Frjáls verslun - 01.12.1969, Síða 20
ZD
FRJÁLS VERZLUN
samningana, en ekki vitað hve-
nær niðurstaðan yrði gerð opin-
ber.
Ríkisstjórnin lítur svo á, að al-
menningur geri sér of háar hug-
myndir um greiðslugetu atvinnu-
veganna. Þetta er án efa hárrétt
mat. En ríkisstjórnin og málgögn
hennar eiga nokkra sök á þessu
sjálf. Til að vega upp á móti svart-
sýnisáróðri stjórnarandstöðunnar
var gripið til þess ráðs að koma
á framfæri við almenning öllum
þeim upplýsingum, sem voru til
þess fallnar að vekja vonir fólks
um stöðugt og batnandi efnahags-
ástand. Það hefur meira að segja
verið gengið svo langt, að fleira
er tínt til en það, sem unnt er að
standa við.
Þannig hefur verið á það bent,
að gjaldeyrisstaðan fari stöðugt
batnandi. En bati gjaldeyrisstöð-
unnar er ekki jafnmikill og hann
virðist vera, þegar fljótt er á töl-
urnar litið. Lántökur eiga veru-
legan þátt í þessu.
Greiðslugeta atvinnuveganna er
mjög mismunandi og erfitt að
meta hana í svipinn. Augljósasta
dæmið um févana atvinnugrein
er verzlunin. Útvegsmenn eru
mjög misjafnlega á vegi staddir,
en frystihúsin eru almennt bæri-
lega stödd.
Niðurstaða verður því í stuttu
máli sú, að gjaldeyrisstaðan sé í
hættu, ef launahækkanir verða
miklar, og að framkvæmdir muni
minnka í öfugu hlutfalli við allar
launahækkanir, nema fyllsta að-
gæzla verði viðhöfð á öllum svið-
um.
Menn velta því fyrir sér, hvort
verkföll muni setja svip sinn á
vinnumarkaðinn eftir áramót. í
augnablikinu er stórt spurninga-
merki við sjómenn og þeirra
samninga.
BRAUÐBORG
Njálsgötu 112 Sími 1-86-80
♦ SMURT BRAUÐ
♦ KJÚKLINGAR
♦ SÚPUR
♦ SÍLDARRÉTTIR
♦ KAFFI
„biíjib um brauiii frá Brauiborg"
OPIÐ DAGLEGA KL. 9-11.30
Framhald af bls. 29
AKUREYRI
Vegna hinnar óvæntu en tiltölu-
lega miklu uppbyggingar atvinnu-
húsnæðis, hefur verið mun meira
að gera hjá byggingariðnaðinum
en horfur voru á í ársbyrjun. Þó
hefur það ekki verið fullnægjandi,
enda hefur bygging íbúðarhúsa
dregizt stórlega saman á árinu.
Hefur aðeins verið byrjað á 34
íbúðum í ár móti 84 í fyrra og
89 árið þar áður. Þessi samdrátt-
ur getur haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir byggingariðnaðinn áð-
ur en varir, en að auki eykst hús-
næðiseklan, sem hefur verið til-
finnanleg um árabil, hvað þá þeg-
ar litið er á stóraukna fólksþörf
á næstunni með þeirri auknu og
nýju atvinnu í iðnaði og þjónustu,
sem nú er á næstu grösum, ef svo
fer sem horfir.
Allar
vorur
til
skipaútgerðar
Páll Þorbjörnsson
Sími 1332