Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 5
þeirra hafði fengið verðbréfasala í heimsóhn til sín til persónulegra viðrœðna. Þetta kom þeim að óvör- um, og þeir voru einnig á vissan hátt ánægðir. Frá þessum mönnum komu mínir fyrstu viðskiptareikn- ingar, og sumir þeirra eru þeir beztu, sem ég hefi enn i dag. TSM: Hversu lengi beittuð þér þessari söhiaðferð? BACHMANN: í sex mánuði samfleytt. í upphafi kom ég ekki á skrifstofu okkar fyrr en ég hafði a. m. k. eina pöntun. Mér lærðist að í þessum við- skiptum verður maður að halda áfram að safna pöntunum og opna stöðugt nýja reikninga. ISM: Ur þessum viðtölum hófuð þér að byggja upp viðskiptareikninga yðar. I>ér högnuðust um $10,000 fyrsta árið. Hve mikið var það næsta ár á eftir? BACHMANN: Við skulum láta nægja að segja, að hvert ár frá því fyrsta til hins sjöunda hafi gefið mér stöðugt meira í aðra hönd. í raun og veru er það svo, að er ég lít yfir hagnaðaraukninguna á hverju ári, bregzt ég við eins og alltaf eftir stórar sölur — ég tvíeflist í áhuga. TSM: Jæja, en akið þér enn um í litla Peugeot- bílnum. BACHIMANN: Nei, herra minn! Ég lét hann ganga uppí Cadillac. ISM: Þér hafið unnið yður jafnt og þétt áfram á framabrautinni, en ef við lítum aftur til fjórða árs yðar hjá Goodbody, getið þér sagt okkur hvers- vegna þér hættuð þar úr því yður gekk svo vel, sem raun ber vitni? BACIIMANN: Þetta er mjög þröngur hringur. (Bachmann á hér við fjármálastarfsemina í Miami.) Ef einhverjum gengur vel, spyrzt það út. T. d. þekki ég alla í þessum viðskiptum, sem vel gengur. Mér var boðin aðstoðarframkvæmdastjórastaða hiá A. M. Kidder í júní 1962. í nóvember var ég orðinn framkvæmdastjóri. TSM: Var það ekki skömmu eftir þetta að Reyn- olds yfirtók Kidder? BACITMANN: Jú, það var í júní 1963. Ég gegndi áfram framkvæmdastjórastöðunni. TSM: Hvernig var högum skrifstofunnar komið. er þér tókuð við stjórn hennar? BACITMANN: Þegar ég varð framkvæmdastjóri Kidder í nóvember hafði fyrirtækið tapað pening- um allt árið. í desember fórum við að sjá hagnað, og það hélt áfram allt til þess tíma að Revnolds tók yfir fyrirtækið. t júní 1963, sem Reynoldsskrif- stofa, vorum við nr. 37 í röðinni af deildum þeirra miðað við heildarveltu. f desember 1964 vorum við nr. 12 af meira en 50 deildum eða útibúum. Ein ástæðan fyrir velgengni okkar var sú að ég réði marga nýja menn. Þegar ég tók við skrifstofunni var meðalaldur sölumanna okkar um 55 ár, — nú er hann líklega 35 ár. ISM: Þetta er býsna góður árangur. Voruð þér ánægður þann tíma, sem þér störuðuð sem fram- kvæmdastjóri? BACHMANN: Já, mjög svo — nema hvað þetta var mjög erfiður tími. Þér þekkið e. t. v. það forn- kveðna að framkvæmdastjórar verði sjálfir og per- sónulega að sjá sér fyrir umboðslaunum. Þetta gerir aðstæður mjög erfiðar. Maður þarf að hafa áhyggj- ur af starfsemi sölumannanna samhliða hinum miklu skyldum varðandi stjórnarstörf í stóru fyrir- tæki. Þetta gerir það að verkum að mjög erfitt verður að einbeita sér að eigin sölum, og þar eð eigin sölur gegndu mjög mikilvægu hlutverki varð- andi tekjur mínar, er því ekki að neita að ég var í erfiðri aðstöðu. Við rákum liinsvegar prýðilegt fyrirtæki, og ég held að mennirnir, sem ég hafði yfir að segja, hafi verið mjög vinnusamir og ákveðn- ir. Ég hafði mikla ánægju af þessu. ISM: Voruð þér góður framkvæmdastjóri? BACHMANN: Já og nei. Ég hefi staðfasta trú á því, að ef tekjur mínar hefðu ekki verið svo háðar eigin sölum niínum, hefði ég getað byggt upp fyrir- tækið enn betur en ég gerði. Ég hefði heldur viljað getað einbeitt mér að sölum mannanna, sem hjá mér unnu, en mínum eigin. Á hinn bóginn ljúga tölur ekki. Ég hjálpaði skrifstofu okkar vissulega til að afla sér viðurkenningar innan fyrirtækis okkar. ISM: Nú, þegar þér eruð aftur kominn til Good- body, eruð þér ánægður með eigin sölur yðar? BACHMANN: Sölumaður ætti aldrei að vera ánægður með sölur sínar, en ég er ánægður með þann hraða, sem mér hefur tekizt að þróa hjá öðru fyrirtæki. ISM: Yfirgefið þér skrifstofuna enn og hittið menn persónulega að máli, líkt og þér gerðuð fyrir sjö árum, er þér hófuð störf? BACHMANN. Skilyrðislaust. Það er hægt að eiga ótakmörkuð viðski])ti aðeins með því að setj- ast niður utan skrifstofunnar. Mér er það með öllu óskiljanlegt, hvers vegna aðrir verðbréfasalar yfir- gefa ekki skrifstofur sínar og ganga á vit manna. Þegar ég sel, þá geri ég ekki annað en að selja. Ég ver tíma minum þannig að henti viðskiptamönn- um mínum og reikningum. Ef ég get fengið fólk til 5 Flt.TÁnS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.