Frjáls verslun - 01.09.1969, Side 13
FRJÁLS VERZLUN
.13
tiltækur vegna bakvakta og útkalla utan vinnu-
tíma.
Fólksbifreiðar Vélamiðstöðvar eru 6 talsins, 3
á vegum skrifstofu borgarstjóra, þ. m. t. bifreið
borgarstjóra, og 3 á vegum tæknideilda. Afnot
fólksbifreiða í einkaþágu fer eftir mati þess, sein
bifreiðina hefur undir höndum, en merking hetm-
ar er þegar hemill á einkanot. Að öðru leyti hef-
ur Reykjavíkurborg öðrum opinberum stofnunum
fremur komið því fyrirkomulagi á, að starfsmenn,
þ. á m. forstjórar borgarfyrirtækja og ýmsir deild-
ar- og verkstjórar, fá svokallaða bifreiðastyrki eða
réttara sagt endurreiðslur vegna notkunar einka-
bifreiða í þágu starfs síns. Greiðslur þessar eru á
þessu ári hæst rúml. 70 þús. kr. á ári og stiglækk-
andi í 11 þrepum niður í 18 þús. kr. eða lægri upp-
hæð. Tillögur um niðurröðun í flokka þessa ann-
ast 3ja manna nefnd, kosin af borgarráði, en ráðið
verður að samþykkja endanlega greiðslu, og er
við það miðað, að ekki sé launauppbót fólgin í slík-
um greiðslum, heldur beinn kostnaður vegna
starfsins við rekstur ódýrrar bifreiðar.
Það er sammála áiit allra borgarráðsmanna, að
fyrirkomulag þetta sé mun betra en ef borgin
þyrfti að eiga og reka bifreiðar sjálf eða nota leigu-
bifreiðar, þótt vitaskuld séu þær notaðar í einstaka
ferðum, en mikið aðhald og eftirlit er við haft
einnig um slíka notkun.
F. V.: Á það hefur verið bent, að einn liður í
eflingu atvinnu í Reykjavík gæti verið lækkun
ýmissa opinberra gjalda, einkum aðstöðugjalds.
Hvert er yðar álit á slíkum hugmyndum?
G. H.: Ljóst er, að öll skattlagning fyrirtækja
dregur úr fjármagnssöfnun þeirra og þar af leið-
andi getu þeirra til að færa út verksvið sitt og
skapa aukna atvinnu. Þó munu allir vera sam-
mála um, að eðlilegt sé, að fyrirtæki greiði skatta
til rikis- og sveitarfélaga, og flestir viðurkenna, að
tekjuskattar og útsvör séu sízt hærri hér en ann-
ars staðar. Þeir valda því ekki fjármagnsskorti
verzlunarfyrirtækja, heldur miklu fremur óeðli-
legar álagningarreglur og gengislækkanir, án þess
að birgðir fengjust seldar á nýja genginu. Að-
stöðugjaldið er endurgreiðsla fyrirtækis til sveitar-
félags fyrir þá þjónustu, er fyrirtækið nýtur hjá
sveitarfélaginu. Vissulega má deila um, hvort að-
stöðugjaldið sé réttur mælikvarði á þjónustuna í
hverju einstöku tilviki, og ýmsir hafa bent á, að
aðstöðugjald þekktist ekki annars staðar. En þótt
sömu reglur gildi ekki um aðstöðugjald og sölu-
skatt, þá eru þau gjöld ekki mjög frábrugðin
hvort öðru, nema að því leyti, sem skiptir vissu-
lega höfuðmáli, að á meðan óeðlilegar álagningar-
reglur gilda, er aðstöðugjaldið ekki álagningar-
hæft, en þó er það nú frádráttarbært frá tekju-
skatti og útsvari.
Auðvitað má hugsa sér, að íslenzk sveitarfélög
hækki t. d. fasteignaskatta og felli niður aðstöðu-
gjald samkvæmt engilsaxneskri fyrirmynd. —
Annars vil ég ekki láta hjá líða að nefna dæmi
aðstöðugjaldinu til réttlætingar. Tvö fyrirtæki
í sömu grein hafa keypt inn vörur og stofnað til
kostnaðar við vörusölu, er nemur sörnu upphæð.
Annað hagnast um 1 millj. kr., hitt tapar 1 millj.
kr. Ef útkoman er vitnisburður um stjórn fyrir-
tækjanna, má spyrja: Er réttlátt, að fyrirtækið,
sem betur er stjórnað, standi undir útgjöldum
sveitarfélagsins, meðan fyrirtækið, sem illa er
stjórnað, greiðir ekkert, en bæði njóta sömu þjón-
ustu hjá sveitarfélaginu.
Auðvitað verður hið opinbera að afla tekna
með skattlagningu. Aðalatriðið er, að skattareglur
miðist við að örva einstaklinga og fyrirtæki til
hagkvæms reksturs og ágóðamyndunar. Með þeim
hætti skapast öruggust atvinnan og mest verð-
mætin í senn samfélaginu og einstaklingunum til
handa.
F. V.: Rætt hefur verið um að fá fjármálamenn
til að kynna sér af eigin raun og gera tillögur til
úrbóta á ýmsum sviðum borgarrekstui’sins. Hvert
er yðar álit á slikum hugmyndum, sem vitað er, að
framkvæmdar hafa verið með góðum árangri í
ýmsum löndum?
G. H.: Reykjavíkurborg hafði frumkvæði hér á
landi um að stofna sérstaka hagsýsludeild, er gera
skyldi tillögur um bættan rekstur á ýmsum svið-
um þjónustu og framkvæmda. í þeim efnum hef*
ur ennig verið leitað til erlendra og innlendra sér<
fræðinga með góðum árangri og samráð haft við
innlenda menn í einkarekstri, ef um skyldan relcst*
ur var að ræða. Nefndir kosnar af borgarráði haia
og kynnt sér rekstur á afmörkuðum sviðum cg
gert tillögur til úrbóta. Hins vegar er aldrei nóg
að gert í þessum efnum, og alltaf má um bæta.
Vissulega mundi ég fagna því, ef unnt reyndist að
fá færa fjármálamenn, sem gætu gefið sér tíma
frá fyrirtækjum sínum til þess að gaumgæfa rekst-
ur borgarfyrirtækja. Okkur skortir menn úr at-
vinnulífinu, þ. á m. verzluninni, sem áhuga hafa
og taka vilja þátt í opinberri stjórnsýslu.