Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 16
íiækkunina. Raunhæft verðmæti hvers einstaks bréfs hefur því lækkað. I rauninni er þó elcki öruggt, að kauphallargengi lilutabréfanna lækki í beinu hlutfalli við fjölg- un þeirra. Þetta getur stafað af því, að reikn- að sé með á hlutabréfamarkaðinum, að heildar- arðsúthlutunin muni aukast, sem og oft er reyndin. I íslenzkri og einnig danskri og norskri skatta- löggjöf er útgáfa slíkra hlutabréfa látin jafn- gilda arðsúthlutun til hluthafa, sem því verða að greiða tekjuskatt af þessum lilutabréfum. I Svíþjóð er slík tilfærsla hins vegar ekki talin hlut- höfum til tekna, og er því ekki lagður á hana skattur. Frá rekstrarhagfræðilegu sjónar- miði verður einnig að teljast rangt að telja slík hlutabréf til tekna, því að þau færa hluthöfun- um ekkert raunhæft verðmæti. Fái hluthafinn hærri úthlutun á hlutabréf sín en áður, verður hann að greiða skatt af hækkuninni. Það getur ekki verið sanngjarnt að innheimta auk þess skatt af nýju bréfunum, sem fela ekki í sér neina verðmætisaukningu til hluthafans. 8. Frádráttur taps frá ágóða Islenzk skattalöggjöf heimilar að draga tap hvers árs frá ágóða næstu tveggja ára. Æskilegt virðist að víkka þessa heimild til að gilda um lengri tíma, t. d. 10 ár. Einnig kæmi til greina að draga mætti tap eins árs frá ágóða fyrri ára, en slík heimild hefur a. m. k. í Svíþjóð verið úlitin mjög flókin í framkvæmd. 9. Samræmdar skattareglur fyrir fyrirtæki með mismunandi rekstrarform Það virðist æskilegt, að sem mest samræmi gildi um skattlagningu hlutafélaga, samvinnu- félaga og annarra félaga, og fyrirtækja ríkis og sveitarfélaga, svo að skattlagningin hafi, óháð eignarformi, sem minnst áhrif á samkeppnisað- stöðu. 10. Framtalseftirlitið Hér að framan er mælt með samræmingu á skattareglum ríkis og sveitarfélaga. Ef slík samræming kæmi til framkvæmda, getur einnig starfið við niðurjöfnunina orðið haganlegra, með því að sömu niðurjöfnunarnefndir gætu lagt á bæði skatta ríkisins og sveitarfélaga. Ólafur Björnsson prófessor gaf þær upplýsing- ar í umræðum í alþingi um frumvarpið, sem nefnt er í kafla F, að 20—25% af skattskyldum tekjum muni sennilega vera dregið undan skatti. Skerpt framtalseftirlit ætti að líkindum að geta minnkað þennan undandrátt um að minnsta kosti helming. Þau útgjöld, sem skerpt fram- talseftirlit hefði í för með sér, ættu, hvernig sem á er litið, að vera vel ráðstafað fé. Æskilegt er fyrst og fremst, að framtalseftir- litinu sé á einn eða annan hátt komið á sem fæstar hendur, sem ég tel mig ekki geta sagt nákvæmlega til um, hvernig skuli gert. Varðandi stærstu fyrirtækin mætti hugsa sér svipað fyrir- komulag og verið hefur í Svíþjóð frá því 1942, þ. e. að niðurjöfnunin sé í höndum tiltölulega fárra nefnda eða jafnvel einnar skattstofu, sem gæti annazt niðurjöfnun á þessi fyrirtæki alls staðar á landinu. Með því að ráða mætti á slíkar skattstofur bókhaldsfróða starfsmenn, mundi niðurjöfnunin áreiðanlega, eins og reynsl- an varð í Svíþjóð, verða bæði öruggari og síður háð ágizkunum, sem hlýtur að vera atvinnu- vegunum til mikils hagræðis. Niðurjöfnun á aðra skattþegna mætti einnig safna á færri hendur. Umfram íillt væri æski- legt að safna framtölum smákaupmanna, liand- iðnaðarmanna og frjálsra atvinnurekenda til úr- vinnslu hjá sérstökum nefndum, en í því efni er þó væntanlega ekki unnt að ganga eins langt og varðandi stórfyrirtækin. Skattayfirvöldin þurfa að fá aðstöðu til víð- tækari rannsókna en nú er unnt að framkvæma á bókhaldi atvinnurekenda og bókhaldsfylgi- skjölum. Þetta á einnig við um smáfyrirtæki og frjálsa atvinnurekendur, sem æskilegt er að fengju víðtækari bókhaldsskyldu. Ársreikrxingar hlutafélaga ættu eins og í mörg- um öðrum löndum að vera opinber gögn, og setja ber í lögin um hlutafélög ákvæði um, hvernig gera skuli upp reikninga. Setja ber lagafyrirmæli a. m. k. um stór fyrirtæki, að einn endurskoðenda skuli vera löggiltur endurskoðandi. Reykjavík 9. maí 1958 Nils Vásthagen sign. 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.