
gerfitennum, vindlastúfum, skósólum o.fl., og sum
voru jafnvel skreytt hneykslanlegum myndum. Út-
breiðsla þessara korta varð ekki mikil á Norðurlönd-
um, því að fólk þar var mun hrifnara af glansjóla-
kortunum, t. d. mynd af landslagi, er glitraði af hag-
anlega gerðum snjó og hélu, er gert var úr gleri og
málmefnum. Þurrkuð blóm, flauslsútflúr, cilkikögur
og annað skraut, er komið var.fyrir á jólakortunum
af miklu hugviti i kringum sólarlag og stúlkur, er
renndu sér á skautum á ís, gerðum úr silkipappír,
voru einnig mjög vinsæl.
Oft brá fyrir skemmtilegum heilbrotum um gam-
ansöm atriði á kortunum, en venjulega voru lista-
mennirnir meira hversdagslegir en skemmtilegir. I
bezta tilfelli bar framleiðsla þeirra svipmót af alþýð-
legri kímni, en yfirleitt var fljótfærnin leiðinlega á-
berandi. Var vissulega engin eftirsjá í kortum þess-
um, er þau hurfu af markaðinum, en við tóku græsku-
lausu kortin með litlu jólasveinunum. Jólasveinakort-
in voru óbrotin og frumleg, og vel til fallin að bera
manna á milli óskina um góð og gleðileg jól.
Allt fram að fyrri heimsstyrjöldinni var þó nokkur
uppgangstími fyrir jólakortin, og útbreiðsla þeirra
jókst stöðugt. í mörgum menningarlöndum efndu út-
gefndur til samkeppni meðal listamanna, með það
fyrir augum að fá betri teikningar af jólakí'ituin
Framh. á bls. 143.
Brezki listmúlarinn J. C. Ilorslcy tciknaði íyrsta jólakortið.
FRJÁLS verzlun
127