Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1969, Side 10

Frjáls verslun - 01.12.1969, Side 10
!□ völl Flugfélags fslands og SAS um „pool“-samvinnu. Ef haldið er áfram í þeim dúr má líka segja sem svo, að félögin gætu hagað samningsgjörð á annan hátt, til dæmis með því, að Flugfélagi ís- lands yrði tryggð miklu betri nýt- ing en nú gerist á Boeing-þotu sinni með flugi til Grænlands í framhaldi af ferðum SAS til Keflavíkur, auk þess sem þotan færi ákveðinn ferðafjölda á hin- um hefðbundnu millilandaflug- leiðum frá íslandi, eins og áður. Hlutur SAS á flugleiðinni milli Norðurlanda og íslands yrði þá líka meiri en hann er nú, sam- kvæmt slíku ímynduðu sam- komulagi. GOTT SAMSTARF F.I. OG SAS. Um áratuga skeið hefur verið náin samvinna með Flugfélagi fs- lands og SAS. Dæmi um marg- háttaða fyrirgreiðslu SAS við Flugfélag íslands á þessum tíma eru fjölmörg, og fyrirsvarsmenn Flugfélagsins líta þetta erlenda fyrirtæki ekki því hornauga sem almenningi á íslandi virðist tamt. Hinu má ekki gleyma, að SAS er rekið sem einkafyrirtæki, þó að ríkisstjórnir Norðurlandanna séu aðiljar að því. SAS-menn hugsa vitanlega fyrst og fremst um af- komu síns félags, en aftur á móti virðast fjölmörg dæmi þess, að þeim hafi tekizt að efna til sam- starfs á jafnréttisgrundvelli við erlend félög, þannig að báðir að- iljar hafi haft hag af. Hvergi er al- þjóðlegt samstarf sennilega jafn víðtækt og í flugmálunum, póli- tíkin meiri eða ,,diplómatíið“ nauðsynlegra. Þetta er íslendingum hollt að hugleiða, því að gagnlegt samstarf þarf ekki að þýða, að annar að- ilinn, þó að sterkur sé, ætli að gleypa smælingjann í sig og ganga af íslenzku framtaki í flugmálum dauðu. Þess háttar aðferðir yrðu FRJALS VERZLUN SAS mjög hættulegar, og er ekki ástæðulaust að ætla, að félagið myndi fremur leggja sig fram um að gera rekstrargrundvöll íslenzka samstarfsaðiljans sem beztan, því að íslendingum yrði ekki skota- skuld úr því að stofna Flugfélag fslands hið fjórða, ef landsmenn vöknuðu allt í einu upp við þann illa draum, að SAS væri einrátt í loftflutningum á íslandi. Framámenn Flugfélags íslands óttast sennilega ekki samstarf við SAS. Þvert á móti. En vegna al- mennrar andstöðu á íslandi við SAS, hafa Flugfélagsmenn líklega ekkiséð sér fært að minnastáþann möguleika, að víðtækt samstarf við hið erlenda félag yrði hafið. En þar sem almenningi er nú Ijós sú hætta, að íslenzku flugfé- lögin fari að berjast í bökkum áð- ur en varir, má vera, að menn yrðu skilningsríkari á nauðsyn einhverra breytinga í þessum mál- um, og þá hugsanlega með sam- vinnu við SAS. IIERIKAJAKKAIt OG OltEIV G JA JAKKAlt Mikið úrvail Prjónastofan IÐIJIMINl Skerjabraut I. — Seltjarnarnesi

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.