Frjáls verslun - 01.06.1958, Síða 13
lagningu ríkisins á fyrirtæki, virðist mér vera
spor í rétta átt, og ég vil hvetja til hliðstæðrar
breytingar á skattlagningu sveitarfélaganna.
5. Skipting útsvara á fyrirtæki og einstaklinga
Árið 1957 voru útsvör fyrirtækja í Reykjavík
41 millj. kr., og þar við bættist hlutdeild bæjar-
ins í stríðsgróðaskatti, 7 millj. kr. Eins og áður
er nefnt, mun þessi skattur sennilega falla niður.
Ef eignarútsvarið og veltuútsvarið félli einnig
niður, mundu tekjur bæjarins lækka enn um
30 millj. kr. miðað við árið 1957. Ef upphæðin,
sem félli niður, (7-j-30 millj. kr.), yrði innheimt
sem tekjuútsvar, yrði það um 47 millj. kr. í stað
10 millj. kr. nú. Þar sem framtaidar tekjur eru
76 millj. kr., yrði skatthlutfallið með beint hlut-
fallslegu tekjuútsvari um 60%. Ef heimilaður
yrði frádráttur af hlutafé og tillagi til varasjóðs,
eins og við skattlagningu ríkisins, mundi skatt-
hlutfallið nálgast og sennilega fara fram úr
100%.
Svo hátt skatthlutfall kemur að sjálfsögðu
ekki til greina. Það getur því komið til álita,
hvort ekki bæri að flytja verulegan hluta af
útsvari fyrirtækja yfir á einstaklinga. Ef gert er
ráð fyrir, að helmingur af útsvari fyrirtækjanna
(að meðtalinni hlutdeild bæjarins í stríðsgróða-
skattinum) hefði verið fluttur yfir á einstaklinga
árið 1957, mundi heildarútsvar þeirra hafa hækk-
að frá um 155 millj. kr. upp í 175 til 180 millj.
kr., eða um 15%.
Hækkun, sem þessu nemur, á útsvörum ein-
staklinga ætti að vera þolanlegri, en hin núver-
andi ósanngjarna útsvarsálagning á fyrirtækin.
Það kemur einnig til álita, hvort ekki mætti
vinna upp hluta af þeirri upphæð, sem útsvör
fyrirtækjanna lækkuðu um, með hækkuðum
fasteignaskatti.
I síðari kafla verður rætt um skattaeftirlit.
Það virðist ekki óhugsandi, að skerpt skatta-
eftirlit gæti aukið skattana um 10%, eða svo,
sem svarar til 20 millj. kr. ú*rai’shækkunar í
Reykjavík árið 1957. Það þýðir, að lækkun á
útsvörum fyrirtækja í Reykjavík um helming
gæti átt sér stað, án þess að aðrir skattþegnar
fengju verulega skattahækkun.
6. Leiðrétting ó óraunhæfum verðþensluágóða við
ákvörðun tekna
Þegar skattur er lagður á hreinar tekjur, er
þýðingarmikið, að þær séu ákvarðaðar á rekstr-
arhagslega fullnægjandi liátt. Sérstaklega er það
þýðingarmikið að gæta þess á verðþenslutím-
um, að sýndarágóði sé ekki talinn fram og skatt-
lagður.
Hugtakið ágóði verður ekki skilgreint á ótví-
ræðan hátt, því að til greina koma fleiri en eitt
ágóðahugtak. Þau mikilsverðustu þeirra má skil-
greina þannig:
a) Ágóði er sú upphæð, senx fyrirtæki getur
látið af hendi án þess að skerða nafnverð
höfuðstóls síns.
b) Ágóði er sú upphæð, sem fyrirtæki getur
látið af hendi án þess að skerða almennan
kaupmátt höfuðstóls síns.
c) Ágóði er sú upphæð, sem fyrirtæki getur
látið af hendi án þess að skerða raunhæfa
getu (lcapacitet) fyrii'tækisins.
Reynt skal með einföldu dæmi að skýra mun-
inn á þessunx ágóðahugtökum. Gerum ráð fyrir,
að maður leggi 1.000 kr. í fyrirtæki og hann
kaupi fyrir þennaix höfuðstól 100 kg af vöru á
10 kr. kílóið. Síðar eru allar vörubirgðirnar seld-
ar fyrir 1.250 kr. Samkvæmt skilgreiningu a)
er litið svo á, að átt hafi sér stað 250 kr. ágóði,
óháð því, hvernig peixingagildi og vöruverð lief-
ur breytzt. Séu nefnilega teknar úr fyrirtækinu
250 kr. eftir vörusöluna, stendur að íxafninu til
eftir sanxi höfuðstóll og í upphafi, þ. e. 1.000 kr.
Við þessa ágóðaákvörðun er ekkert tillit tekið
til, að þessar 1.000 kr. geta miðazt. við allt ann-
að peningagildi en þegar upphæðin var lögð í
fyrirtækið.
Hafi almenn verðvísitala t. d. hækkað frá 100
upp í 110, þá þýðir það, að upphaflegu 1.000
krónurnar höfðu sama kaupmátt og 1.100 kr.
eftir að vörurnar eru seldar. Sé því óskað að
lialda kaupmætti höfuðstólsins óskertum, er ekki
hægt að taka nema 150 kr. úr fyrirtækinu, sem
svarar til ágóðahugtaksins samkvæmt b).
Þótt almennt verðlag hafi hækkað um að-
eins 10%, getur verð vörunnar, senx fyrirtækið
verzlar með, hafa hækkað meira. Gera má ráð
fyrir, að fyrirtækið ákveði að verzla einnig fram-
vegis íxxeð sömu vöru og að við næstu innkaup
vei-ði að greiða 12 kr. á kg. Til kaupanna þarf
þá 1.200 kr., og af söluupphæðinni 1.250 kr. er
þá aðeins hægt að taka 50 kr., ef unnt á að vera
að hakla sama birgðanxagni og í uppliafi, án þess
að fá nýtt höfuðstólsframlag til fyrirtækisins
eða taka lán. Raunhæf geta fyrirtækisins er
FRJÁLS VERZLTJN
13