Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Side 33

Frjáls verslun - 01.09.1969, Side 33
FRJÁLS VERZLUN 33 komið okkur vel fyrir á banda- ríska markaðinum, að við höfum byggt upp tvær myndarlegar verk- smiðjur og framleiðum sjálfir úr hlutfallslega meira magni af okk- ar blokkum, en aðrar þjóðir, sem selja fisk til Bandaríkjanna. F. V.: Ef verðlag á hraðfrystum fiski á Bandaríkjamarkaði lækk- aði vegna hins aukna framboðs, hvað myndu íslenzkir útflytjend- ur þá taka til bragðs? Gætu þeir búizt við hagstæðari sölu á öðrum mörkuðum? G. Ó.: Stærsti hluti freðfisk- framleiðslu íslendinga er seldur til Bandaríkjanna. Er þar um að ræða 60—70% framleiðslunnar. Það gefur að skilja, að ekki yrði auðvelt að finna markað annars staðar á skömmum tíma fyrir allt það magn, sem hér um ræðir. Aðr- ir helztu markaðir okkar eru í Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og Bretlandi. Aðeins tiltölulega lítið magn er selt til annarra Evrópu- landa, einkum vegna hárra tolla, einnig vegna lágs verðs á fiski, sem ýmsar Evrópuþjóðir afla sjálf- ar. — í flestum þessum löndum er um að ræða opinbera aðstoð til sjávarútvegs í einhverri mynd, t. d. með greiðslu hluta af bygg- ingarkostnaði fiskiskipa o. s. frv. Af þessum löndum er helzt að reikna með því að hægt verði að auka sölu til Bretlands. Verðlag í Bretlandi hefur þó reynzt óhag- kvæmt fyrir þorskflök á undan- förnum árum, en hefur þó heldur breytzt til batnaðar, eftir að tollur var aftur settur á fisk frá Skan- dinavíu. AUmikið magn af íslenzk- um fiski var selt til Bretlands allt fram til ársins 1965 og væri vissu- lega ánægjulegt, ef mögulegt reyndist að ná þeim markaði upp á ný. Aðalatriðið er, að okkur íslend- ingum skiljist, að framleiðslutak- markanir og verulegar sveiflur á sölum til margra landa eftir dag- prísum, leysa aldrei nema mjög tímabundin vandamál. Hin eina varanlega lausn, sem um er að ræða á okkar fisksölumálum er að vanda æ meir til framleiðsl- unnar og vinna þannig og með öllum öðrum hugsanlegum ráðum að neyzluaukningu á þessari hollu og góðu fæðu, svo að salan verði ætíð í samræmi við framleiðsluna. xnelka • SKYRTIIR margar gerðir • FRAKKAR H ERRADEILD AUSTURSTRÆTI 14 - SÍMI 12345 LAUGAVEGI 95 - 5ÍMI 23B62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.