Frjáls verslun - 01.06.1965, Page 3
læknir verður ætíð að vera reiðubúinn. Hann verð-
ur að vera viss um að hann sjúkdómsgreini sjúkling-
inn rétt, og liið sama gildir um okkur. Ef við ber-
um ekki kennsl á einkenni viðskiptavina okkar,
hvernig gætum við hjálpað þeim?“
Bachmann talar hratt, en skýrt og öruggt. Lítils-
háttar íslenzks hreims gætir. Þegar hann talar, tott-
ar hann gjarnan vindil, ellegar veifar honum til
áherzlu orða sinna. Hann missir aldrei af neinu því,
sem fram fer í skrifstofunni hvern vinnudag, og
hann notar líka hvert tækifæri til þess að líta á
tölurnar um hlutabréfaverð, sem sjá má frá skrif-
borði hans gegnum glervegginn.
ISM: Við höfum heyrt að þér séuð einn dugmesti
sölumaðurinn í verðbréfaviðski])tunum i dag. Hvað
er það, sem gerir yður svo áhugasaman í starfi yðar?
BACHMANN: Þessi geysimikla hlið viðskipta-
lífsins hefur töfrað mig. Það er alltaf eitthvað að
gerast. Við störfum að því að auka peninga fólks,
og þegar það gerist, hefur það mikil áhrif á mann.
Sem verðbréfasali að atvinnu kemst maður að raun
um mikilvægi þess að reyna að vinna að fullkomn-
un, færa fórnir og vera hreinskilinn. í þessu starfi
verða menn að fylgjast með öllu því, sem er að ger-
ast í þessum þætti viðskiptalífsins, í landinu og
raunar í heiminum öllum. Ég liefi starfað að þessu
í sjö ár, og verðbréfaviðskiptin eru mér í dag jafn
spennandi og fróðleg og þau voru fyrsta daginn.
ISM: Komuð þér til Bandaríkjanna fyrir sjö ár-
um?
BACHMANN: Nei, ég fór frá íslandi 1954, fyrir
11 árum. Ég var 23 ára gamall, og eirðarlaus. Ég
vann í banka í Reykjavík.
ISM: Ráðgerðuð þér að stunda verðbréfaviðskipti
í Bandaríkjunum?
BACIIMANN: Nei, alls ekki. Ég vissi ekkert um
verðbréfaviðskipti, enda þekkist slíkt ekki á íslandi.
Flestöll viðskipti þar eru rekin af ríkiseinokunum,
og hlutirnir eru þar mjög ólíkir því, sem hér gerist.
í raun og veru hljómar koma mín til Bandaríkj-
anna einsog kafli úr melódrama-leikriti. Mér leidd-
ist í bankanum. Dag einn kallaði bankastjórinn
mig inn til sín og sagði: „Jón, þú eyðir tímanum til
ónýtis í Reykjavík. Við skulum lána þér peninga
til að fara til Bandaríkjanna.“
ISM: Hafði hann eitthvað sérstakt í huga — eða
vissuð þér hvað þér vikluð í þessum efnum?
BACHMANN: Ég var viss í minni sök. Ég sótti
um styrk til Menntamálaráðs til viðbótar láninu.
„Tími er ekki peningar. Tími er hagnaður."
„Persónulegt samband er mesta sölutæki mitt."
„Ég skildi fólkið alltaf, en það skildi mig ekki aUtaf."
FRJÁLS VERZLUN
3