Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Side 35

Frjáls verslun - 01.05.1985, Side 35
ur og tollar svo eitthvað sé nefnt og án þess að ég sé aö hallmæla því að kröfur séu gerðar til íslenskrar framleiðslu þá hljóta að vera til takmörk fyrir öllu, sagði Jón Viglundsson. — Við erum ekki að amast við því að bakarar framleiði sælgæti, heldur viljum við að stjórnvöld taki sig saman i andlitinu og gangi þannig frá málum að sæl- gætisframleiðendur sitji við sama borð og bakararnir i þessum efn- um. Það hlýtur að vera réttlát krafa aö sömu lög gildi fyrir alla þegna þessa lands, sagði Krist- inn Björnsson, forstjóri i Nói-Sirí- us hf. er vörugjalds- og sölu- skattsmálin voru borin undir hann. Að sögn Kristins eru nú uppi gjörbreytt viöhorf i þessum mál- um en voru fyrir nokkrum árum siðan. — Það sér hver heilvita maöur sem hér fer inn i bakari að mörg þeirra eru orðin meö glæsilegri „konditorum“ sem til eru. Þarna eru seldar kókos- og súkkulaði- bollur, ýmis konar marsipanbrauð og sambærileg vara við það sem sælgætisframleiðendur eru með og geta framleitt. Munurinn er bara sá að önnur framleiðslu- greinin er botntolluð á meðan samkeppnisgreinin borgar engin gjöld. Þaö er óneitanlega gremju- legt, svo ekki sé meira sagt, aö sjá nákvæmlega eins vöru og t.d. erframleidd hér i Nóa-Sírius hf. á sama eða jafnvel hærra verði í bakariunum og vita að á meðan maður ber sjálfur sáralítið úr být- um, þá geta þakararnir selt vör- una meö gifurlegri álagningu. Öll lög þverbrotin Að sögn Kristins er fariö með þessi mál eins og mannsmorð hjá þeim aðilum sem eiga að hafa stjórnina með höndum. —Það er búið að þverbrjóta lög og reglur og ráðherrabréfið sem gefið var út um niðurfellingu á vörugjaldi og söluskatti á brauði og brauðvörum á sinum tíma, brýtur t.d. gjörsamlega i bága við lög um friverslun sem Islendingar eru aðilar aö. Þetta gjald er ekki innheimt af islenskri framleiðslu en það er innheimt af innfluttri vöru. Það yrði lagleg sprenging ef einhver kærði þetta til EFTA, sagði Kristinn Björnsson. I máli Kristins kom fram að sælgætisframleiöendur hafa ekki horn i síðu bakaranna vegna þessa en Ijóst sé vegna gjör- breyttra aðstæðna að eitthvað þurfi að gera i málunum. — Ég get nefnt það sem dæmi að bakarar hafa nú sjálfir sett á fót sultu- og efnaverksmiðju sem fest hefur kaup á vélum til að framleiöa súkkulaði. Þetta súkkulaði er selt til bakaríanna i blokkum og bakararnir bræða það niður á brauð og kökur og framleiða sælgæti. I þessu tilviki ber verksmiöjunni að innheimta vörugjaldið af súkkulaðinu fyrir Ríkið og ég trúi ekki öðru en að það sé gert. — En hvað er til ráða? Menn virðast nokkuð sammála um að það sé illmögulegt að fara eftir þessari reglugerð. Er ekki nær að búa til lög og reglur sem hægt er að fara eftir i stað þess að beygja menn undirómöguleg lög? — Auðvitað er það eina ráðið. Við sælgætisframleiðendur bið- um þolinmóðir eftir virðisauka- skattinum sem leyst hefði þessi mál fyrir fullt og allt en hann virð- ist nú úr sögunni a.m.k. í einhvern tíma. Það þarf því að byrja upp á nýtt og við biðjum aðeins um rétt- láta lausn. Til síðasta blóðdropa — Nú er þitt fyrirtæki og fleiri farið að framleiða súkkulaðikex i bitum og selja í pokum, án þess að greiða söluskatt. Eruð þið ekki að fara þarna i kringum lögin? — Þetta mál erþannig tilkomið að söluskattur var felldur niður af matvælum, m.a. kexi. Það sem viö gerðum var einfaldlega það að við fórum i Hagkaup og keypt- um einar tiu tegundir af erlendu súkkulaðikexi. Fórum þvi næst með þessa vöru til matvælafræð- ings og sögðumst vilja framleiða svona vöru og selja, auðvitað án söluskatts. Nú matvælafræðing- urinn kom meö uppskriftina og við framleiðum sambærilegt kex og það erlenda, sem selt er án söluskatts. Það má vera að ein- hverjum detti i hug að mismuna íslenskum iðnaði og erlendum með þvi að reyna að innheimta söluskatt af þeirri islensku, en við munum berjast til síðasta blóð- dropa i þvi máli. Ég segi það fyrir mig. Ég mun aldrei, að óbreyttu ástandi, borga söluskatt af þess- ari vöru, sagði Kristinn Björns- son. 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.