Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Page 12

Frjáls verslun - 01.06.1958, Page 12
ríkis hefur einnig í för með sér hagnýta kosti við niðurjöfnunina (sjá kaflann hér í lokin um fram- talseftirlit). 2. Skcrttlagning eigna Skattar eru venjulega lagðir á tekjur og eignir. Röksemdin fyrir almennum eignarskatti er venjulega sú, að tekjur af höfuðstóli geti borið hærri skatt en aðrar tekjur. Það verður þá að líta á eignarskattinn sem viðauka við skattinn af þeim tekjum, sem eignin gefur af sér. Þessi röksemdafærsla getur verið rétt varð- andi einstaklinga, sem geta haft margs konar tekjur. Hún á þó tæplega við um fyrirtæki, sem hafa einungis tekjur af rekstri. Það er vandséð, að tekjur fyrirtækis geti borið meiri skatta sök- um þess, að fyrirtækið á miklar eignir. Skatt- þolið virðist verða að metast einungis út frá tekjunum. I Svíþjóð greiða einstaklingar skatt til ríkisins bæði af tekjum og eignum (þó ekki af eignum undir 80.000 sænskum kr.), en til sveitarfélaga greiða þeir einungis skatt af tekjum. Hlutafélög og samvinnufélög greiða einungis skatt af tekjum og ekki af eignum. Til eigna einstaklinga teljast einnig verðmæti hlutabréfa, sem ákvarðast sam- kvæmt sérstöku mati, nema um sé að ræða kaup- hallarskráð hlutabréf, sem skattleggjast sam- kvæmt verðskráningu. Að mínu áliti ætti einnig að fella niður á fs- landi skattlagningu á eignir fyrirtækja, bæði til ríkis og sveitarfélaga. 3. Veltuútsvarið í kafla B er getið þess sérkennilega skatts, veltuútsvarsins, sem lagt er á veltu fyrirtækj- anna. Ókostir slcattakerfis sveitarfélaganna, sem drepið var á hér rétt áður, eiga sérstaklega við um þennan skatt. Mér virðist hann vera alger- lega ósamræmanlegur skattkerfi, sem byggist á þeirri meginreglu að skattleggja hreinar tekjur. f kafla D er sýnt, að þetta veltuútsvar nemur í vissum atvinnugreinum verulega hærri upp- hæð en skattskyldar tekjur, en við ákvörðun þeirra má ekki draga frá veltuútsvarið. Það vek- ur undrun, að þetta skuli ekki hafa verið talið brjóta í bága við regluna um skatt „eftir efn- um og ástæðum“. Með því að leggja á þennan veltuskatt geta sveitarstjórnirnar hamlað verulega þróun fyrir- tækja og gert vissar atvinnugreinar algerlega óarðbærar. Skattlagning á veltu virðist hafa slíkar efnahagslegar afleiðingar, að sveitarfélög- unum ætti ekki að vera heimilt að beita henni. 4. Hlutfallsleg skattlagning á tekjur Eins og getur í kafla B, er skattlagning ríkis- ins á tekjur fyrirtækja ört stighækkandi, en skattur sveitarfélaganna fyrst stighækkandi og síðan stiglækkandi, þegar kemur yfir 100.000 kr. og nær ekki til tekna umfram 200.000 kr. Sam- kvæmt stjórnarfrumvarpinu á tekjuskattur til ríkisins að verða hlutfallslegur. í Svíþjóð var í gildi fram til 1938 afbrigði af stighækkandi skattlagningu á hlutafélög, sem var þannig uppbyggt, að skatturinn til ríkisins ákvarðaðist af hlutfalli ágóðans af samanlögðu hlutafé og varasjóði, með stighækkandi skatt- stiga. í Danmörku er slíkt afbrigði enn í gildi. Það er rökstutt með því, að tekjur fyrirtækis með hlutfallslega háan ágóða miðað við eignir hafi meira skattþol en tekjur fyrirtækis með hlutfallslega lágan ágóða. Ef yfirleitt á að leggja stighækkandi skatta á fyrirtæki, virðist eina raunhæfa aðferðin vera að miða skattinn við hlutfallslegan ágóða. Að miða einungis við krónutölu ágóðans, eins og nú er gert á íslandi, getur á engan hátt talizt viðeig- andi. Þetta felur í sér, að stór fyrirtæki greiða hærri skatt en smá, jafnvel þótt hlutfallslegur ágóði sé ekki hærri. Reglan er greinilega sniðin eftir ákvæðunum um skattlagningu einstaklinga, sem réttmætt getur verið að krefja um stig- hækkandi skatta með tilliti til þess, að hátekju- menn eiga auðveldara með að láta af hendi tekj- ur frá neyzlu en lágtekjumenn. Þegar um er að ræða ágóða fyrirtækja, á slík röksemdafærsla sýnilega ekki við, og mér virðist það því fjar- stæða að láta stighækkandi skattstiga gilda um fyrirtæki á sama hátt og fyrir einstaklinga. Þótt færa megi rök fyrir aðferðinni að miða stighækkandi skattstiga við hlutfallslegan ágóða, hefur hún þó þann ókost, að skatturinn verður mestur á dugmiklum fyrirtækjum. Þar sem hár hlutfallslegur ágóði er oft tákn þess, að fyrir- tækið sé vel rekið, getur stighækkandi skattur af hlutfallslegum ágóða sljóvgað áhuga á end- urbótum í rekstri og framleiðniaukningu. Bein hlutfallsleg skattlagning virðist frá þessu sjónar- miði vera ákjósanlegri en stighækkandi skatt- ar af hvaða afbrigði, sem vera kann. Breytingin, sem lögð hefur verið til um skatt- 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.