Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Síða 11

Frjáls verslun - 01.09.1969, Síða 11
FRJÁLS VERZLUN veg 11 var leitað álits ráðunauta borgarinnar við gerð aðalskipulags um byggingarlistgildi hússins. Það var ekki talið sérstakt, og húsið var raunar mjög illa farið af misjafnri notkun margra aðila um langan tíma. Ég tel varðveizlu hússins ekki aðalatriðið í þessu máli, enda má og á að heiðra minningu Thor Jen- sen með öðrum hætti. Aðalatriðið er umhverfi Tjarnarinnar og nauðsyn þess að fegra það og sjá svo um, að nýjar byggingar rjúfi ekki samræmi og falli vel bæði að Tjörninni og hallanum upp í Þingholtin. F. V.: í skipulagi margra nýrra borgarhverfa hefur verið gert ráð fyrir ákveðnum verzlunarmið- stöðvum. Sú þróun hefur síðan átt sér stað í mörg- um þessara hverfa, að verzlanir, einkum matvöru- verzlanir, hafa sprottið upp víðs vegar í kring og jafnvel við hliðina á slíkum „miðstöðvum". Hver er stefna borgarinnar í þessum málum, og hvernig helzt mönnum það uppi að opna verzlanir í iðnað- arhúsnæði eða öðru álíka í samkeppni við þá aðila, sem borgin hefur úthlutað verzlunarlóðum? G. H.: Stefna borgarinriar er að gera ráð fyrir verzlunarmiðstöðvum, þar sem borgarbúar geta með auðveldum hætti keypt allar daglegar líís- nauðsynjar. Þótt þess finnist dæmi, að sams konar verzlanir hefji starfrækslu í nágrenninu, án þess að gert hafi verið ráð fyrir þeim í skipulagi, þá er þó munur nú miðað við það, sem áður var, þegar fjárfestingarhöft komu í veg fyrir eðlilegar verzl- anabyggingar og verzlunum var fyrir komið í bíl- skúrum og öðru slíku húsnæði skipulagslítið. Það er hins vegar rétt, að dæmi eru um það, að verzl- anir hafi hafið rekstur í iðnaðarhúsnæði og þá stafar það t. d. af því, að samhliða iðnaði þykir oft eðlilegt að reka verzlun með iðnaðarframleiðsl- una, svo að í úthlutunarskilmálum og lóðarsamn- ingi er lóðin leigð bæði til iðnaðar og verzlunar, og fyrirvari er ekki gerður um tegund verzlunar. Reynt hefur verið að herða eftirlit á þessu sviði og skilgreina úthlutunarskilmála eða ákvæði í lóðar- samningum betur en gert hefur verið. En ég er þó ekki bjartsýnn um, að borgaryfirvöld geti séð við öllum tilbrigðum í þessum efnum og spurning er, hvort eðlilegt er, að þau geri meira en nú er reynt. Þrátt fyrir það, að staðsetning og stærð verzlun- armiðstöðva sé skv. skipulagi byggð á ýtarlegum athugunum erlendra og innlendra skipulagsfræð- inga um þörf á mismunandi tegundum verzlana daglegra nauðsynja, þá eru slíkar athuganir aldrei fullkomnar; tímar, kröfur og verzlunarhættir breytast og fjöldi sérverzlana verður t. d. aldrei ákveðinn til lengdar af skipulagsyfirvöldum. Hér má t. d. nefna, að fyrir nokkrum árum þótti eðli- legt í verzlunarhverfi, að kjötbúð og nýlenduvöru- búð væru reknar af sinn hvorum aðilanum hlið við hlið, en nú er gert ráð fyrir einni kjörbúð, er gegni báðum hlutverkum. í þessum efnum verður framboð og eftirspurn og eðlileg samkeppni að ráða mestu um, og vonandi standa þeir bezt að vígi, sem aðsetur hafa í verzl- unarmiðstöðvum samkv. skipulagi borgarinnar. F. V.: Hver er afstaða borgarstjórnar til lokun- artímamálsins margnefnda? G. H.: Ég kann ekki að greina betur frá af- stöðu borgarstjórnar til lokunartímamálsins en að vitna til gildandi reglna, er borgarstjórn hefur sett. Hitt verður að segja hreinskilnislega, að regl- ur þessar eru nú nær dauður bókstafur í fram- kvæmd. Borgaryfirvöld eru öll af vilja gerð að leitast við að setja nýjar reglur í samráði við kaup- menn, verzlunarmenn og neytendur, en sjónarmið þessara aðila og hagsmunir eru mismunandi og illsamræmanlegir. Auk þessa hefur reynzt erfitt, ef ekki óframkvæmanlegt, fyrir Reykjavík eina, þótt höfuðborg sé, að setja í þessum efnum ákveðn- ar reglur, sem nágrannasveitarfélög vilja ekki að- hyllast. Að svo miklu leyti sem eðlilegt yrði talið að setja reglur um lokunartíma sölubúða, þyrftu þær að gilda á landinu öllu eða a. m. k. þær sömu á sama verzlunarsvæði. Þess skal getið, að ætlun- in er að taka upp á ný viðræður við kaupmanna-, verzlunar- og neytendasamtök til að reyna til hins ýtrasta að ráða bót á vandræðaástandi, sem nú ríkir í þessum málum. F. V.: Það hefur oft sætt gagnrýni opinberlega, að bílar merktir Reykjavíkurborg sjást á þeim tima og stöðum, þar sem með ólíkindum virðist, að við- komandi borgarstarfsmenn séu að gegna erindum skattborgaranna eða borgarstofnana. Eru einhverj- ar reglur í gildi um notkun slíkra bifreiða? Táknar borgarmerkið ekki, að þær séu eign borgarinnar, og ef svo er, greiðir borgin þá ekki viðhaldskostnað- inn og benzín? G. H.: Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar er rekstr- araðili að flestum bifreiðum og vinnuvélum borg- arinnar og borgarfyrirtækja. Undantekningar hér frá eru Reykjavíkurhöfn, slökkvilið, lögregla og Bæjarútgerð. Bifreiðaeign Vélamiðstöðvarinnar er nú 120 bifreiðar af ýmsu tagi, allþ frá krana- og dráttarbifreiðum niður í fólksbifreiðir. Bifreiðar þessar eru allar merktar skjaldarmerki borgarinn- ar. Utan vinnutíma eru bifreiðir í þjónustu Raf- magnsveitunnar lokaðar inni á athafnasvæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Barónsstíg; flestar aðrar eru utan vinnutíma í vörzlu þeirra manna, er þeim aka. Notkun utan vinnutíma í einkaþágu er almennt bönnuð. Örfá dæmi eru til þess, að trúnaður sá, sem notendum bifreiðanna er sýndur með því að haía þær í þeirra vörzlu utan vinnutíma, sé misnotaður, og er því þá mætt með viðeigandi aðgerðuin hverju sinni. Vegna þess, hve þjónusta borgarinnar við borgarana er fjölþætt, má búast við að sjá á ferðinni bifreiðar merktar borginni á hvaða tima sólarhrings sem er. Spyrja má, hvers vegna séu ekki allar bifreiðir borgarinnar lokaðar inni utan vinnutíma. Því er til að svara, að fram til þessa hefur ekki verið aðstaða fyrir hendi til þess að svo mætti verða. í öðru lagi fer öll vinna fyrr í gang með því að bílarnir séu í vörzlu bílstjóranna I þriðja lagi þarf alltaf tiltekinn fjöldi bíla að vera

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.