Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Page 54

Frjáls verslun - 01.05.1985, Page 54
ÞJONUSTA Vaxandi eftirspurn fyrirtækja eftir starfi ráðningarþjónusta Á undanförnum árum hefur starfsemi ráöningarþjónustu aukist. Frumkvöðull í þeirri stétt var ráðgjafafyrirtækiö Hag- vangur h.f. sem hóf starfsemi sína árið 1971. Þá strax í upp- hafi leituðu fyrirtæki eftir starfs- fólki í gegnum Hagvang h.f. og var það aö miklu leyti tengt þeirri ráðgjafaþjónustu sem Hagvangur h.f. veitir. Árið 1976 hóf einn maöur starf við það eitt að útvega fyrirtækjum starfs- fólk og einnig gat fólk í atvinnu- leit lagt inn umsóknir þar og óskað eftir starfi. Þróunin hefur orðiö sú að nú eru þrír starfsmenn í fullu starfi við ráðningaþjónustu Hagvangs h.f. og tvær aðrar þjónustur hafa tekið til starfa. Þær eru Liösauki sem opnuö var fyrir þremur árum og Ráðgjöf og Ráðninga- þjónusta Guðna Jónssonar sem opnaði í fyrra sumar. Við rædd- um við forstööumenn þessara ráöningaþjónusta og spurðumst fyrir um ýmsa þætti starfsem- innar. Þessi þjónusta á rétt á sér Þórir Þorvarðarson hjá ráðn- ingaþjónustu Hagvangs h.f. sagði að bæði leituðu til þeirra stór fyr- irtæki og einnig fjöldinn allur af litlum fyrirtækjum. Þá hefði færst i vöxt að fyrirtæki úti á landi leit- uðu eftir starfsfólki í gegnum þá. Hver hagur fyrirtækjanna væri við þessa þjónustu vildi hann láta þeim eftir að svara en taldi þó að það sem hentaði þeim einna best væri að Hagvangur h.f. séh um að auglýsa eftir starfsfólki og einnig heföu þeir á skrá hjá sér fjöldann allan af hæfu fólki sem óskaði eftir starfi. Lang mestur fjöldi þeirra umsókna sem berast er varöandi skrifstofustörf en Þórir sagði aö jöfnum höndum væri unnið við að útvega fram- kvæmdastjóra og lagermenn og allt þar á milli. Hann kvað fólk frekar vera að leita sér að fram- tiðarstarfi en þó er alltaf stór hópur skólafólks sem leitar sér að sumarvinnu í gegnum Hag- vang h.f. Hjá Hagvangi h.f. eru umsækjendur settir í hæfnispróf áður en þeir eru sendir í viðtal til viðkomandi fyrirtækis. Nú er einkum um að ræða próf i vélritun en næsta skref verður hæfnispróf i tölumeöferð, bókhaldi og stjórn- un. Lang mesta hlutann af óskum fyrirtækja leysa þeir án þess að auglýsa i blöðum þar sem alltaf eru margir á skrá. Taldi Þórir aö mánaðarlega berist um 200 um- sóknir um störf. Þá kom fram að oft á tiðum er tilgangur auglýs- inga ekkert siður sá að láta það fólk sem er á skrá vita hvaða störf eru laus og getur þá við- komandi umsækjandi hringt og óskað eftir að hans umsókn sé lögð inn á það starf. „Eftirspurn eftir þessari þjón- ustu er alltaf að aukast" sagði Þórir. „Þetta er ákveðin þróun sem við höfum tekiö þátt i að byggja upp og eykst hægt og sig- andi. Þaö er mat þeirra sem leita til okkar að svona fyrirtæki eigi rétt á sér.“ Starfsfólk Ráöningarþjónustu Hagvangs, Holger Torp, Þórir Þorvarðarson og Katrín Ólafsdóttir. 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.