Frjáls verslun - 01.06.1958, Page 8
Ljóst er, að beinir skattar skipta ekki miklu
máli í tekjuöflun ríkissjóðs. Þeir námu bæði í
reikningum ársins 1950 og fjárlögum ársins
1958 um 15% af heildartekjum.
Af beinum sköttum til ríkisins voru skattar
frá hlutafélögum og samvinnufélögum um 17%
á árinu 1956. Þeir voru því aðeins 2%—3% af
heildartekjum ríkissjóðs.
2. Bæjarsjóður Reykjavíkur
Andstætt því, sem gildir um ríkissjóð, er tekna
Reykjavíkurbæjar aflað að langmestu leyti með
beinum sköttum. Arið 1956 voru lagðar á 170
millj. kr. í sköttum, og þar við bættist 5 millj.
kr. hlutdeild bæjarins í stríðsgróðaskatti. Sam-
anlagt námu þessir skattar yfir 90% af heildar-
tekjum bæjarsjóðs. Og jafnvel þótt reiknað sé í
krónum eru skattar Reykjavíkurbæjar talsvert
hærri upphæð en beinu skattarnir til ríkissjóðs.
Utsvör fyrirtækja til bæjarins voru 34 millj.
kr. árið 1956 (þar af 3 millj. kr. frá samvinnu-
félögum) að ótalinni hlutdeild þeirra í stríðs-
gróðaskatti. Fyrirtækin í Reykjavík greiddu á
sama ári 12 millj. kr. í skatta til ríkissjóðs, þann-
ig að skattálagning bæjarins er af allt annarri
stærðargráðu en álagning ríkisins.
Þess ber að geta, að útsvör fyrirtækja til
Reykjavíkurbæjar hafa farið ört vaxandi á und-
anförnum árum. Alagðir skattar þeirra námu
23 millj. kr. 1955, 34 millj. kr. 1956 og 41 millj.
kr. 1957, að frátalinni hlutdeild í stríðsgróða-
skatti.
D. SKATTLAGNINGIN f NOKKRUM ATVTNNU-
GREINUM
Taflan á næstu síðu sýnir áhrif skattlagn-
ingar ársins 1957 til ríkis og Reykjavíkurbæjar
á fyrirtæki í nokkrum þýðingarmiklum atvinnu-
greinum. Tölurnar eru samkvæmt upplýsingum,
sem opinberar skrifstofur hafa góðfúslega látið
mér í té. Hreinar tekjur samkvæmt töflunni eru
teknar úr yfirliti, sem skattayfirvöldin í Reykja-
vík hafa gert. Það er ekki fyllilega ljóst, hvort
þessar tekjur voru lagðar til grundvallar við
skattálagninguna til ríkisins og bæjarins.
í töflunni er ekki meðtalinn eignarskattur til
ríkisins, sem draga má frá við ákvörðun hreinna
tekna. í sköttunum til ríkisins er innifalið tekju-
skattur, eignarskattur og kirkjugarðsgjald; í
sköttunum til bæjarins tekjuútsvar, eignarút-
svar og veltuútsvar. Veltuútsvarið er sýnt eins
og það var áður en leiðrétting fór fram á heildar-
útsvari.
Taflan sýnir, að heildarskattálagning fyrir-
tækja í viðkomandi atvinnugreinum nam til
jafnaðar 98% af uppgefnum hreinum tekjum.
Skattaálagið er frá 58% upp í 1766%. Síðari hlut-
fallstalan á við skipafélögin, þar sem stærsti skatt-
liðurinn er eignarútsvar. Heildarskattar fara einn-
ig yfir 100% hjá frystihúsum, flugfélögum, olíu-
félögum og stórútgerðarfélögum. Skattarnir nema
yfir 90% í 10 af 18 meðtöldum atvinnugreinum.
Af heildarsköttum í þessum atvinnugreinum
er hlutur ríkisins 40% og hlutur bæjarins 60%.
Á öll fyrirtæki í Reykjavík voru á árinu 1957
lagðir alls 31.647 þús. kr. skattar til ríkisins og
40.649 þús. kr. til bæjarins, þ. e. samtals 72.296
þús. kr. Skattskyldar tekjur fyrirtækjanna eru
af bænum taldar vera 75.654 þús. kr. í þessari
upphæð eru þó ótaldar tekjur nokkurra fyrir-
tækja, sem ekki skiluðu framtali og lagt var á
samkvæmt mati. Útsvör þessara fyrirtækja
námu 4% af heildarútsvörum allra fyrirtækja.
E. NOKKUR ALMENN SJÓNARMH) VARÐANDI
SKATTLAGNINGU FYRIRTÆKJA
Skattar voru áður fyrr lagðir á í því skyni
einu að afla tekna til þess að standa straum af
útgjöldum ríkis og sveitarfélaga, en gegna nú
miklu víðtækara hlutverki. Meðan skattstig-
arnir voru hlutfallslega lágir miðað við tekjur,
hafði skattálagningin ekki eins víðtæk áhrif og
nú á atvinnuvegina og þjóðarbúskapinn í heild.
Samhliða aukningu opinberra útgjalda hefur
vaxandi hluti tekna skaltgreiðenda verið inn-
heimtur í skatta. Þetta hefur leitt til þess, að
skattlagningin hefur haft vaxandi áhrif á þjóðar-
búskapinn, og henni er nú beitt sem þýðingar-
mikluin þætti í opinberum efnahagsráðstöfun-
um.
Tímabilið frá stríðslokum hefur almennt ein-
kennzt af efnahagslegri velmegun, aukinni neyzlu
og fjármunamyndun, ónógum sparnaði og meira
eða minna öflugri verðþenslu. Skattálagningin
er orðin eitt af þeim tækjum, sem ríkisvaldið
hefur beitt til þess að reyna að koma á jafnvægi
í efnahagsmálum. Þetta gildir bæði um skatt-
lagningu einstaklinga og fyrirtækja. í fyrra til-
fellinu getur skattlagningin haft áhrif á neyzlu
einstaklinga og sparnað þeirra, í síðara tilfellinu
8
FRJÁLS VERZLUN